Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. maí 2025 06:00 Mjög skemmtilegar aðstæður skapast gjarnan þegar ég vísa í upplýsingar frá Evrópusambandinu í greinarskrifum mínum og eitilharðir Evrópusambandssinnar eins og Ole Anton Bieltvedt bregðast við með því að segja þær rangar og jafnvel helbera lygi eins og hann gerði í grein á Vísi fyrr í vikunni. Fyrir það fyrsta ættu Ole og aðrir Evrópusambandssinnar vitanlega að þekkja gögn Evrópusambandsins öðrum betur, þeir eru jú að reyna að selja okkur hinum að rétt sé að ganga þar inn. Í annan stað geta það varla talizt meðmæli með inngöngu í sambandið ef ekkert er að marka upplýsingar sem koma þaðan. Tilefni skrifa Oles Antons er grein sem ég ritaði á Vísi síðastliðinn sunnudag þar sem ég benti á það að gefnu tilefni að kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þannig myndum við hafa sex þingmenn á þingi Evrópusambandsins af yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði síðan enn verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun þess, þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Fræðast mætti einfaldlega um þetta á vefsíðum sambandsins. Fremur einföld reiknidæmi er um að ræða sem alþjóðlegur kaupsýslumaður og samfélagsrýnir eins og Ole Anton titlar sig gjarnan ætti alveg að ráða við. Sex þingmenn eru um 0,8% af þeim vel yfir 700 sem sitja á þingi sambandsins í heild. Það hlutfall af þeim 63 þingmönnum sem sæti eiga á Alþingi er 0,5 eða hálfur þingmaður. Hvað ráðherraráð Evrópusambandsins varðar er við ákvarðanatökur í langflestum tilfellum alfarið miðað við íbúafjölda ríkja sambandsins sem hlutfall af heildaríbúafjölda þess. Það þýddi að vægi Íslands í ráðinu yrði einungis 0,08% en það hlutfall á Alþingi þýddi 5% af alþingismanni. Hins vegar kýs Ole Anton að vísa til þess að Roberta Metsola, þingmaður frá Möltu, sé forseti þings Evrópusambandsins. Það er hún vissulega en ekki sem fulltrúi heimalands síns eins og hann vill meina heldur þingflokksins sem hún tilheyrir. Ole Anton nefnir einnig framkvæmdastjórn sambandsins en þeir sem þar sitja eru að sama skapi ekki fulltrúar heimalanda sinna enda óheimilt samkvæmt Lissabon-sáttmála þess að ganga erinda þeirra. Þeir eru einfaldlega embættismenn Evrópusambandsins. Þetta hef ég áður bent honum á en engu að síður kýs hann ítrekað að fara áfram með sömu rangfærslurnar. Mörg dæmi eru um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í ráðherraráði Evrópusambandsins, eins og ég benti á í grein minni, og það jafnvel þegar mikilvægir hagsmunir þeirra hafa verið annars vegar. Tók ég dæmi af reynslu bæði Dana og Íra í þeim efnum. Til dæmis þegar Írar þurftu um árið að sætta sig við samning um makrílveiðar við Færeyjar sem fór gegn írskum hagsmunum eftir að hafa barizt gegn honum í ráðinu en orðið undir. Formaður Samtaka sjómanna í Killybegs, stærsta útgerðarbæ Írlands, sagði af því tilefni að Írar væru aðeins lítill fiskur. Stóru ríkin réðu ferðinni. Við samningaborðið um makrílinn áttu Færeyjar, sem ekki eru fullvalda ríki, sæti en hins vegar ekki Írland. Þar sat hins vegar fulltrúi Evrópusambandsins sem gætti sem áður segir ekki hagsmuna Íra. Innan sambandsins hefðum við Íslendingar ekki veitt sporð af makríl á Íslandsmiðum sem var krafa ráðamanna í Brussel. Valdið yfir sjávarútvegsmálum okkar og flestum öðrum málaflokkum væri þá enda í höndum þeirra og vægi okkar færi allajafna eftir íbúafjölda landsins sem fyrr segir. Að sama skapi hefðum við aldrei getað varizt í Icesave-málinu. Það gátum við vegna þess að við höfðum valdið til þess. Hins vegar er ég sammála Ole Antoni um það að ekki sé ásættanlegt að þurfa að taka upp regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn án þess að hafa mikið um það að segja. Innan sambandsins myndi það sem fyrr segir lítið breytast í raun nema að því leyti að þá yrðu miklu fleiri málaflokkar undir. Farið yrði með öðrum orðum úr öskunni í eldinn. Lausnin er að skipta EES-samningnum út fyrir nútímalegan víðtækan fríverzlunasamning eins og við gerðum í tilfelli Bretlands án þess að nokkuð færi á hliðina og meira að segja formaður Viðreisnar hefur viðurkennt að sé góður samningur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Viðreisn Mest lesið Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Mjög skemmtilegar aðstæður skapast gjarnan þegar ég vísa í upplýsingar frá Evrópusambandinu í greinarskrifum mínum og eitilharðir Evrópusambandssinnar eins og Ole Anton Bieltvedt bregðast við með því að segja þær rangar og jafnvel helbera lygi eins og hann gerði í grein á Vísi fyrr í vikunni. Fyrir það fyrsta ættu Ole og aðrir Evrópusambandssinnar vitanlega að þekkja gögn Evrópusambandsins öðrum betur, þeir eru jú að reyna að selja okkur hinum að rétt sé að ganga þar inn. Í annan stað geta það varla talizt meðmæli með inngöngu í sambandið ef ekkert er að marka upplýsingar sem koma þaðan. Tilefni skrifa Oles Antons er grein sem ég ritaði á Vísi síðastliðinn sunnudag þar sem ég benti á það að gefnu tilefni að kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þannig myndum við hafa sex þingmenn á þingi Evrópusambandsins af yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði síðan enn verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun þess, þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Fræðast mætti einfaldlega um þetta á vefsíðum sambandsins. Fremur einföld reiknidæmi er um að ræða sem alþjóðlegur kaupsýslumaður og samfélagsrýnir eins og Ole Anton titlar sig gjarnan ætti alveg að ráða við. Sex þingmenn eru um 0,8% af þeim vel yfir 700 sem sitja á þingi sambandsins í heild. Það hlutfall af þeim 63 þingmönnum sem sæti eiga á Alþingi er 0,5 eða hálfur þingmaður. Hvað ráðherraráð Evrópusambandsins varðar er við ákvarðanatökur í langflestum tilfellum alfarið miðað við íbúafjölda ríkja sambandsins sem hlutfall af heildaríbúafjölda þess. Það þýddi að vægi Íslands í ráðinu yrði einungis 0,08% en það hlutfall á Alþingi þýddi 5% af alþingismanni. Hins vegar kýs Ole Anton að vísa til þess að Roberta Metsola, þingmaður frá Möltu, sé forseti þings Evrópusambandsins. Það er hún vissulega en ekki sem fulltrúi heimalands síns eins og hann vill meina heldur þingflokksins sem hún tilheyrir. Ole Anton nefnir einnig framkvæmdastjórn sambandsins en þeir sem þar sitja eru að sama skapi ekki fulltrúar heimalanda sinna enda óheimilt samkvæmt Lissabon-sáttmála þess að ganga erinda þeirra. Þeir eru einfaldlega embættismenn Evrópusambandsins. Þetta hef ég áður bent honum á en engu að síður kýs hann ítrekað að fara áfram með sömu rangfærslurnar. Mörg dæmi eru um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í ráðherraráði Evrópusambandsins, eins og ég benti á í grein minni, og það jafnvel þegar mikilvægir hagsmunir þeirra hafa verið annars vegar. Tók ég dæmi af reynslu bæði Dana og Íra í þeim efnum. Til dæmis þegar Írar þurftu um árið að sætta sig við samning um makrílveiðar við Færeyjar sem fór gegn írskum hagsmunum eftir að hafa barizt gegn honum í ráðinu en orðið undir. Formaður Samtaka sjómanna í Killybegs, stærsta útgerðarbæ Írlands, sagði af því tilefni að Írar væru aðeins lítill fiskur. Stóru ríkin réðu ferðinni. Við samningaborðið um makrílinn áttu Færeyjar, sem ekki eru fullvalda ríki, sæti en hins vegar ekki Írland. Þar sat hins vegar fulltrúi Evrópusambandsins sem gætti sem áður segir ekki hagsmuna Íra. Innan sambandsins hefðum við Íslendingar ekki veitt sporð af makríl á Íslandsmiðum sem var krafa ráðamanna í Brussel. Valdið yfir sjávarútvegsmálum okkar og flestum öðrum málaflokkum væri þá enda í höndum þeirra og vægi okkar færi allajafna eftir íbúafjölda landsins sem fyrr segir. Að sama skapi hefðum við aldrei getað varizt í Icesave-málinu. Það gátum við vegna þess að við höfðum valdið til þess. Hins vegar er ég sammála Ole Antoni um það að ekki sé ásættanlegt að þurfa að taka upp regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn án þess að hafa mikið um það að segja. Innan sambandsins myndi það sem fyrr segir lítið breytast í raun nema að því leyti að þá yrðu miklu fleiri málaflokkar undir. Farið yrði með öðrum orðum úr öskunni í eldinn. Lausnin er að skipta EES-samningnum út fyrir nútímalegan víðtækan fríverzlunasamning eins og við gerðum í tilfelli Bretlands án þess að nokkuð færi á hliðina og meira að segja formaður Viðreisnar hefur viðurkennt að sé góður samningur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar