Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar 18. maí 2025 15:31 Á hverju ári, þann 18. maí, fögnum við Alþjóðlega safnadeginum, að þessu sinni undir yfirskriftinni Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum. Þennan dag hugsum við um þann kraft sem söfn búa yfir sem mikilvægar samfélagslegar stofnanir sem hjálpa okkur að öðlast dýpri skilning á heiminum og hvert öðru. Á svo róstusömum tímum sem við lifum núna verður hlutverk safna sem vettvangur fyrir samtal, samkennd og skilning mikilvægara enn nokkru sinni fyrr. Þema safnadagsins á þessu ári á sér aðra skírskotun. Það kallast nefnilega á við þema næsta allsherjarþings ICOM, sem haldið er á þriggja ára fresti og fer fram síðar á árinu. Þá mun safnafólk hvaðanæva að koma saman til að velta fyrir sér framtíð safna og hlutverki þeirra í heimi sem tekur sífellt örari breytingum. Hér á Íslandi – þar sem söfn njóta mikils trausts og gegna mikilvægu fræðslu- og varðveisluhlutverki – er þetta kærkomið tækifæri til að staldra við og huga að því hvernig við stöndum okkur bæði í hinu innlenda og alþjóðlega samhengi. Tækifæri til að horfa bæði inn á við, á það sem söfn gera fyrir okkar eigið samfélag, og út á við, á það sem söfn geta gert fyrir heiminn. Dagurinn fyrir safnadaginn, 17. maí, er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Í tilefni dagsins sendu Íslandsdeild ICOM, Alþjóðaráðs safna, og Félag íslenskra safna og safnafólks (FÍSOS) frá sér sameiginlega yfirlýsingu, undirritaða af safnstjórum víðs vegar að af landinu, auk fulltrúa Rannsóknaseturs í safnafræði og safnaráðs. Í yfirlýsingunni er fjallað um mikilvægi þess að fordæma tilraunir valdhafa til að endurskrifa söguna, ritskoða frásagnir safna og jaðarsetja minnihlutahópa enn frekar – sérstaklega trans og intersex fólk, sem er nú skotspónn afturhaldssamra afla víða um heim. Þá ítrekum við að það sé skylda safna að standa vörð um mannréttindi, miðla fjölradda frásögnum og skapa öruggt rými fyrir öll. Söfn eru ekki hlutlaus, á því er enginn vafi. Þau eru samfélagsstofnanir með siðferðilega ábyrgð. Um allan heim höfum við séð mannfjandsamleg viðhorf og orðræðu sækja í sig veðrið, sem svo brýst út í átökum, stríði og linnulausum blóðsúthellingum – frá innrás Pútíns í Úkraínu og þjóðarmorði Netanjahús í Palestínu, til stórskæðrar þjóðernishyggju Trumps og árása hans á samfélagssáttmálann og þau lýðræðisgildi sem mörg okkar hafa jafnvel tekið sem gefnum. Slíkar aðgerðir ógna ekki aðeins friði og mannréttindum, heldur grafa einnig undan öllu því sem við eigum sameiginlegt og er kjarninn í starfi menningar- og menntastofnana líkt og safna, sem reyna að varðveita og túlka sögu okkar allra. Söfn á Íslandi – og víðar – verða að taka afstöðu gegn þessari þróun. Við verðum að standa vörð um akademískt frelsi og réttindi þeirra sem eiga undir högg að sækja, auk þess að vera reiðubúinn að takast á við erfið málefni í fortíð, nútíð og framtíð. Við verðum einnig að leggja rækt við fjölbreytileika – ekki aðeins sem óljóst hugtak, heldur sem útgangspunkt á vegferð okkar til að móta samfélagið í þágu aukinnar inngildingar, tengsla og friðar. Því er mikilvægt að við séum þess ávallt minnug að söfn eru ekki aðeins verndarar fortíðar, heldur vörður sem marka leiðina að réttlátari og friðsamari heimi. Höfundur er formaður Íslandsdeildar ICOM, Alþjóðaráðs safna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Hinsegin Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Á hverju ári, þann 18. maí, fögnum við Alþjóðlega safnadeginum, að þessu sinni undir yfirskriftinni Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum. Þennan dag hugsum við um þann kraft sem söfn búa yfir sem mikilvægar samfélagslegar stofnanir sem hjálpa okkur að öðlast dýpri skilning á heiminum og hvert öðru. Á svo róstusömum tímum sem við lifum núna verður hlutverk safna sem vettvangur fyrir samtal, samkennd og skilning mikilvægara enn nokkru sinni fyrr. Þema safnadagsins á þessu ári á sér aðra skírskotun. Það kallast nefnilega á við þema næsta allsherjarþings ICOM, sem haldið er á þriggja ára fresti og fer fram síðar á árinu. Þá mun safnafólk hvaðanæva að koma saman til að velta fyrir sér framtíð safna og hlutverki þeirra í heimi sem tekur sífellt örari breytingum. Hér á Íslandi – þar sem söfn njóta mikils trausts og gegna mikilvægu fræðslu- og varðveisluhlutverki – er þetta kærkomið tækifæri til að staldra við og huga að því hvernig við stöndum okkur bæði í hinu innlenda og alþjóðlega samhengi. Tækifæri til að horfa bæði inn á við, á það sem söfn gera fyrir okkar eigið samfélag, og út á við, á það sem söfn geta gert fyrir heiminn. Dagurinn fyrir safnadaginn, 17. maí, er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Í tilefni dagsins sendu Íslandsdeild ICOM, Alþjóðaráðs safna, og Félag íslenskra safna og safnafólks (FÍSOS) frá sér sameiginlega yfirlýsingu, undirritaða af safnstjórum víðs vegar að af landinu, auk fulltrúa Rannsóknaseturs í safnafræði og safnaráðs. Í yfirlýsingunni er fjallað um mikilvægi þess að fordæma tilraunir valdhafa til að endurskrifa söguna, ritskoða frásagnir safna og jaðarsetja minnihlutahópa enn frekar – sérstaklega trans og intersex fólk, sem er nú skotspónn afturhaldssamra afla víða um heim. Þá ítrekum við að það sé skylda safna að standa vörð um mannréttindi, miðla fjölradda frásögnum og skapa öruggt rými fyrir öll. Söfn eru ekki hlutlaus, á því er enginn vafi. Þau eru samfélagsstofnanir með siðferðilega ábyrgð. Um allan heim höfum við séð mannfjandsamleg viðhorf og orðræðu sækja í sig veðrið, sem svo brýst út í átökum, stríði og linnulausum blóðsúthellingum – frá innrás Pútíns í Úkraínu og þjóðarmorði Netanjahús í Palestínu, til stórskæðrar þjóðernishyggju Trumps og árása hans á samfélagssáttmálann og þau lýðræðisgildi sem mörg okkar hafa jafnvel tekið sem gefnum. Slíkar aðgerðir ógna ekki aðeins friði og mannréttindum, heldur grafa einnig undan öllu því sem við eigum sameiginlegt og er kjarninn í starfi menningar- og menntastofnana líkt og safna, sem reyna að varðveita og túlka sögu okkar allra. Söfn á Íslandi – og víðar – verða að taka afstöðu gegn þessari þróun. Við verðum að standa vörð um akademískt frelsi og réttindi þeirra sem eiga undir högg að sækja, auk þess að vera reiðubúinn að takast á við erfið málefni í fortíð, nútíð og framtíð. Við verðum einnig að leggja rækt við fjölbreytileika – ekki aðeins sem óljóst hugtak, heldur sem útgangspunkt á vegferð okkar til að móta samfélagið í þágu aukinnar inngildingar, tengsla og friðar. Því er mikilvægt að við séum þess ávallt minnug að söfn eru ekki aðeins verndarar fortíðar, heldur vörður sem marka leiðina að réttlátari og friðsamari heimi. Höfundur er formaður Íslandsdeildar ICOM, Alþjóðaráðs safna
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun