Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 18. maí 2025 07:03 Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þannig virkar einfaldlega kerfið innan sambandsins og hefur gert í vaxandi mæli til þessa. Þannig myndum við hafa sex þingmenn á þingi Evrópusambandsins af yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði enn verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun þess. Þar yrði vægi Íslands allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Um þetta er einfaldlega hægt að fræðast á vef sambandsins. Þetta yrði sætið okkar við borðið. Fullyrðingar um að staðan innan Evrópusambandsins sé sambærileg við til dæmis NATO eða EFTA í þessum efnum, eins og fram komu í grein á Vísi á dögunum eftir Grím Grímsson, þingmann Viðreisnar, standast enga skoðun. Þannig eru ákvarðanir bæði á vettvangi NATO og EFTA teknar með einróma samþykki sem heyrir hins vegar í dag til algerra undantekninga innan sambandsins en var eitt sinn reglan. Allajafna er það svo að ríki sitja við sama borð þegar alþjóða- og milliríkjasamstarf er annars vegar. Eitt ríki, eitt atkvæði óháð stærð. Sú er hins vegar almennt ekki raunin innan Evrópusambandsins. Mörg dæmi eru enda um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í atkvæðagreiðslum í ráðherraráði Evrópusambandsins og það jafnvel þegar mikilvæg hagsmunamál þeirra hafa verið annars vegar. Mjög lýsandi dæmi er þegar sambandið ákvað um árið að beita Færeyjar, hluta danska konungdæmisins, refsiaðgerðum vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu og Danir neyddust til þess að taka þátt í þeim. Eða þegar Írar, ein mesta makrílveiðiþjóð Evrópusambandsins, beittu sér gegn samþykkt samnings við Færeyjar um makrílveiðar sem fór í bága við hagsmuni þeirra en urðu undir í ráðinu. „Ríkisstjórn okkar og [Simon] Coveney sjávarútvegsráðherra börðust af hörku gegn þessu en þetta snýst allt um atkvæði á vettvangi Evrópusambandsins. Þýzkaland hafði ekki áhuga á þessu og Bretland vildi aðeins binda endi á bannið á innflutningi á fiski frá Færeyjum. Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn. Við áttum aldrei möguleika,“ sagði Martin Howley, formaður Samtaka sjómanna í Killybegs, stærsta útgerðarbæ Írlands, við dagblaðið Irish Examiner í kjölfar undirritunar samningsins. Írar eru um 5,4 milljónir. Meira en 13 sinnum fleiri en við Íslendingar. Hversu lítill fiskur yrðum við innan sambandsins? Hér er ekki um metnaðarleysi fyrir hönd okkar Íslendinga að ræða sem er stundum viðkvæðið í röðum Evrópusambandssinna í rökþrotinu sem þeir lenda í þegar einfaldlega er bent á það hvernig kaupin gerast á eyrinni innan Evrópusambandsins og þær reglur sem gilda þar á bæ um möguleika einstakra ríkja til þess að hafa áhrif þegar ákvarðanir eru teknar. Nokkuð sem þeir ættu að vera ágætlega meðvitaðir um. Ólíkt þeim tel ég okkur þvert á móti fullfær um það að stjórna okkar eigin málum áfram utan sambandsins en rök þeirra fyrir inngöngu í það eru einmitt gjarnan þau að við séum of lítil og fámenn til þess. Hitt er annað mál að um er að ræða mjög eðlilega þróun innan Evrópusambandsins í ljósi lokamarkmiðs samrunaþróunarinnar innan þess allt frá upphafi. Grímur minntist í grein sinni á Schuman-ávarpið frá 1950 sem markar upphaf samrunans innan sambandsins en gat þess ekki að þar kemur einmitt fram að lokamarkmiðið sé evrópskt sambandsríki. Innan sambandsríkja er jú velþekkt að íbúafjöldi ráði vægi einstakra ríkja eins og í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Mikilvægur hluti umræðunnar um Evrópusambandið er vitanlega ekki sízt hver þróunin hefur verið innan sambandsins til þessa og hvert hún stefnir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þannig virkar einfaldlega kerfið innan sambandsins og hefur gert í vaxandi mæli til þessa. Þannig myndum við hafa sex þingmenn á þingi Evrópusambandsins af yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði enn verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun þess. Þar yrði vægi Íslands allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Um þetta er einfaldlega hægt að fræðast á vef sambandsins. Þetta yrði sætið okkar við borðið. Fullyrðingar um að staðan innan Evrópusambandsins sé sambærileg við til dæmis NATO eða EFTA í þessum efnum, eins og fram komu í grein á Vísi á dögunum eftir Grím Grímsson, þingmann Viðreisnar, standast enga skoðun. Þannig eru ákvarðanir bæði á vettvangi NATO og EFTA teknar með einróma samþykki sem heyrir hins vegar í dag til algerra undantekninga innan sambandsins en var eitt sinn reglan. Allajafna er það svo að ríki sitja við sama borð þegar alþjóða- og milliríkjasamstarf er annars vegar. Eitt ríki, eitt atkvæði óháð stærð. Sú er hins vegar almennt ekki raunin innan Evrópusambandsins. Mörg dæmi eru enda um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í atkvæðagreiðslum í ráðherraráði Evrópusambandsins og það jafnvel þegar mikilvæg hagsmunamál þeirra hafa verið annars vegar. Mjög lýsandi dæmi er þegar sambandið ákvað um árið að beita Færeyjar, hluta danska konungdæmisins, refsiaðgerðum vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu og Danir neyddust til þess að taka þátt í þeim. Eða þegar Írar, ein mesta makrílveiðiþjóð Evrópusambandsins, beittu sér gegn samþykkt samnings við Færeyjar um makrílveiðar sem fór í bága við hagsmuni þeirra en urðu undir í ráðinu. „Ríkisstjórn okkar og [Simon] Coveney sjávarútvegsráðherra börðust af hörku gegn þessu en þetta snýst allt um atkvæði á vettvangi Evrópusambandsins. Þýzkaland hafði ekki áhuga á þessu og Bretland vildi aðeins binda endi á bannið á innflutningi á fiski frá Færeyjum. Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn. Við áttum aldrei möguleika,“ sagði Martin Howley, formaður Samtaka sjómanna í Killybegs, stærsta útgerðarbæ Írlands, við dagblaðið Irish Examiner í kjölfar undirritunar samningsins. Írar eru um 5,4 milljónir. Meira en 13 sinnum fleiri en við Íslendingar. Hversu lítill fiskur yrðum við innan sambandsins? Hér er ekki um metnaðarleysi fyrir hönd okkar Íslendinga að ræða sem er stundum viðkvæðið í röðum Evrópusambandssinna í rökþrotinu sem þeir lenda í þegar einfaldlega er bent á það hvernig kaupin gerast á eyrinni innan Evrópusambandsins og þær reglur sem gilda þar á bæ um möguleika einstakra ríkja til þess að hafa áhrif þegar ákvarðanir eru teknar. Nokkuð sem þeir ættu að vera ágætlega meðvitaðir um. Ólíkt þeim tel ég okkur þvert á móti fullfær um það að stjórna okkar eigin málum áfram utan sambandsins en rök þeirra fyrir inngöngu í það eru einmitt gjarnan þau að við séum of lítil og fámenn til þess. Hitt er annað mál að um er að ræða mjög eðlilega þróun innan Evrópusambandsins í ljósi lokamarkmiðs samrunaþróunarinnar innan þess allt frá upphafi. Grímur minntist í grein sinni á Schuman-ávarpið frá 1950 sem markar upphaf samrunans innan sambandsins en gat þess ekki að þar kemur einmitt fram að lokamarkmiðið sé evrópskt sambandsríki. Innan sambandsríkja er jú velþekkt að íbúafjöldi ráði vægi einstakra ríkja eins og í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Mikilvægur hluti umræðunnar um Evrópusambandið er vitanlega ekki sízt hver þróunin hefur verið innan sambandsins til þessa og hvert hún stefnir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun