Fótbolti

Magnaður sigur í síðasta leik tíma­bilsins hjá Hildi og Ás­dísi

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Hildur Antonsdóttir var nýfarin af velli þegar Madrid CFF sneri leiknum við.
Hildur Antonsdóttir var nýfarin af velli þegar Madrid CFF sneri leiknum við. madrid cff

Hildur Antonsdóttir byrjaði á miðjunni hjá Madrid CFF í 4-3 endurkomusigri gegn Deportivo Abanca í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Ásdís Karen Halldórsdóttir var á bekknum og kom ekki við sögu. Sigurinn færði Madrid CFF upp í tíunda sæti deildarinnar.

Madrid CFF komst tveimur mörkum yfir snemma í fyrri hálfleik og var á fínni siglingu, en fékk þrjú mörk á sig með skömmu millibili í seinni hálfleik og lenti undir. Liðið gafst ekki upp, Emilie Nautnes fullkomnaði sína þrennu með tveimur mörkum til viðbótar á lokamínútunum og tryggði liðinu 4-3 sigur.

Hildur var tekin af velli rétt áður en síðustu tvö mörkin voru skoruð.

Sigurinn í lokaumferðinni færði Madrid CFF 33. stigið í 30. leiknum og upp í tíunda sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, sem Barcelona vann með yfirburðum sjötta árið í röð.

Ásdís Karen Halldórsdóttir sat á bekknum og kom ekki við sögu í dag, en tók alls þátt í ellefu leikjum á tímabilinu. Með þrjátíu mínútur að meðaltali í leik án markframlags.

Hildur spilaði í 22 af 30 leikjum liðsins á tímabilinu, sextíu mínútur að meðaltali í leik, skoraði eitt mark í tólftu umferð og gaf eina stoðsendingu í fimmtándu umferð. Hún missti tæpa tvo mánuði úr, í febrúar og mars, vegna meiðsla.

Hildur er fastamaður í íslenska landsliðinu og var valin í hópinn fyrir komandi leiki gegn Noregi og Frakklandi í Þjóðadeildinni.


Tengdar fréttir

Hildur fékk svakalegt glóðarauga

Íslenska landsliðskonan Hildur Antonsdóttir þurfti því miður að fara af velli í fyrri hálfleik í spænsku deildinni um helgina en það var ekki að ástæðulausu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×