Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar 20. maí 2025 09:33 Það er ótrúlegt að sjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur stíga í pontu með miklum þunga og lýsa yfir tortryggni á ákæruvaldi og réttarvörslukerfinu í kjölfar lekamáls sem dregur dám af bæði pólitískum spillingarsagnaflækjum og illa leikstýrðu njósnamyndbandi. Sjálfstæðisflokkurinn – flokkurinn sem í tíð hrunsins var við völd og studdi áframhaldandi valdakerfi þar sem gagnsæi var fjarlæg hugsjón hjá þeim – vill nú allt í einu rannsaka hvort ákæruvaldið hafi farið að lögum? Þetta er eins og að horfa á eldspúandi dreka leggja fram tillögu um brunaeftirlit. Rannsóknarnefnd – til að rannsaka þá sem rannsökuðu? Við megum ekki gleyma því að þegar embætti sérstaks saksóknara var stofnað eftir hrunið, þá voru það einmitt „þeir háttvirtu“ sem tóku í taumana. Nú á sem sagt að stofna rannsóknarnefnd til að rannsaka þá sem rannsökuðu þá sem komu okkur í þessa stöðu í fyrsta lagi – og vonandi ekki gleyma því að skoða hvort einhverjir í sjálfum Sjálfstæðisflokknum hafi sloppið með hégóma og ofbeldi í fötum valdsins. Ef þetta er ekki pólitískt gaslýsing.. þá veit ég ekki hvað er. Vald kallar á ábyrgð – ekki leikrit Þegar Guðrún, sem nú stendur fremst í flokki sem stundað hefur pólitíska afneitun svo lengi að það hefur nær orðið listform, talar um að „rannsaka traust ríkisins“ og „hvort réttindi borgaranna hafi verið virt“, þá er það í sjálfu sér þversögn sem ætti að fá Alþingi allt til að frjósa í hljóðlátum spyrnum. Hver var það sem hafði í hendi sér allt réttarkerfið þegar þetta átti sér stað? Hverjir voru það sem hlupu í felur með skýrslur, skipuðu vini og frændur í stöður og komu í veg fyrir að alvöru uppgjör ætti sér stað? Svar: Þeir sömu og nú vilja virðast sem hvítþveginn málsvari siðferðis. Hver ræður rannsókninni? Ef ríkisstjórnin ætlar að samþykkja rannsóknarnefnd, þá verður hún að vera skipuð af óháðum útlenskum, aðilum utan hins pólitíska leiks – ekki „þremur vel völdum“ einstaklingum sem fá kjötbein úr bakherbergjum. Annars er þetta bara dýr og innihaldslaus sýning – enn ein eyðslan með almannafé í nafni „lýðræðis“ sem enginn trúir á lengur. Að lokum... Kannski þurfum við ekki enn eina rannsóknarnefnd. Kannski þurfum við að hætta að láta þá sem sitja við valdaborðið stjórna því hvernig sagan er sögð – og hverjum er gefin rödd. En Guðrún fær prik fyrir leikræna tjáningu. Hún hefði verið frábær í Shakespeare – „Et tu, Brute?“ (og þú, Guðrún ? ) hefði hljómað vel úr hennar munni. Spurning bara hver stingur næst – og hvern Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Hrunið Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það er ótrúlegt að sjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur stíga í pontu með miklum þunga og lýsa yfir tortryggni á ákæruvaldi og réttarvörslukerfinu í kjölfar lekamáls sem dregur dám af bæði pólitískum spillingarsagnaflækjum og illa leikstýrðu njósnamyndbandi. Sjálfstæðisflokkurinn – flokkurinn sem í tíð hrunsins var við völd og studdi áframhaldandi valdakerfi þar sem gagnsæi var fjarlæg hugsjón hjá þeim – vill nú allt í einu rannsaka hvort ákæruvaldið hafi farið að lögum? Þetta er eins og að horfa á eldspúandi dreka leggja fram tillögu um brunaeftirlit. Rannsóknarnefnd – til að rannsaka þá sem rannsökuðu? Við megum ekki gleyma því að þegar embætti sérstaks saksóknara var stofnað eftir hrunið, þá voru það einmitt „þeir háttvirtu“ sem tóku í taumana. Nú á sem sagt að stofna rannsóknarnefnd til að rannsaka þá sem rannsökuðu þá sem komu okkur í þessa stöðu í fyrsta lagi – og vonandi ekki gleyma því að skoða hvort einhverjir í sjálfum Sjálfstæðisflokknum hafi sloppið með hégóma og ofbeldi í fötum valdsins. Ef þetta er ekki pólitískt gaslýsing.. þá veit ég ekki hvað er. Vald kallar á ábyrgð – ekki leikrit Þegar Guðrún, sem nú stendur fremst í flokki sem stundað hefur pólitíska afneitun svo lengi að það hefur nær orðið listform, talar um að „rannsaka traust ríkisins“ og „hvort réttindi borgaranna hafi verið virt“, þá er það í sjálfu sér þversögn sem ætti að fá Alþingi allt til að frjósa í hljóðlátum spyrnum. Hver var það sem hafði í hendi sér allt réttarkerfið þegar þetta átti sér stað? Hverjir voru það sem hlupu í felur með skýrslur, skipuðu vini og frændur í stöður og komu í veg fyrir að alvöru uppgjör ætti sér stað? Svar: Þeir sömu og nú vilja virðast sem hvítþveginn málsvari siðferðis. Hver ræður rannsókninni? Ef ríkisstjórnin ætlar að samþykkja rannsóknarnefnd, þá verður hún að vera skipuð af óháðum útlenskum, aðilum utan hins pólitíska leiks – ekki „þremur vel völdum“ einstaklingum sem fá kjötbein úr bakherbergjum. Annars er þetta bara dýr og innihaldslaus sýning – enn ein eyðslan með almannafé í nafni „lýðræðis“ sem enginn trúir á lengur. Að lokum... Kannski þurfum við ekki enn eina rannsóknarnefnd. Kannski þurfum við að hætta að láta þá sem sitja við valdaborðið stjórna því hvernig sagan er sögð – og hverjum er gefin rödd. En Guðrún fær prik fyrir leikræna tjáningu. Hún hefði verið frábær í Shakespeare – „Et tu, Brute?“ (og þú, Guðrún ? ) hefði hljómað vel úr hennar munni. Spurning bara hver stingur næst – og hvern Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagmálum.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun