Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar 19. maí 2025 08:02 Þann 15. janúar síðastliðinn féll sögulegur dómur í máli landeigenda við Þjórsá gegn ríkinu og Landsvirkjun þar sem virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun var ógilt. Aldrei fyrr hafði íslenskur dómstóll ógilt virkjunarleyfi. Þó forstjóri Landsvirkjunar segði dóminn hafa komið mjög á óvart er augljóst að ríkisvaldið bjóst við þessum úrskurði enda sat það á tveggja ára gömlu lögfræðiáliti lagaprófessors sem gekk í sömu átt. Þremur vikum síðar var líka nýtt frumvarp komið í gegnum ríkisstjórn og inn á borð Alþingis, í daglegu tali kallað „Hvammsvirkjunarfrumvarpið“. Þegar Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mælti fyrir frumvarpinu þann 12. febrúar sagði hann beinlínis í pontu: „Tilgangur frumvarpsins er að bregðast við niðurstöðu dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. janúar síðastliðnum í máli nr. E-2457/2024.“ Mannréttindabrot Þegar ráðherra mælti fyrir frumvarpinu höfðu ríkið og Landsvirkjun þegar tekið sameiginlega ákvörðun um að áfrýja dómnum til hæstaréttar. Ríkið stóð því í miðju dómsmáli þegar ráðherra ákvað að leggja fram frumvarp sem viðbragð við ógildingu virkjanaleyfisins. Það eitt og sér er að áliti margra löglærðra, sem tjáðu sig um frumvarpið, brot á mannréttindum landeigendanna samkvæmt bæði stjórnarskrá Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu. Afleiðing þessa er að landeigendur eru sviptir réttlátri málsmeðferð fyrir dómstólum í máli þar sem stjórnarskrárvarinn eignarréttur þeirra er undir. Engin greining ráðuneytisins fylgdi frumvarpinu á því hvort frumvarpið standist yfir höfuð meginregluna um þrískiptingu ríkisvaldsins og stjórnarskrá. Vart kemur á óvart að margir urðu til að gagnrýna frumvarpið. Landsvirkjun semur lög En 12. febrúar mælti umhverfisráðherra ekki aðeins fyrir Hvammsvirkjunarfrumvarpinu, heldur áttu stjórnendur í ráðuneyti hans fyrri fund af tveimur með sjálfri Landsvirkjun um efni frumvarpsins. Þetta hefur ekki áður komið fram í opinberri umræðu. Það sem meira er, strax kl. 8:10 daginn eftir, að morgni 13. febrúar, hittist sama fólk aftur. Þá hafði bæst í hópinn pólitískur aðstoðarmaður ráðherrans, sem rétt áður hafði yfirgefið yfirlögfræðingsstöðu sína hjá Samtökum iðnaðarins. Fundarefnið? Jú, það var aftur hið nýframlagða Hvammsvirkjunarfrumvarp en nú áttu aðstoðarforstjóri og yfirlögfræðingur Landsvirkjunar það erindi við stjórnendur í umhverfisráðuneytinu að breyta frumvarpinu og setja inn algjörlega nýtt ákvæði í raforkulög sem heimilaði virkjunarleyfi til bráðabirgða. Þetta og fleira tengt meðferð Alþingis á frumvarpinu kemur fram í stuttum fundarpunktum ráðuneytisins sem fylgja greininni. Lesið þetta aftur, hægt og rólega: Ríkið og Landsvirkjun, áfrýjendur í sameiginlegu dómsmáli vegna ógildingar leyfa fyrir Hvammsvirkjun, hittust tvo daga í röð til að ræða nýtt frumvarp til Alþingis sem ætlað er að bjarga þeim í dómsmáli sem þau töpuðu. Til umræðu á fundunum var meðal annars hvernig mætti bæta ákvæði um bráðabirgðavirkjunarleyfi í frumvarpið í samræmi við aðrar umdeildar bráðabirgðaheimildir í t.d. lögum um fiskeldi, sem hafa sætt athugasemdum eftirlitsstofnunar EFTA allar götur frá því þær voru settar. Virkjun til bráðabirgða til að bregðast við dómi? Nú í síðustu viku gerði stjórnarmeirihlutinn í umhverfis- og samgöngunefnd sér svo lítið fyrir og lagði einmitt til hina Landsvirkjunarættuðu tillögu, sem barst til þeirra í gegnum ráðuneytið, um að bætt yrði við raforkulög heimild til að veita virkjunarleyfi til bráðabirgða. Hvernig allsherjarvirkjunarframkvæmdir með stíflugerð, nýjum lónum, jarðgangnagerð, skurðgrefti og uppsetningu vélbúnaðar eigi að vera „til bráðabirgða“ skilur þó enginn sem greinarhöfundur hefur spurt. Og hver ætli þörfin sé svo fyrir slíkt bráðabirgðaleyfi?Það skyldi þó ekki vera að koma sér hjá stjórnarskrá og reglum sem við höfum tekið upp vegna EES-samningsins? Landsvirkjun ráðskast með ráðherra og Alþingi Ætla Jóhann Páll Jóhannsson og Alþingi að láta ota sér út í það að hafa virt að vettugi sjálfa stjórnarskrána, EES-samninginn og réttindi almennings til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómstólum? Telst það ekkert tiltökumál að umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið eigi fundi með samáfrýjanda í dómsmáli sem snýr að vernd náttúrunnar og réttindum borgaranna – þar sem rætt er um efni frumvarps sem beinlínis er stefnt gegn þeirri vernd náttúru og réttindum borgaranna sem dómsmálið snýst um? Telur ráðherrann eðlilegt að aðstoðarmaður hans ræði við yfirlögfræðing og aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar um það hvernig hægt sé að breyta lögum í miðju dómsmáli svo endanlegur dómur hafi ekki áhrif á framkvæmdir við Hvammsvirkjun? Og láti svo ráðuneytið leggja svokallaða „breytingartillögu“ fyrir umhverfis- og samgöngunefnd að ósk Landsvirkjunar? Þetta eru vond og ósæmileg vinnubrögð gagnvart Alþingi og almenningi. Það er stjórnsýslunni ekki sæmandi að eftirláta Landsvirkjun að bjarga áratugalöngu eigin klúðri við undirbúning Hvammsvirkjunar, og segja Alþingi fyrir verkum með heimasmíðuðu lagafrumvarpi sem gengur gegn EES-samningnum, stjórnarskrá, vernd náttúru og réttlátri málsmeðferð borgaranna. Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Orkumál Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Þann 15. janúar síðastliðinn féll sögulegur dómur í máli landeigenda við Þjórsá gegn ríkinu og Landsvirkjun þar sem virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun var ógilt. Aldrei fyrr hafði íslenskur dómstóll ógilt virkjunarleyfi. Þó forstjóri Landsvirkjunar segði dóminn hafa komið mjög á óvart er augljóst að ríkisvaldið bjóst við þessum úrskurði enda sat það á tveggja ára gömlu lögfræðiáliti lagaprófessors sem gekk í sömu átt. Þremur vikum síðar var líka nýtt frumvarp komið í gegnum ríkisstjórn og inn á borð Alþingis, í daglegu tali kallað „Hvammsvirkjunarfrumvarpið“. Þegar Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mælti fyrir frumvarpinu þann 12. febrúar sagði hann beinlínis í pontu: „Tilgangur frumvarpsins er að bregðast við niðurstöðu dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. janúar síðastliðnum í máli nr. E-2457/2024.“ Mannréttindabrot Þegar ráðherra mælti fyrir frumvarpinu höfðu ríkið og Landsvirkjun þegar tekið sameiginlega ákvörðun um að áfrýja dómnum til hæstaréttar. Ríkið stóð því í miðju dómsmáli þegar ráðherra ákvað að leggja fram frumvarp sem viðbragð við ógildingu virkjanaleyfisins. Það eitt og sér er að áliti margra löglærðra, sem tjáðu sig um frumvarpið, brot á mannréttindum landeigendanna samkvæmt bæði stjórnarskrá Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu. Afleiðing þessa er að landeigendur eru sviptir réttlátri málsmeðferð fyrir dómstólum í máli þar sem stjórnarskrárvarinn eignarréttur þeirra er undir. Engin greining ráðuneytisins fylgdi frumvarpinu á því hvort frumvarpið standist yfir höfuð meginregluna um þrískiptingu ríkisvaldsins og stjórnarskrá. Vart kemur á óvart að margir urðu til að gagnrýna frumvarpið. Landsvirkjun semur lög En 12. febrúar mælti umhverfisráðherra ekki aðeins fyrir Hvammsvirkjunarfrumvarpinu, heldur áttu stjórnendur í ráðuneyti hans fyrri fund af tveimur með sjálfri Landsvirkjun um efni frumvarpsins. Þetta hefur ekki áður komið fram í opinberri umræðu. Það sem meira er, strax kl. 8:10 daginn eftir, að morgni 13. febrúar, hittist sama fólk aftur. Þá hafði bæst í hópinn pólitískur aðstoðarmaður ráðherrans, sem rétt áður hafði yfirgefið yfirlögfræðingsstöðu sína hjá Samtökum iðnaðarins. Fundarefnið? Jú, það var aftur hið nýframlagða Hvammsvirkjunarfrumvarp en nú áttu aðstoðarforstjóri og yfirlögfræðingur Landsvirkjunar það erindi við stjórnendur í umhverfisráðuneytinu að breyta frumvarpinu og setja inn algjörlega nýtt ákvæði í raforkulög sem heimilaði virkjunarleyfi til bráðabirgða. Þetta og fleira tengt meðferð Alþingis á frumvarpinu kemur fram í stuttum fundarpunktum ráðuneytisins sem fylgja greininni. Lesið þetta aftur, hægt og rólega: Ríkið og Landsvirkjun, áfrýjendur í sameiginlegu dómsmáli vegna ógildingar leyfa fyrir Hvammsvirkjun, hittust tvo daga í röð til að ræða nýtt frumvarp til Alþingis sem ætlað er að bjarga þeim í dómsmáli sem þau töpuðu. Til umræðu á fundunum var meðal annars hvernig mætti bæta ákvæði um bráðabirgðavirkjunarleyfi í frumvarpið í samræmi við aðrar umdeildar bráðabirgðaheimildir í t.d. lögum um fiskeldi, sem hafa sætt athugasemdum eftirlitsstofnunar EFTA allar götur frá því þær voru settar. Virkjun til bráðabirgða til að bregðast við dómi? Nú í síðustu viku gerði stjórnarmeirihlutinn í umhverfis- og samgöngunefnd sér svo lítið fyrir og lagði einmitt til hina Landsvirkjunarættuðu tillögu, sem barst til þeirra í gegnum ráðuneytið, um að bætt yrði við raforkulög heimild til að veita virkjunarleyfi til bráðabirgða. Hvernig allsherjarvirkjunarframkvæmdir með stíflugerð, nýjum lónum, jarðgangnagerð, skurðgrefti og uppsetningu vélbúnaðar eigi að vera „til bráðabirgða“ skilur þó enginn sem greinarhöfundur hefur spurt. Og hver ætli þörfin sé svo fyrir slíkt bráðabirgðaleyfi?Það skyldi þó ekki vera að koma sér hjá stjórnarskrá og reglum sem við höfum tekið upp vegna EES-samningsins? Landsvirkjun ráðskast með ráðherra og Alþingi Ætla Jóhann Páll Jóhannsson og Alþingi að láta ota sér út í það að hafa virt að vettugi sjálfa stjórnarskrána, EES-samninginn og réttindi almennings til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómstólum? Telst það ekkert tiltökumál að umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið eigi fundi með samáfrýjanda í dómsmáli sem snýr að vernd náttúrunnar og réttindum borgaranna – þar sem rætt er um efni frumvarps sem beinlínis er stefnt gegn þeirri vernd náttúru og réttindum borgaranna sem dómsmálið snýst um? Telur ráðherrann eðlilegt að aðstoðarmaður hans ræði við yfirlögfræðing og aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar um það hvernig hægt sé að breyta lögum í miðju dómsmáli svo endanlegur dómur hafi ekki áhrif á framkvæmdir við Hvammsvirkjun? Og láti svo ráðuneytið leggja svokallaða „breytingartillögu“ fyrir umhverfis- og samgöngunefnd að ósk Landsvirkjunar? Þetta eru vond og ósæmileg vinnubrögð gagnvart Alþingi og almenningi. Það er stjórnsýslunni ekki sæmandi að eftirláta Landsvirkjun að bjarga áratugalöngu eigin klúðri við undirbúning Hvammsvirkjunar, og segja Alþingi fyrir verkum með heimasmíðuðu lagafrumvarpi sem gengur gegn EES-samningnum, stjórnarskrá, vernd náttúru og réttlátri málsmeðferð borgaranna. Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun