Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 13. maí 2025 15:00 Til þess að taka af allan vafa um það hvað veiðigjaldið er í raun og veru, ákvað atvinnuvegaráðherra, að hefja 4. kafla greinargerðar með frumvarpinu um veiðigjöldin á eftirfarandi orðum: „Ágreiningslaust er að veiðigjald er skattur í skilningi 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. niðurstöður Hæstaréttar frá 28. janúar 2016 í máli nr. 461/2015 og frá 23. mars 2017 í máli nr. 213/2016. Með lögum skal því mælt fyrir um skattskyldu, skattstofn og reikniaðferð eða skatthlutfall. Þá verða öll fyrirmæli um veiðigjald, þ.m.t. breytingar á veiðigjaldi, að eiga sér skýra og ótvíræða lagastoð, stefna að almannahagsmunum og gæta verður meðalhófs við ákvörðun skattsins þannig að skattlagningin fari ekki úr hófi fram. Enn fremur verður skattlagningarvald ekki framselt til stjórnvalda og afturvirkir skattar verða ekki lagðir á. Þá leiðir af jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar að heimilt er að gera greinarmun á milli skattskyldra aðila svo fremi sem skattlagningin sé reist á almennum efnislegum mælikvarða sem byggist á málefnalegum sjónarmiðum og beitt með sambærilegum hætti gagnvart þeim sem eru í sambærilegri stöðu.” Nú gæti einhver sagt að þetta sé bara einhver texti sem einhver úr ráðuneytinu skrifaði í frumvarpið og væri því ekki ráðherrans. Það breytir í sjálfu sér engu hver skrifaði eða skrifaði ekki þennan texta. Það er ráðherra sem ber ábyrgð á frumvarpinu og því sem í því er. Textinn er því auðvitað af þeim sökum ráðherrans. Það er því engu líkara en , að ráðherrann taki ekki mark á eigin orðum, um "að fara ekki úr hófi fram", þ.e. gæta meðalhófs, þegar hann ákveður að miða gjaldstofn makríls við markaðsverð á makríl í Noregi. Hvað þá að ákvörðunin um norska verðið sé reist á almennum efnislegum mælikvarða sem byggist á málefnalegum sjónarmiðum þegar norska viðmiðunarverðið sem nota á í reiknistofn veiðgjaldsins er mörgum tilfellum hærra en afurðaverð á íslenskum makríl. Enda er “norski” makríllinn margfalt betra hráefni, en sá íslenski þegar norskar útgerðir ná að veiða hann, sökum þess að hann er alla jafna feitari og laus við átu þegar hann gengur inn í þau veiðisvæði sem norski uppsjávarflotinn hefur aðgang að. Norski uppsjávarflotinn getur svo veitt sinn mákríl í nót, nálægt landi og vinnslu, á meðan sá íslenski þarf að sækja hann lengra frá landi og notast við flottroll til þess að ná viðunnandi árangri við veiðarnar. Sama hversu “réttlátur” ráðherrann telur sig vera með þessari víðáttuvitlausu verðlagningu, er alveg borðleggjandi að allt meðalhóf við verðlagninguna er fokið út í hafsauga og er í raun eins fjarri almennum efnislegum mælikvarða og hugsast getur og málefnaleg sjónarmið eru all verulega brengluð. En það er svo auðvitað alveg sérstakt og sjálfstætt áhyggjuefni ef að ráðherrar í ríkisstjórn, þurfi að hætta að taka mark á sjálfum sér, til þess eins að geta kallað stórfellda skattahækkun vinstri stjórnar Kristrúnar Frostadóttur, “réttlæti” og “leiðréttingu”. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Til þess að taka af allan vafa um það hvað veiðigjaldið er í raun og veru, ákvað atvinnuvegaráðherra, að hefja 4. kafla greinargerðar með frumvarpinu um veiðigjöldin á eftirfarandi orðum: „Ágreiningslaust er að veiðigjald er skattur í skilningi 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. niðurstöður Hæstaréttar frá 28. janúar 2016 í máli nr. 461/2015 og frá 23. mars 2017 í máli nr. 213/2016. Með lögum skal því mælt fyrir um skattskyldu, skattstofn og reikniaðferð eða skatthlutfall. Þá verða öll fyrirmæli um veiðigjald, þ.m.t. breytingar á veiðigjaldi, að eiga sér skýra og ótvíræða lagastoð, stefna að almannahagsmunum og gæta verður meðalhófs við ákvörðun skattsins þannig að skattlagningin fari ekki úr hófi fram. Enn fremur verður skattlagningarvald ekki framselt til stjórnvalda og afturvirkir skattar verða ekki lagðir á. Þá leiðir af jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar að heimilt er að gera greinarmun á milli skattskyldra aðila svo fremi sem skattlagningin sé reist á almennum efnislegum mælikvarða sem byggist á málefnalegum sjónarmiðum og beitt með sambærilegum hætti gagnvart þeim sem eru í sambærilegri stöðu.” Nú gæti einhver sagt að þetta sé bara einhver texti sem einhver úr ráðuneytinu skrifaði í frumvarpið og væri því ekki ráðherrans. Það breytir í sjálfu sér engu hver skrifaði eða skrifaði ekki þennan texta. Það er ráðherra sem ber ábyrgð á frumvarpinu og því sem í því er. Textinn er því auðvitað af þeim sökum ráðherrans. Það er því engu líkara en , að ráðherrann taki ekki mark á eigin orðum, um "að fara ekki úr hófi fram", þ.e. gæta meðalhófs, þegar hann ákveður að miða gjaldstofn makríls við markaðsverð á makríl í Noregi. Hvað þá að ákvörðunin um norska verðið sé reist á almennum efnislegum mælikvarða sem byggist á málefnalegum sjónarmiðum þegar norska viðmiðunarverðið sem nota á í reiknistofn veiðgjaldsins er mörgum tilfellum hærra en afurðaverð á íslenskum makríl. Enda er “norski” makríllinn margfalt betra hráefni, en sá íslenski þegar norskar útgerðir ná að veiða hann, sökum þess að hann er alla jafna feitari og laus við átu þegar hann gengur inn í þau veiðisvæði sem norski uppsjávarflotinn hefur aðgang að. Norski uppsjávarflotinn getur svo veitt sinn mákríl í nót, nálægt landi og vinnslu, á meðan sá íslenski þarf að sækja hann lengra frá landi og notast við flottroll til þess að ná viðunnandi árangri við veiðarnar. Sama hversu “réttlátur” ráðherrann telur sig vera með þessari víðáttuvitlausu verðlagningu, er alveg borðleggjandi að allt meðalhóf við verðlagninguna er fokið út í hafsauga og er í raun eins fjarri almennum efnislegum mælikvarða og hugsast getur og málefnaleg sjónarmið eru all verulega brengluð. En það er svo auðvitað alveg sérstakt og sjálfstætt áhyggjuefni ef að ráðherrar í ríkisstjórn, þurfi að hætta að taka mark á sjálfum sér, til þess eins að geta kallað stórfellda skattahækkun vinstri stjórnar Kristrúnar Frostadóttur, “réttlæti” og “leiðréttingu”. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun