ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2025 11:51 Framkvæmdastjórn ESB vildi ekki afhenda textaskilaboð sem eru sögð hafa farið á milli Ursulu von der Leyen, forseta hennar, og Albert Bourla, forstjóra Pfizer, á hátindi Covid-faraldursins. Ríki heims kepptust þá um að tryggja sér aðgang að nýþróuðum bóluefnum. Samningurinn sem ESB gerði við Pfizer er sá stærsti sem um getur. Vísir Talsmenn gegnsæis í stjórnsýslu fagna eftir að evrópskur dómstóll felldi áfellisdóm yfir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í gær vegna þess hvernig hún hafnaði að afhenda skilaboð forseta hennar og forstjóra lyfjarisa í kórónuveirufaraldrinum. Almenni dómstóll Evrópusambandsins komst að þeirri niðurstöðu að vinnubrögð framkvæmdastjórnarinnar hefðu ekki verið í samræmi við góða stjórnsýslu þegar hún hafnaði blaðmanni bandaríska blaðsins New York Times um textaskilaboð sem áttu að hafa farið á milli Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar, og Albert Bourla, forstjóra lyfjarisans Pfizer. Samskipti þeirra eru sögð hafa átt sér stað þegar Evrópusambandið reyndi af kappi að tryggja sér nýtilbúið bóluefni gegn Covid-19 sem öll heimsbyggðin sóttist eftir. Þetta gerðist eftir að lyfjafyrirtækið AstraZeneca gat ekki uppfyllt pantanir ESB á sínu bóluefni. Samningurinn sem sambandið gerði við Pfizer í kjölfarið er sá stærsti sem framkvæmdastjórnin hefur nokkru sinni gert. Framkvæmdastjórnin sagði skilaboðin, ef þau væru á annað borð til, teldust ekki á meðal gagna sem almenningur ætti rétt á á grundvelli upplýsingalaga. Skilaboðin væru ekki til hjá framkvæmdastjórninni. Dómstóllinn sagði að framkvæmdastjórnin hefði þurft að gefa trúverðugar skýringar á því hvers vegna gögnin umbeðnu fyndust ekki, ekki aðeins fullyrða að þau væru ekki til. Þá hefði hún ekki gert grein fyrir því á trúverðugan hátt hvers vegna engar mikilvægar upplýsingar væri að finna í skilaboðunum, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Framkvæmdastjórnin hefði heldur ekki skýrt nægilega hvort að skilaboðunum hefði verið eytt og þá hvort það hefði verið gert viljandi, sjálfkrafa eða vegna þess að von der Leyen hefði fengið nýtt símtæki í millitíðinni. Reyna að finna nýjan rökstuðning Talsmaður New York Times lýsti niðurstöðunni sem sigri fyrir gegnsæi og ábyrgð innan Evrópusambandsins. Hún sendi sterk skilaboð um að rafræn samskipti af þessu tagi væru ekki undanþegin upplýsingarétti. Dómurinn í gær ógilti ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar um að hafna beiðni bandaríska blaðsins. Ekki er þó kveðið á um að öll textaskilaboð falli undir upplýsingarétt almennings, aðeins þau sem kunna að varða opinberan erindrekstur. Evrópska blaðið Politico segir að fyrstu viðbrögð framkvæmdastjórnarinnar bendi til þess að hún ætli að finna nýjan rökstuðning fyrir því að hafna beiðninni aftur. Fyrir dómi vísaði framkvæmdastjórnin til þess að gengið væri út frá því að von der Leyen væri búin að skipta um síma frá því að samskiptin við Bourla áttu sér stað þar sem öryggisreglur sambandsins knýi á um það. Framkvæmdastjórnin hefur tvo mánuði til þess að áfrýja niðurstöðunni. Samningaviðræður ESB við Pfizer hafa sætt gagnrýni vegna ógegnsæis. Sambandið greiddi fyrirtækinu 2,7 milljarða evra fyrir meira en milljarð skammta af bóluefninu. Ísland átti í samstarfi við ESB um bóluefni og naut því góðs af samningnum. Rannsókn sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagði frá í fyrra benti til þess að bóluefnin hefðu bjargað um 1,4 milljón mannslífa í Evrópu. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Bólusetningar Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Almenni dómstóll Evrópusambandsins komst að þeirri niðurstöðu að vinnubrögð framkvæmdastjórnarinnar hefðu ekki verið í samræmi við góða stjórnsýslu þegar hún hafnaði blaðmanni bandaríska blaðsins New York Times um textaskilaboð sem áttu að hafa farið á milli Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar, og Albert Bourla, forstjóra lyfjarisans Pfizer. Samskipti þeirra eru sögð hafa átt sér stað þegar Evrópusambandið reyndi af kappi að tryggja sér nýtilbúið bóluefni gegn Covid-19 sem öll heimsbyggðin sóttist eftir. Þetta gerðist eftir að lyfjafyrirtækið AstraZeneca gat ekki uppfyllt pantanir ESB á sínu bóluefni. Samningurinn sem sambandið gerði við Pfizer í kjölfarið er sá stærsti sem framkvæmdastjórnin hefur nokkru sinni gert. Framkvæmdastjórnin sagði skilaboðin, ef þau væru á annað borð til, teldust ekki á meðal gagna sem almenningur ætti rétt á á grundvelli upplýsingalaga. Skilaboðin væru ekki til hjá framkvæmdastjórninni. Dómstóllinn sagði að framkvæmdastjórnin hefði þurft að gefa trúverðugar skýringar á því hvers vegna gögnin umbeðnu fyndust ekki, ekki aðeins fullyrða að þau væru ekki til. Þá hefði hún ekki gert grein fyrir því á trúverðugan hátt hvers vegna engar mikilvægar upplýsingar væri að finna í skilaboðunum, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Framkvæmdastjórnin hefði heldur ekki skýrt nægilega hvort að skilaboðunum hefði verið eytt og þá hvort það hefði verið gert viljandi, sjálfkrafa eða vegna þess að von der Leyen hefði fengið nýtt símtæki í millitíðinni. Reyna að finna nýjan rökstuðning Talsmaður New York Times lýsti niðurstöðunni sem sigri fyrir gegnsæi og ábyrgð innan Evrópusambandsins. Hún sendi sterk skilaboð um að rafræn samskipti af þessu tagi væru ekki undanþegin upplýsingarétti. Dómurinn í gær ógilti ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar um að hafna beiðni bandaríska blaðsins. Ekki er þó kveðið á um að öll textaskilaboð falli undir upplýsingarétt almennings, aðeins þau sem kunna að varða opinberan erindrekstur. Evrópska blaðið Politico segir að fyrstu viðbrögð framkvæmdastjórnarinnar bendi til þess að hún ætli að finna nýjan rökstuðning fyrir því að hafna beiðninni aftur. Fyrir dómi vísaði framkvæmdastjórnin til þess að gengið væri út frá því að von der Leyen væri búin að skipta um síma frá því að samskiptin við Bourla áttu sér stað þar sem öryggisreglur sambandsins knýi á um það. Framkvæmdastjórnin hefur tvo mánuði til þess að áfrýja niðurstöðunni. Samningaviðræður ESB við Pfizer hafa sætt gagnrýni vegna ógegnsæis. Sambandið greiddi fyrirtækinu 2,7 milljarða evra fyrir meira en milljarð skammta af bóluefninu. Ísland átti í samstarfi við ESB um bóluefni og naut því góðs af samningnum. Rannsókn sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagði frá í fyrra benti til þess að bóluefnin hefðu bjargað um 1,4 milljón mannslífa í Evrópu.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Bólusetningar Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“