Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. maí 2025 20:53 Hagfræðingur hjá Alþýðusambandinu segir að verðlagseftirlitið hafi sérstaklega numið hækkun á nautakjöti og nautakjötsafurðum. Það eru ekki sérlega góðar fréttir fyrir þau sem hyggjast grilla mikið í sumar. Vísir/Sigurjón Verð á dagvöru hækkaði um meira en 0,6 prósent þriðja mánuðinn í röð og er svo komið að hækkanirnar hafa áhrif á grillsumarið mikla sem er að hefjast. Fátt er undanskilið í þeim efnum, ekki einu sinni eggin sem þarf til að gera Bernaise-sósu með steikinni. Nýjasta greining verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands sýnir að þrátt fyrir að hækkun hafi orðið á dagvöru þar sem af er ári séu vísbendingar um að hækkunartakturinn í helstu matvöruverslunum sé að hægjast nú í maímánuði. „Undanfarna þrjá mánuði hafa verið töluverðar hækkanir á matvöruverði og við lögðumst aðeins yfir þetta í þessari greiningu og við erum að sjá í okkar dagvöruvísitölu að þetta hefur verið yfir 0,6% hækkun í febrúar, mars og aftur í apríl, sem er í kringum sex prósenta hækkun á ársgrundvelli á matvöruverði og það er þá töluvert meiri hækkunartaktur sem hefur verið að koma fram núna heldur en lok síðasta árs,“ segir Róbert Farestveit hagfræðingur og sviðsstjóri hagfræðisviðs hjá ASÍ. Róbert segir að hækkanirnar séu að mestu rekjanlegar til tveggja þátta. Sá fyrri er hækkun á verðlagi innlendra vörumerkja, en það hefur frá áramótum hækkað mun hraðar en verðlag erlendra vörumerkja. „Hinn þátturinn er síðan það að við höfum séð að verslanirnar sem héldu aftur af hækkunum í fyrra, sem eru þá fyrst og fremst verslanir Samkaupa eru að taka það til baka og það eru þá meiri hækkanir sem komu fram þar í mars og apríl.“ Á vef Alþýðusambandsins er hægt að kynna sér nánar þær hækkanir sem áttu sér stað milli mánaða. Grillmatur fer ekki varhluta af umræddum verðhækkunum. Verðlagseftirlitið hefur sérstaklega numið hækkanir á nautakjöti en dæmi er um að verð á hinum ýmsu nautakjötsafurðum hafi hækkað um rúm tuttugu prósent frá áramótum. „Þetta eru töluvert miklar hækkanir á ársgrundvelli sem eru að koma fram þarna á nautakjöti.“ Þetta eru ekki góðar fréttir núna fyrir grillsumarið? „Nei þær eru það ekki og sýna að neytendur þurfa að vera á tánum til að velja bestu dílana.“ Verðlag Matvöruverslun ASÍ Neytendur Tengdar fréttir Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Í hádegisfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra Félagsbústaða um ástand sem ríkir í stigagangi í húsi á þeirra vegum í Bríetartúni. 6. maí 2025 11:40 Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Atvinnuvegaráðherra segir viðvörunarbjöllur óma þegar matvöruverð hækkar á sama tíma og krónan styrkist. Hún hefur kallað eftir gögnum og skýringum á verðþróuninni. 6. maí 2025 11:40 „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Forstjóri Prís segir samkeppni á lágvöruverðsmarkaði vera sýndarmennsku og í raun ríki fákeppni. Stóru risarnir tveir stjórni verðlagi og hámarki hagnað sinn án þess að lenda í verðstríði. Þá hafi aðilar í viðskiptum við Prís hætt þeim vegna hótana samkeppnisaðila. 27. febrúar 2025 22:10 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Nýjasta greining verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands sýnir að þrátt fyrir að hækkun hafi orðið á dagvöru þar sem af er ári séu vísbendingar um að hækkunartakturinn í helstu matvöruverslunum sé að hægjast nú í maímánuði. „Undanfarna þrjá mánuði hafa verið töluverðar hækkanir á matvöruverði og við lögðumst aðeins yfir þetta í þessari greiningu og við erum að sjá í okkar dagvöruvísitölu að þetta hefur verið yfir 0,6% hækkun í febrúar, mars og aftur í apríl, sem er í kringum sex prósenta hækkun á ársgrundvelli á matvöruverði og það er þá töluvert meiri hækkunartaktur sem hefur verið að koma fram núna heldur en lok síðasta árs,“ segir Róbert Farestveit hagfræðingur og sviðsstjóri hagfræðisviðs hjá ASÍ. Róbert segir að hækkanirnar séu að mestu rekjanlegar til tveggja þátta. Sá fyrri er hækkun á verðlagi innlendra vörumerkja, en það hefur frá áramótum hækkað mun hraðar en verðlag erlendra vörumerkja. „Hinn þátturinn er síðan það að við höfum séð að verslanirnar sem héldu aftur af hækkunum í fyrra, sem eru þá fyrst og fremst verslanir Samkaupa eru að taka það til baka og það eru þá meiri hækkanir sem komu fram þar í mars og apríl.“ Á vef Alþýðusambandsins er hægt að kynna sér nánar þær hækkanir sem áttu sér stað milli mánaða. Grillmatur fer ekki varhluta af umræddum verðhækkunum. Verðlagseftirlitið hefur sérstaklega numið hækkanir á nautakjöti en dæmi er um að verð á hinum ýmsu nautakjötsafurðum hafi hækkað um rúm tuttugu prósent frá áramótum. „Þetta eru töluvert miklar hækkanir á ársgrundvelli sem eru að koma fram þarna á nautakjöti.“ Þetta eru ekki góðar fréttir núna fyrir grillsumarið? „Nei þær eru það ekki og sýna að neytendur þurfa að vera á tánum til að velja bestu dílana.“
Verðlag Matvöruverslun ASÍ Neytendur Tengdar fréttir Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Í hádegisfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra Félagsbústaða um ástand sem ríkir í stigagangi í húsi á þeirra vegum í Bríetartúni. 6. maí 2025 11:40 Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Atvinnuvegaráðherra segir viðvörunarbjöllur óma þegar matvöruverð hækkar á sama tíma og krónan styrkist. Hún hefur kallað eftir gögnum og skýringum á verðþróuninni. 6. maí 2025 11:40 „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Forstjóri Prís segir samkeppni á lágvöruverðsmarkaði vera sýndarmennsku og í raun ríki fákeppni. Stóru risarnir tveir stjórni verðlagi og hámarki hagnað sinn án þess að lenda í verðstríði. Þá hafi aðilar í viðskiptum við Prís hætt þeim vegna hótana samkeppnisaðila. 27. febrúar 2025 22:10 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Í hádegisfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra Félagsbústaða um ástand sem ríkir í stigagangi í húsi á þeirra vegum í Bríetartúni. 6. maí 2025 11:40
Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Atvinnuvegaráðherra segir viðvörunarbjöllur óma þegar matvöruverð hækkar á sama tíma og krónan styrkist. Hún hefur kallað eftir gögnum og skýringum á verðþróuninni. 6. maí 2025 11:40
„Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Forstjóri Prís segir samkeppni á lágvöruverðsmarkaði vera sýndarmennsku og í raun ríki fákeppni. Stóru risarnir tveir stjórni verðlagi og hámarki hagnað sinn án þess að lenda í verðstríði. Þá hafi aðilar í viðskiptum við Prís hætt þeim vegna hótana samkeppnisaðila. 27. febrúar 2025 22:10