Lífið

Heillandi heimili Hönnu Stínu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Heimili Hönnu Stínu er umvafið notalegri litapallettu og fjölbreyttum efnivið. Samspil litbrigða og áferða er sérstaklega heillandi.
Heimili Hönnu Stínu er umvafið notalegri litapallettu og fjölbreyttum efnivið. Samspil litbrigða og áferða er sérstaklega heillandi.

Innanhússarkitektinn Hanna Stína hefur sett glæsilega og sjarmerandi íbúð á tveimur hæðum við Þingholtsstræti í Reykjavík á sölu. Eignin er í sögulegu steinsteyptu tvíbýlishúsi frá árinu 1927, hannað af Einari Erlendssyni, fyrrverandi húsameistara ríkisins. Ásett verð er 179 milljónir króna.

Hanna Stína er einn ástsælasti innanhússarkitekt landsins. Hún er þekkt fyrir frumlega nálgun og næmt auga fyrir samspili lita, efna og áferða. Með margra ára reynslu nýtir hún ólíkar viðartegundir og efni til að skapa hlýleg og heillandi rými, líkt og heimili hennar ber með sér.

Íbúðin er 183,9 fermetrar að stærð og samanstendur af þremur stofum, eldhúsi, fimm svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum, þvottahúsi í kjallara og manngengu rislofti sem býður upp á ýmsa möguleika.Íbúðin er með tvennum svölum, frá hjónaherbergi og borðstofu, þar sem svalirnar við borðstofuna eru með aðgengi niður í garð. Á gólfum eru brúnar korkflísar.

Eldhúsið er innangengt bæði frá borðstofu og skrifstofu og myndar hjarta hússins. Innréttingin er eldri, en hefur verið endurbætt og máluð í fallega ljósgrænan lit. 

Aðalbaðherbergið var nýlega endurnýjað á smekklegan hátt, í stíl og anda hússins, þar sem svartar og hvítar mynstraðar flísar fara einstaklega vel saman við gyllt blöndunartæki.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.