Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2025 12:00 Joaquin Ketlun kveðst hafa sogið í sig þekkingu í heimsókninni til Madrid. Hann segir Thibaut Courtois besta markvörð heimsins í dag. Instagram/@joaketlun1 Hvað var markvörður 2. deildarliðs Víðis í Garði að gera starfandi fyrir spænska stóveldið Real Madrid á dögunum? Við því fengust svör í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Joaquin Ketlun hefur varið mark Víðis frá árinu 2022 og vann Fótbolti.net bikarinn með liðinu árið 2023. Samhliða því að spila fótbolta á Íslandi hefur Joaquin hins vegar getið sér gott orð fyrir greiningu sína á markmannsstöðunni. „Frá því að ég var ungur hef ég reynt að skilgreina allt sem varðar mína stöðu. Tærnar, hreyfingarnar, hendurnar, bara öll minnstu smáatriði,“ sagði Joaquin í spjalli við Val Pál Eiríksson í Garðinum en fréttina úr Sportpakkanum má sjá hér að neðan. Joaquin hefur undanfarin misseri klippt saman og deilt efni á samfélagsmiðlum sínum og er með tæplega 100 þúsund fylgjendur á Instagram. Hann fékk svo skilaboð frá Luis Llopis, markmannsþjálfara Real Madrid, sem vildi ólmur fá hann í heimsókn. „Hann bauð mér til Madrid. Í fyrstu sagði ég við hann: Þú ert líka velkominn til Íslands. Því ég vissi ekki hvort þetta væri satt eða ekki. En hann bauð mér og það var mjög góð reynsla. Þetta var auðvitað frábær reynsla. Stórir leikmenn, besti markvörður heimsins í dag, og staðurinn er magnaður. Fullt af sundlaugum, fullt af völlum. Þetta er klikkað. Maður varð agndofa við að sjá þetta allt saman,“ sagði Joaquin. View this post on Instagram A post shared by Joaquin Ketlun (@joaketlun1) En hvernig voru þessir dagar í Madrid? „Þetta var mjög áhugavert. Við skoðuðum fjölmörg myndbönd, greindum margar stöður og hvernig þeir sjá hlutverk markvarðar fyrir sér í Real Madrid. Við horfðum á myndbönd í minnst 6-7 tíma á dag og ég var þarna í fjóra daga. Ég sá örugglega 30-40 tíma af efni á þessum tíma,“ sagði Joaquin hlæjandi. Hann er þó ekki alfarinn til Madrid, að minnsta kosti að sinni, og byrjaður á nýrri leiktíð með Víði í 2. deildinni: „Víðir er í mínum huga fjölskylda mín. Ég hef leikið hér í fjögur tímabil og við höfum unnið einn bikar. Víðir er magnað félag,“ sagði Joaquin sem býr í Garðinum ásamt konu sinni. Spænski boltinn Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Joaquin Ketlun hefur varið mark Víðis frá árinu 2022 og vann Fótbolti.net bikarinn með liðinu árið 2023. Samhliða því að spila fótbolta á Íslandi hefur Joaquin hins vegar getið sér gott orð fyrir greiningu sína á markmannsstöðunni. „Frá því að ég var ungur hef ég reynt að skilgreina allt sem varðar mína stöðu. Tærnar, hreyfingarnar, hendurnar, bara öll minnstu smáatriði,“ sagði Joaquin í spjalli við Val Pál Eiríksson í Garðinum en fréttina úr Sportpakkanum má sjá hér að neðan. Joaquin hefur undanfarin misseri klippt saman og deilt efni á samfélagsmiðlum sínum og er með tæplega 100 þúsund fylgjendur á Instagram. Hann fékk svo skilaboð frá Luis Llopis, markmannsþjálfara Real Madrid, sem vildi ólmur fá hann í heimsókn. „Hann bauð mér til Madrid. Í fyrstu sagði ég við hann: Þú ert líka velkominn til Íslands. Því ég vissi ekki hvort þetta væri satt eða ekki. En hann bauð mér og það var mjög góð reynsla. Þetta var auðvitað frábær reynsla. Stórir leikmenn, besti markvörður heimsins í dag, og staðurinn er magnaður. Fullt af sundlaugum, fullt af völlum. Þetta er klikkað. Maður varð agndofa við að sjá þetta allt saman,“ sagði Joaquin. View this post on Instagram A post shared by Joaquin Ketlun (@joaketlun1) En hvernig voru þessir dagar í Madrid? „Þetta var mjög áhugavert. Við skoðuðum fjölmörg myndbönd, greindum margar stöður og hvernig þeir sjá hlutverk markvarðar fyrir sér í Real Madrid. Við horfðum á myndbönd í minnst 6-7 tíma á dag og ég var þarna í fjóra daga. Ég sá örugglega 30-40 tíma af efni á þessum tíma,“ sagði Joaquin hlæjandi. Hann er þó ekki alfarinn til Madrid, að minnsta kosti að sinni, og byrjaður á nýrri leiktíð með Víði í 2. deildinni: „Víðir er í mínum huga fjölskylda mín. Ég hef leikið hér í fjögur tímabil og við höfum unnið einn bikar. Víðir er magnað félag,“ sagði Joaquin sem býr í Garðinum ásamt konu sinni.
Spænski boltinn Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira