„Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. maí 2025 21:46 Einar segir sínum mönnum til í kvöld. Vísir/Pawel Einar Jónsson þjálfari Framara sagði liðið sinn hafa spilað heilsteyptan leik gegn Val í kvöld en Fram vann 37-33 sigur í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla. Liðin mætast næst á mánudag. „Mér fannst við frábærir sóknarlega og mér fannst Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] eiginlega halda þeim inni í þessum leik,“ sagði Einar í samtali við Vísi eftir leik. Fram hafði yfirhöndina í leiknum frá miðjum fyrri hálfleik og komst mest sjö mörkum yfir í síðari hálfleiknum. Þá náðu Valsarar 7-1 kafla og minnkuðu muninn niður í eitt mark. Einar líflegur á hliðarlínunni að vanda.Vísir/Pawel „Svo vorum við aðeins klaufar þegar voru 7-8 mínútur eftir, slæmur kafli hjá okkur. Þar fyrir utan vorum við hrikalega heilsteyptir sóknarlega. Varnarlega fannst mér við líka vera fínir en ég hefði viljað fá aðeins betri markvörslu. Það kemur, að vinna Val á þeirra heimavelli. Þú þarft bara að eiga frábæran leik til að gera það.“ Á þessum kafla þegar Valsmenn minnka muninn héldu Framarar þó haus og náðu vopnum sínum á nýjan leik. „Við áttum reyndar líka eitt eða tvö skot í stöng og slá. Við hefðum getað verið örlítið klókari en það er erfitt að spila 60 mínútur óaðfinnanlegan sóknarleik. Þetta var slæmur kafli og við vitum það að Valur refsar fyrir svona kafla. Þeir eru bara góðir, drullugóðir. Svona er bara íþróttin.“ Reynir Þór Stefánsson lék sinn fyrsta landsleik um helgina eftir frábært tímabil. Hann var algjörlega stórkostlegur í kvöld og skoraði tólf mörk. „Hann var frábær og er náttúrulega búinn að spila svona eiginlega í allan vetur. Ég hef stundum pirrað mig á því að hann mætti skora meira. Hann er bara frábær leikmaður, það er lítið annað hægt að segja og hann spilaði stórkostlegan handbolta í kvöld,“ sagði Einar og bætti við að hann væri ekki pirraður á markaleysi hjá Reyni í kvöld. „Hann var „outstanding“ hér í kvöld.“ Næsti leikur liðanna fer fram á mánudag í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal. „Það verður geggjað, það verður erfitt eins og þessi leikur. Nú er bara þetta týpíska leiðinlega svar, endurheimt og fara yfir leikinn. Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa sama hver mótherjinn er. Við ætlum að mæta 100% tilbúnir í þann slag.“ Olís-deild karla Valur Fram Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
„Mér fannst við frábærir sóknarlega og mér fannst Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] eiginlega halda þeim inni í þessum leik,“ sagði Einar í samtali við Vísi eftir leik. Fram hafði yfirhöndina í leiknum frá miðjum fyrri hálfleik og komst mest sjö mörkum yfir í síðari hálfleiknum. Þá náðu Valsarar 7-1 kafla og minnkuðu muninn niður í eitt mark. Einar líflegur á hliðarlínunni að vanda.Vísir/Pawel „Svo vorum við aðeins klaufar þegar voru 7-8 mínútur eftir, slæmur kafli hjá okkur. Þar fyrir utan vorum við hrikalega heilsteyptir sóknarlega. Varnarlega fannst mér við líka vera fínir en ég hefði viljað fá aðeins betri markvörslu. Það kemur, að vinna Val á þeirra heimavelli. Þú þarft bara að eiga frábæran leik til að gera það.“ Á þessum kafla þegar Valsmenn minnka muninn héldu Framarar þó haus og náðu vopnum sínum á nýjan leik. „Við áttum reyndar líka eitt eða tvö skot í stöng og slá. Við hefðum getað verið örlítið klókari en það er erfitt að spila 60 mínútur óaðfinnanlegan sóknarleik. Þetta var slæmur kafli og við vitum það að Valur refsar fyrir svona kafla. Þeir eru bara góðir, drullugóðir. Svona er bara íþróttin.“ Reynir Þór Stefánsson lék sinn fyrsta landsleik um helgina eftir frábært tímabil. Hann var algjörlega stórkostlegur í kvöld og skoraði tólf mörk. „Hann var frábær og er náttúrulega búinn að spila svona eiginlega í allan vetur. Ég hef stundum pirrað mig á því að hann mætti skora meira. Hann er bara frábær leikmaður, það er lítið annað hægt að segja og hann spilaði stórkostlegan handbolta í kvöld,“ sagði Einar og bætti við að hann væri ekki pirraður á markaleysi hjá Reyni í kvöld. „Hann var „outstanding“ hér í kvöld.“ Næsti leikur liðanna fer fram á mánudag í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal. „Það verður geggjað, það verður erfitt eins og þessi leikur. Nú er bara þetta týpíska leiðinlega svar, endurheimt og fara yfir leikinn. Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa sama hver mótherjinn er. Við ætlum að mæta 100% tilbúnir í þann slag.“
Olís-deild karla Valur Fram Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira