Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2025 15:00 Logi Einarsson sagðist fordæma fortakslaust allar árásir stjórnmálafólks á fjölmiðla. Bryndís telur orð Jóns Gnarrs hiklaust flokkast undir slíkar árásir. vísir/vilhelm Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokki gekk á Loga Einarsson menningarráðherra á þinginu fyrr í dag varðandi styrki til frjálsra fjölmiðla. Þá spurði hún hann út í nýlega færslu þingmannsins Jóns Gnarr á Facebook en Logi vildi fordæma allan skæting í garð fjölmiðla – vill meina að um þá eigi að tala af ábyrgð. Bryndís sagði Loga hafa verið afdráttarlausan með að hann ætlaði sér ekki að taka RÚV af auglýsingamarkaði með það að leiðarljósi að jafna stöðuna á fjölmiðlamarkaði. „Fyrir þinginu liggur frumvarp um að framlengja styrki til einkarekinna fjölmiðla en aðeins til eins árs. Þó með þeirri breytingu að skerða styrki til tveggja stærstu miðlana; Árvakurs og Sýnar. Miðlar sem sinna mikilvægu almannahlutverki og veita ráðandi völdum hvað mest aðhald.“ Bryndís rifjaði upp á á sama tíma og Logi tilkynnti um þetta hafi Sýn, sem átt hefur í nokkrum rekstrarerfiðleikum, kynnt að það hygðist leggja niður heila deild sem hefur framleitt íslenskt efni fyrir sjónvarp. „Fimm dögum fyrr hafði ráðherra sagt að hann vonaðist til að fréttastofa Sýnar væri enn á lífi þegar endurskoðað fjölmiðlafrumvarp yrði birt í haust.“ Vill koma í veg fyrir eyðimerkur í fjölmiðlalandslaginu Bryndís sagði alla sjá nauðsyn þess að taka RÚV af auglýsingamarkaði til að rétta stöðuna. Nær allur þingheimur er sammála um að þetta beri að gera og það mætti lesa í orð tveggja þeirra flokka sem nú sitja í ríkisstjórn. Er það raunverulegur vilji ríkisstjórnarinnar að efla fjölmiðlum í landinu? Og styrkjum haldið óbreyttum um sinn? Logi sagði ástæðuna fyrir því að ráðherra hafi ákveðið að framlengja þetta fyrirkomulag um eitt ár því síðustu ríkisstjórn hafi ekki auðnast að klára málið. „Svo er verið að tala um að ráðherra hafi verið að taka styrki af einhverjum rétt eins og einhver eigi þá?“ Logi sagðist vilja gera minniháttar breytingar til að koma í veg fyrir að það myndist eyðimerkur í fjölmiðlalandslaginu. Og eftir sem áður fengju Sýn og Árvakur helming styrksins. Þá ítrekaði hann þá skoðun sína sem er sú að Ríkisútvarpið hafi afar mikilvægu hlutverki að gegna á Íslandi. Fordæmir árásir stjórnmálafólks á fjölmiðla Bryndís talaði um RÚV sem fílinn í stofunni og vonaðist til að hann yrði ekki eini fjölmiðillinn sem eftir stæði. Þá vék hún að orðum stjórnarþingmannanna Sigurjóns Þórðarsonar þingmanns Flokks fólksins, sem hún sagði að hafa hnýtt í Morgunblaðið en varla væri ástæða til að taka mark á því. Og svo sagði hún Jón Gnarr þingmann Viðreisnar hafa viðhaft afar ósmekklega aðdróttun að fréttastofu Sýnar og hlutlægni hennar en hann sagði: „Fyrsta frétt á Vísi. Ýtarlegt viðtal við Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi SFS um veiðigjöld. Heiðrún situr í stjórn Sýnar sem er fyrirtækið sem á og rekur Vísi“. „Jón Gnarr ýjaði að því að fréttastofa Sýnar væri hlutdræg af því að skrifað var upp útvarpsviðtal við stjórnarmann Sýnar. Háttvirtur þingmaður kallaði þetta lýðræðisvöku,“ sagði Bryndís og spurði Loga hvort hann ætlaði ekki að fordæma þessi orð og hvort hann gæti ábyrgst að þau hefðu ekki áhrif á vinnu ríkisstjórnarinnar í þessu máli? „Þegar stjórnmálafólk ræðst gegn fjölmiðlum með óviðeigandi hætti þá fordæmi ég það og get ekki með nokkru móti samþykkt að það sé gert,“ sagði þá Logi. Athugasemd: Vísir er í eigu Sýnar sem um er fjallað í fréttinni. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Sýn Viðreisn Samfylkingin Tengdar fréttir Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Formaður atvinnuveganefndar Alþingis úr Flokki fólksins vill endurskoða ríkisstyrki til Morgunblaðsins í kjölfar umfjöllunar þess um flokkinn og formann hans. Hann sakar blaðið um að ganga erinda stórútgerðareigenda sinna. 5. febrúar 2025 10:44 Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segist standa við orð sín þess efnis að hann telji vert að lækka styrk ríkisins til Morgunblaðsins. Ýmsir hafa gert athugasemdir við þau orð hans og samhengið sem þau voru sett fram í. 5. febrúar 2025 15:12 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Bryndís sagði Loga hafa verið afdráttarlausan með að hann ætlaði sér ekki að taka RÚV af auglýsingamarkaði með það að leiðarljósi að jafna stöðuna á fjölmiðlamarkaði. „Fyrir þinginu liggur frumvarp um að framlengja styrki til einkarekinna fjölmiðla en aðeins til eins árs. Þó með þeirri breytingu að skerða styrki til tveggja stærstu miðlana; Árvakurs og Sýnar. Miðlar sem sinna mikilvægu almannahlutverki og veita ráðandi völdum hvað mest aðhald.“ Bryndís rifjaði upp á á sama tíma og Logi tilkynnti um þetta hafi Sýn, sem átt hefur í nokkrum rekstrarerfiðleikum, kynnt að það hygðist leggja niður heila deild sem hefur framleitt íslenskt efni fyrir sjónvarp. „Fimm dögum fyrr hafði ráðherra sagt að hann vonaðist til að fréttastofa Sýnar væri enn á lífi þegar endurskoðað fjölmiðlafrumvarp yrði birt í haust.“ Vill koma í veg fyrir eyðimerkur í fjölmiðlalandslaginu Bryndís sagði alla sjá nauðsyn þess að taka RÚV af auglýsingamarkaði til að rétta stöðuna. Nær allur þingheimur er sammála um að þetta beri að gera og það mætti lesa í orð tveggja þeirra flokka sem nú sitja í ríkisstjórn. Er það raunverulegur vilji ríkisstjórnarinnar að efla fjölmiðlum í landinu? Og styrkjum haldið óbreyttum um sinn? Logi sagði ástæðuna fyrir því að ráðherra hafi ákveðið að framlengja þetta fyrirkomulag um eitt ár því síðustu ríkisstjórn hafi ekki auðnast að klára málið. „Svo er verið að tala um að ráðherra hafi verið að taka styrki af einhverjum rétt eins og einhver eigi þá?“ Logi sagðist vilja gera minniháttar breytingar til að koma í veg fyrir að það myndist eyðimerkur í fjölmiðlalandslaginu. Og eftir sem áður fengju Sýn og Árvakur helming styrksins. Þá ítrekaði hann þá skoðun sína sem er sú að Ríkisútvarpið hafi afar mikilvægu hlutverki að gegna á Íslandi. Fordæmir árásir stjórnmálafólks á fjölmiðla Bryndís talaði um RÚV sem fílinn í stofunni og vonaðist til að hann yrði ekki eini fjölmiðillinn sem eftir stæði. Þá vék hún að orðum stjórnarþingmannanna Sigurjóns Þórðarsonar þingmanns Flokks fólksins, sem hún sagði að hafa hnýtt í Morgunblaðið en varla væri ástæða til að taka mark á því. Og svo sagði hún Jón Gnarr þingmann Viðreisnar hafa viðhaft afar ósmekklega aðdróttun að fréttastofu Sýnar og hlutlægni hennar en hann sagði: „Fyrsta frétt á Vísi. Ýtarlegt viðtal við Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi SFS um veiðigjöld. Heiðrún situr í stjórn Sýnar sem er fyrirtækið sem á og rekur Vísi“. „Jón Gnarr ýjaði að því að fréttastofa Sýnar væri hlutdræg af því að skrifað var upp útvarpsviðtal við stjórnarmann Sýnar. Háttvirtur þingmaður kallaði þetta lýðræðisvöku,“ sagði Bryndís og spurði Loga hvort hann ætlaði ekki að fordæma þessi orð og hvort hann gæti ábyrgst að þau hefðu ekki áhrif á vinnu ríkisstjórnarinnar í þessu máli? „Þegar stjórnmálafólk ræðst gegn fjölmiðlum með óviðeigandi hætti þá fordæmi ég það og get ekki með nokkru móti samþykkt að það sé gert,“ sagði þá Logi. Athugasemd: Vísir er í eigu Sýnar sem um er fjallað í fréttinni.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Sýn Viðreisn Samfylkingin Tengdar fréttir Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Formaður atvinnuveganefndar Alþingis úr Flokki fólksins vill endurskoða ríkisstyrki til Morgunblaðsins í kjölfar umfjöllunar þess um flokkinn og formann hans. Hann sakar blaðið um að ganga erinda stórútgerðareigenda sinna. 5. febrúar 2025 10:44 Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segist standa við orð sín þess efnis að hann telji vert að lækka styrk ríkisins til Morgunblaðsins. Ýmsir hafa gert athugasemdir við þau orð hans og samhengið sem þau voru sett fram í. 5. febrúar 2025 15:12 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Formaður atvinnuveganefndar Alþingis úr Flokki fólksins vill endurskoða ríkisstyrki til Morgunblaðsins í kjölfar umfjöllunar þess um flokkinn og formann hans. Hann sakar blaðið um að ganga erinda stórútgerðareigenda sinna. 5. febrúar 2025 10:44
Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segist standa við orð sín þess efnis að hann telji vert að lækka styrk ríkisins til Morgunblaðsins. Ýmsir hafa gert athugasemdir við þau orð hans og samhengið sem þau voru sett fram í. 5. febrúar 2025 15:12