Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Jakob Bjarnar skrifar 16. maí 2025 14:40 Þorleifur Jón Hreiðarsson, keilari vígalegur með plastkeilukúlu. Hann segist árum saman hafa mátt sæta einelti af hálfu Keilusambandinu og nú er honum, nýbökuðum Íslandsmeistara öldunga, haldið fyrir utan landsliðið sem er að fara á heimsmeistaramót í október. vísir/anton brink Þorleifur Jón Hreiðarsson keilari er afar ósáttur svo vægt sé til orða tekið. Hann vann nýverið Íslandsmót öldunga í keilu, það er í flokki 50+, en fær ekki sæti í öldungalandsliðinu. Hann segir þetta ekkert minna en skandal. „Einvaldurinn tekur bara vini sína með og þeir eru að fara í djammferð á styrkjum,“ segir Þorleifur sem vill fletta ofan af því sem hann kallar djúpstæða spillingu í keiluheiminum. Nú sé mælirinn endanlega fullur. Segir Þorleif hafa álpast til að vinna úrslitaleikinn Framkvæmda- og íþróttastjóri Keilusambandsins segir þetta hins vegar allt úr lausu lofti gripið: „Það er ekki alveg svoleiðis. Þetta er hans saga,“ segir Þórarinn Már Þorbjörnsson. Hann segist reyndar ekki velja í landsliðin en þegar það sé gert sé horft til þess sem menn eru að gera, æfa og spila með deildarliðum sínum. „Það hefur Þorleifur ekki gert. Hann álpaðist til að vinna þetta mót með frekar lágkúrulegum hætti. Hann var með uppsteit, æsti sig við menn og reif kjaft.“ Þórarinn Már segir framgöngu Þorleifs Jóns hafa verið ögrandi og styrk mótastjórn hefði tekið á málum en það hafi hún ekki gert meðal annars af því að þar voru ættingjar hans. Þorleifur segir á móti það fáránlegt að gengið sé fram hjá sér. Hann hafi reyndar alltaf verið lagður í einelti af ráðandi hópi innan Keilusambandsins, hann hafi verið í afrekshópi Keilusambandsins 2016, enda hann þá langbestur og hafði meðal annars unnið það afrek að spila hinn fullkomna leik, fá 300 stig í leik og með tólf fellum í röð. En þá hafi einnig verið gengið fram hjá honum. Segist lengi hafa mátt sæta einelti í keiluheiminum „Þetta er bara einelti. Ég var langefstur á stigalistanum sem alltaf var farið eftir og þá var einfaldlega sagt: Það er enginn stigalisti lengur.“ Þorleifur segist ekki gallalaus og kannski megi hann heita erfiður. En hann eigi ekki að þurfa að gjalda þess þegar landsliðið sé annars vegar. Hann er reiður, segir þetta aðeins eitt dæmi af mörgum og telur tímabært að fletta ofan af því sem hann kallar spillingu í keiluheiminum. Þorleifur Jón segist ekki vera gallalaus en það sé hins vegar fyrir neðan allar hellur, þau brögð sem menn neyta til að halda honum utan hópsins.vísir/Anton Brink Hann telur sig hafa heimildir fyrir því að Keilusambandið sé að fá framlag frá afrekssjóði ÍSÍ um sem nemur 11 milljónum en það virðist bara fara í skemmtireisu fyrir vini og kunningja. „Auðvitað er ég bitur og sár, ég er búinn að henda tugum milljóna í þetta, æft manna mest allra á Íslandi. Þeir vita ekkert hvernig ég æfi. En ég fór í Íslandsmót öldunga og ég vann, af hverju á ég þá ekki að komast á heimsmeistaramótið?“ Þórarinn Már og Þorleifur léku til úrslita Þórarinn Már telur sig hins vegar hafa svör við því. Og það sé ekki þannig að afrekssjóðurinn sé notaður í öldungana, hann fari bara í unglinga og A-liðið. Þórarinn Már lék úrslitaleikinn við Þorleif og tapaði. Hann er í hópnum og segir að ekki sé bara hægt að líta til úrslita í Íslandsmótinu þegar landsliðið er sett saman.Keilusamband Íslands Þeir sextán sem fara auk þjálfara í október til Reno í Bandaríkjunum þurfi að borga það sjálfir. En valið þurfti að fara fram núna vegna þess að það þurfti að tilkynna liðið og kaupa miða með góðum fyrirvara. „Jájá, ég var valinn í landsliðshópinn,“ segir Þórarinn Már sem sjálfur tapaði úrslitaviðureigninni á móti Þorleifi Jóni. „Ég æfi fjórum til fimm sinnum í viku auk þess að keppa með mínu liði. Mér var bara tilkynnt um það eins og öðrum, hvort ég gæfi kost á mér og þá er valið úr þeim hópi, bara þeim sem eru að æfa og stunda íþróttina.“ Þórarinn Már segir hins vegar Þorleif Jón ekki hafa spilað einn einasta deildarleik og menn verði að stunda íþróttina til að eiga möguleika á sæti í landsliðinu. „Ég óska honum alls hins besta, hann er nýorðinn fimmtugur og hann getur alveg haldið áfram á þessari vegferð, ef hann lagar sig.“ Keila ÍSÍ Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
„Einvaldurinn tekur bara vini sína með og þeir eru að fara í djammferð á styrkjum,“ segir Þorleifur sem vill fletta ofan af því sem hann kallar djúpstæða spillingu í keiluheiminum. Nú sé mælirinn endanlega fullur. Segir Þorleif hafa álpast til að vinna úrslitaleikinn Framkvæmda- og íþróttastjóri Keilusambandsins segir þetta hins vegar allt úr lausu lofti gripið: „Það er ekki alveg svoleiðis. Þetta er hans saga,“ segir Þórarinn Már Þorbjörnsson. Hann segist reyndar ekki velja í landsliðin en þegar það sé gert sé horft til þess sem menn eru að gera, æfa og spila með deildarliðum sínum. „Það hefur Þorleifur ekki gert. Hann álpaðist til að vinna þetta mót með frekar lágkúrulegum hætti. Hann var með uppsteit, æsti sig við menn og reif kjaft.“ Þórarinn Már segir framgöngu Þorleifs Jóns hafa verið ögrandi og styrk mótastjórn hefði tekið á málum en það hafi hún ekki gert meðal annars af því að þar voru ættingjar hans. Þorleifur segir á móti það fáránlegt að gengið sé fram hjá sér. Hann hafi reyndar alltaf verið lagður í einelti af ráðandi hópi innan Keilusambandsins, hann hafi verið í afrekshópi Keilusambandsins 2016, enda hann þá langbestur og hafði meðal annars unnið það afrek að spila hinn fullkomna leik, fá 300 stig í leik og með tólf fellum í röð. En þá hafi einnig verið gengið fram hjá honum. Segist lengi hafa mátt sæta einelti í keiluheiminum „Þetta er bara einelti. Ég var langefstur á stigalistanum sem alltaf var farið eftir og þá var einfaldlega sagt: Það er enginn stigalisti lengur.“ Þorleifur segist ekki gallalaus og kannski megi hann heita erfiður. En hann eigi ekki að þurfa að gjalda þess þegar landsliðið sé annars vegar. Hann er reiður, segir þetta aðeins eitt dæmi af mörgum og telur tímabært að fletta ofan af því sem hann kallar spillingu í keiluheiminum. Þorleifur Jón segist ekki vera gallalaus en það sé hins vegar fyrir neðan allar hellur, þau brögð sem menn neyta til að halda honum utan hópsins.vísir/Anton Brink Hann telur sig hafa heimildir fyrir því að Keilusambandið sé að fá framlag frá afrekssjóði ÍSÍ um sem nemur 11 milljónum en það virðist bara fara í skemmtireisu fyrir vini og kunningja. „Auðvitað er ég bitur og sár, ég er búinn að henda tugum milljóna í þetta, æft manna mest allra á Íslandi. Þeir vita ekkert hvernig ég æfi. En ég fór í Íslandsmót öldunga og ég vann, af hverju á ég þá ekki að komast á heimsmeistaramótið?“ Þórarinn Már og Þorleifur léku til úrslita Þórarinn Már telur sig hins vegar hafa svör við því. Og það sé ekki þannig að afrekssjóðurinn sé notaður í öldungana, hann fari bara í unglinga og A-liðið. Þórarinn Már lék úrslitaleikinn við Þorleif og tapaði. Hann er í hópnum og segir að ekki sé bara hægt að líta til úrslita í Íslandsmótinu þegar landsliðið er sett saman.Keilusamband Íslands Þeir sextán sem fara auk þjálfara í október til Reno í Bandaríkjunum þurfi að borga það sjálfir. En valið þurfti að fara fram núna vegna þess að það þurfti að tilkynna liðið og kaupa miða með góðum fyrirvara. „Jájá, ég var valinn í landsliðshópinn,“ segir Þórarinn Már sem sjálfur tapaði úrslitaviðureigninni á móti Þorleifi Jóni. „Ég æfi fjórum til fimm sinnum í viku auk þess að keppa með mínu liði. Mér var bara tilkynnt um það eins og öðrum, hvort ég gæfi kost á mér og þá er valið úr þeim hópi, bara þeim sem eru að æfa og stunda íþróttina.“ Þórarinn Már segir hins vegar Þorleif Jón ekki hafa spilað einn einasta deildarleik og menn verði að stunda íþróttina til að eiga möguleika á sæti í landsliðinu. „Ég óska honum alls hins besta, hann er nýorðinn fimmtugur og hann getur alveg haldið áfram á þessari vegferð, ef hann lagar sig.“
Keila ÍSÍ Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels