Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Lovísa Arnardóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 20. maí 2025 07:59 Báturinn endaði úti við grjótgarð. Landsbjörg Mannbjörg varð þegar lítill fiskibátur strandaði við grjótgarðinn fyrir utan höfnina á Rifi snemma í morgun. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Landsbjörg. Þar segir að um fjögur í nótt hafi stjórnstöð Landhelgisgæslunnar borist neyðarkall á rás 16 frá fiskibát sem var á leið á miðin frá Rifi. Talsverð þoka hafi verið á staðnum og báturinn siglt upp í grjótgarð utan við höfnina á Rifi. Samkvæmt tilkynningu var ekki nema um klukkustund liðin frá því leit að öðrum fiskibát á Breiðafirði hafði verið hætt en fjallað var um það fyrr í morgun á Vísi. Áhöfnin á Björgu, björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Rifi voru þá samkvæmt tilkynningu rétt búin að ganga frá skipinu og því fljót að bregðast við þessu öðru útkalli næturinnar, þegar það barst. Þegar Björg kom að strandstað var henni siglt alveg upp að bátnum þar sem hann lá utan í garðinum og þannig var hægt að bjarga skipverjanum um borð. Farið var með hann í land þar sem hann fór svo til skoðunar á heilsugæslunni. Mikil þoka var við Rif í nótt og í morgun. Landsbjörg Björg fór svo aftur að bátnum, sem og minni björgunarbátur Lífsbjargar, björgunarsveitarinnar á Rifi, þar sem hafist var handa við verðmætabjörgun, en talsvert af lausamunum úr bátnum var á floti í sjónum allt um kring. Báturinn var þá í raun hálf sokkinn þar sem hann lá utan í garðinum. Lokið var við að hreinsa til á strandstað og báturinn skilinn eftir á garðinum nú á sjöunda tímanum í morgun. Þokan spilaði inn í Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu ekki ljóst hvað nákvæmlega gerðist en að það hafi verið ansi þétt þoka við Rif. „Það virðist hafa spilað eitthvað inn í þetta mál. Hann siglir upp í grjótgarðinn. Eitthvað villti þokan sýn,“ segir Jón Þór og að maðurinn sem var bjargað hafi ekki verið alvarlega slasaður. Báturinn sé talsvert skemmdur. Um er að ræða sjötta útkallið vegna lítils fiskibáts á rúmum sólarhring. Eitt útkallið var snemma í nótt og fjögur í gær. „Síðasti sólarhringur hefur verið óvenju annasamur. Við upplifðum það í gær að eiga fjögur björgunarskip á sjó með báta í drætti á sama tíma og svo í nótt. Áhöfnin á Björgu var að ganga frá í nótt þegar þetta útkall barst.“ Lét ekki vita af sér Í fyrra útkalli næturinnar var leitað að báti sem kom svo í ljós að var kominn til hafnar en hafði ekki verið tilkynnt um. „Það er náttúrlega sjófarendum mikilvægt öryggisatriði að tilkynna sig bæði út og inn þannig stjórnstöð Landhelgisgæslunnar viti af þeim. Annars er ekki hægt að bregðast við.“ Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Sjávarútvegur Snæfellsbær Tengdar fréttir Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum. 19. maí 2025 12:48 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Talsverð þoka hafi verið á staðnum og báturinn siglt upp í grjótgarð utan við höfnina á Rifi. Samkvæmt tilkynningu var ekki nema um klukkustund liðin frá því leit að öðrum fiskibát á Breiðafirði hafði verið hætt en fjallað var um það fyrr í morgun á Vísi. Áhöfnin á Björgu, björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Rifi voru þá samkvæmt tilkynningu rétt búin að ganga frá skipinu og því fljót að bregðast við þessu öðru útkalli næturinnar, þegar það barst. Þegar Björg kom að strandstað var henni siglt alveg upp að bátnum þar sem hann lá utan í garðinum og þannig var hægt að bjarga skipverjanum um borð. Farið var með hann í land þar sem hann fór svo til skoðunar á heilsugæslunni. Mikil þoka var við Rif í nótt og í morgun. Landsbjörg Björg fór svo aftur að bátnum, sem og minni björgunarbátur Lífsbjargar, björgunarsveitarinnar á Rifi, þar sem hafist var handa við verðmætabjörgun, en talsvert af lausamunum úr bátnum var á floti í sjónum allt um kring. Báturinn var þá í raun hálf sokkinn þar sem hann lá utan í garðinum. Lokið var við að hreinsa til á strandstað og báturinn skilinn eftir á garðinum nú á sjöunda tímanum í morgun. Þokan spilaði inn í Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu ekki ljóst hvað nákvæmlega gerðist en að það hafi verið ansi þétt þoka við Rif. „Það virðist hafa spilað eitthvað inn í þetta mál. Hann siglir upp í grjótgarðinn. Eitthvað villti þokan sýn,“ segir Jón Þór og að maðurinn sem var bjargað hafi ekki verið alvarlega slasaður. Báturinn sé talsvert skemmdur. Um er að ræða sjötta útkallið vegna lítils fiskibáts á rúmum sólarhring. Eitt útkallið var snemma í nótt og fjögur í gær. „Síðasti sólarhringur hefur verið óvenju annasamur. Við upplifðum það í gær að eiga fjögur björgunarskip á sjó með báta í drætti á sama tíma og svo í nótt. Áhöfnin á Björgu var að ganga frá í nótt þegar þetta útkall barst.“ Lét ekki vita af sér Í fyrra útkalli næturinnar var leitað að báti sem kom svo í ljós að var kominn til hafnar en hafði ekki verið tilkynnt um. „Það er náttúrlega sjófarendum mikilvægt öryggisatriði að tilkynna sig bæði út og inn þannig stjórnstöð Landhelgisgæslunnar viti af þeim. Annars er ekki hægt að bregðast við.“
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Sjávarútvegur Snæfellsbær Tengdar fréttir Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum. 19. maí 2025 12:48 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum. 19. maí 2025 12:48