Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2025 11:53 Sigríður Á Andersen spurði Ingu Sæland út í tvö atriði sem varða embættisfærslur félagsmálaráðherra en fékk ef til vill ekki þau svör sem hún hafði búist við. vísir/vilhelm Heitt var í kolum í óundirbúnum fyrirspurnum. Þingheimur sat þrumu lostinn og hlustaði á Ingu Sæland félagsmálaráðherra lesa Sigríði Á Andersen, þingmanni Miðflokksins, pistilinn. Sigríður Á Andersen hafði verið að spyrja Ingu út í tvær ákvarðanir sem Inga hafði verið gerð afturreka með, bæði hvað varðar skipan í stjórn HMS orku og einnig með stjórn Tryggingastofnunar. Sigríður var ósátt við svörin. Hún sagði að í stað þess að fram kæmi afsökunarbeiðni á lögbrotum höggvi ráðherra í sömu knérunn. Með ólíkindum að þessi þingmaður... Hún ítrekaði fyrirspurn sína en þá fékk hún það óþvegið frá ráðherra sem vildi ræða það þegar Sigríður Á Andersen sagði af sér sem ráðherra. „Það er með hreinum ólíkindum að akkúrat þessi háttvirti þingmaður, Sigríður Á Andersen, sem einn af fáum ráðherrum fyrrverandi ríkisstjórnar Íslands, hrökklaðist úr embætti og þurfti að segja af sér ráðherradómi, vegna einstrengingslegra ákvarðanataka þvert á gildandi lög,“ sagði Inga og hún var hvergi nærri hætt. „Það þurfti mannréttindadómstól Evrópu til að hrekja hana úr embætti því svo fast sat hún. Ég segi bara ekkert annað en það að háttvirtur þingmaður, ég horfi í þín augu með von um það að við í rauninni gerum okkar besta og séum í góðri trú að vinna að hag samfélagsins sem við vorum kjörnar til að gera og ég óska nákvæmlega þess hins sama. Ég mun ganga hér fram af heiðarleika og einlægni í mínum störfum hér eftir sem hingað til hvort heldur það er í stjórnarandstöðu, sem ber pínulítið annan brag, en þegar við sitjum í ríkisstjórn.“ Þingmönnum brugðið Ýmsir þingmenn gerðu athugasemd við orð Ingu, Þorsteinn B. Sæmundsson þingmaður Miðflokksins sagði ósmekklegt að ráðherra væri að sneiða með þessum hætti að þingmanni sem ekki gæti svarað fyrir sig á sama vettvangi. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður tók í sama streng og sagði því miður hafa borðið á því að háttvirtir þingmenn og ráðherrar hafa kosið að haga sínum orðum hér á Alþingi hafi krítað liðugt og hún vonaði að það kæmi ekki niður á virðingu fyrir hinu háa Alþingi. „Þessi ummæli voru ákveðinn lágpunktur, því miður.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. 1. maí 2025 11:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Sigríður Á Andersen hafði verið að spyrja Ingu út í tvær ákvarðanir sem Inga hafði verið gerð afturreka með, bæði hvað varðar skipan í stjórn HMS orku og einnig með stjórn Tryggingastofnunar. Sigríður var ósátt við svörin. Hún sagði að í stað þess að fram kæmi afsökunarbeiðni á lögbrotum höggvi ráðherra í sömu knérunn. Með ólíkindum að þessi þingmaður... Hún ítrekaði fyrirspurn sína en þá fékk hún það óþvegið frá ráðherra sem vildi ræða það þegar Sigríður Á Andersen sagði af sér sem ráðherra. „Það er með hreinum ólíkindum að akkúrat þessi háttvirti þingmaður, Sigríður Á Andersen, sem einn af fáum ráðherrum fyrrverandi ríkisstjórnar Íslands, hrökklaðist úr embætti og þurfti að segja af sér ráðherradómi, vegna einstrengingslegra ákvarðanataka þvert á gildandi lög,“ sagði Inga og hún var hvergi nærri hætt. „Það þurfti mannréttindadómstól Evrópu til að hrekja hana úr embætti því svo fast sat hún. Ég segi bara ekkert annað en það að háttvirtur þingmaður, ég horfi í þín augu með von um það að við í rauninni gerum okkar besta og séum í góðri trú að vinna að hag samfélagsins sem við vorum kjörnar til að gera og ég óska nákvæmlega þess hins sama. Ég mun ganga hér fram af heiðarleika og einlægni í mínum störfum hér eftir sem hingað til hvort heldur það er í stjórnarandstöðu, sem ber pínulítið annan brag, en þegar við sitjum í ríkisstjórn.“ Þingmönnum brugðið Ýmsir þingmenn gerðu athugasemd við orð Ingu, Þorsteinn B. Sæmundsson þingmaður Miðflokksins sagði ósmekklegt að ráðherra væri að sneiða með þessum hætti að þingmanni sem ekki gæti svarað fyrir sig á sama vettvangi. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður tók í sama streng og sagði því miður hafa borðið á því að háttvirtir þingmenn og ráðherrar hafa kosið að haga sínum orðum hér á Alþingi hafi krítað liðugt og hún vonaði að það kæmi ekki niður á virðingu fyrir hinu háa Alþingi. „Þessi ummæli voru ákveðinn lágpunktur, því miður.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. 1. maí 2025 11:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49
„Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. 1. maí 2025 11:00