Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2025 18:27 Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir ástandið á Gasa óásættanlegt. AP/Hannah McKay Ríkisstjórn Bretlands hefur tilkynnt að viðræðum við Ísraela um fríverslunarsamning yrði hætt. Er það vegna „grimmilegra“ aðgerða Ísraela á Gasaströndinni, þar sem neyðaraðstoð eins og matvælum, vatni og lyfjum hefur ekki verið hleypt inn í ellefu vikur. Sendiherra Ísrael í Bretlandi var einnig kallaður á teppið. David Lammy, utanríkisráðherra, tilkynnti þetta í dag og sagði hann hundruð þúsunda íbúa á Gasa standa frammi fyrir því að svelta. Slíkt væri „andstyggilegt“. Ráðherrann sagði að sendiherra Ísrael yrði gert ljóst að í augum yfirvalda í Bretlandi væru aðgerðir Ísraela „grimmilegar“ og „óverjandi“. „Heimurinn dæmir þá. Sagan mun dæma þá,“ sagði Lammy á þingi í dag, samkvæmt Sky News. Hann sagði Breta vilja eiga í góðum samskiptum við Ísraela en framganga þeirra á Gasa gerði það mjög erfitt. Þetta sagði Lammy í kjölfar þess að Keir Starmer, Emmanuel Macron og Mark Carney, leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada, sendu út yfirlýsingu um að breyti Ísraelar ekki ú stefnu á Gasa verði gripið til aðgerða. Sjá einnig: Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Lammy boðaði einnig refsiaðgerðir gegn landtökumönnum á Vesturbakkanum. Foreign Secretary David Lammy announces that the Israeli ambassador has been summoned by the UK government, and negotiations over a free trade deal have been "suspended".Latest: https://t.co/qikdGClv4f📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/whLqbShYDb— Sky News (@SkyNews) May 20, 2025 Ísraelar hafa gefið töluvert í á Gasa að undanförnu og hafa boðað almennt hernám svæðisins og brottflutning Palestínumanna. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði í dag að yfirlýsing leiðtoganna þriggja væri mikill fengu fyrir Hamas-samtökin. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, sagði í viðtali við Sky að aðstæður á Gasa væru óásættanlegar. Prime Minister Sir Keir Starmer says the situation in Gaza is "intolerable and unacceptable" and humanitarian aid "needs to get in at pace".He adds that the UK is "co-ordinating" with its allies on this.Latest: https://t.co/M6LGEG1mLj📺 Sky 501, Virgin 602 and Freeview 233 pic.twitter.com/qDh6xa469E— Sky News (@SkyNews) May 20, 2025 Brýn þörf barna Þrýstingur frá bandamönnum Ísrael hefur aukist mjög á undanförnum vikum, samhliða því að Ísraelar hafa komið í veg fyrir flæði neyðaraðstoðar inn á Gasaströndina í tæpa þrjá mánuði. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna vöruðu við því í dag að þúsundir barna gætu dáið úr hungri á næstu dögum en Ísraelar veittu í gær og í dag leyfi fyrir nokkrum tugum flutningabíla með neyðaraðstoð inn á Gasa. AP fréttaveitan hefur þó eftir einum yfirmanna mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum að það sé einungis dropi í hafið, miðað við þá aðstoð sem þurfi. Þar að auki segir talsmaður SÞ að þó leyfi hafi verið veitt fyrir neyðaraðstoð, taki tíma að koma henni til fólksins. Enn hafi ekkert skilað sér í vöruhús og dreifingarmiðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. Bretland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Tengdar fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56 Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin. 19. maí 2025 07:25 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
David Lammy, utanríkisráðherra, tilkynnti þetta í dag og sagði hann hundruð þúsunda íbúa á Gasa standa frammi fyrir því að svelta. Slíkt væri „andstyggilegt“. Ráðherrann sagði að sendiherra Ísrael yrði gert ljóst að í augum yfirvalda í Bretlandi væru aðgerðir Ísraela „grimmilegar“ og „óverjandi“. „Heimurinn dæmir þá. Sagan mun dæma þá,“ sagði Lammy á þingi í dag, samkvæmt Sky News. Hann sagði Breta vilja eiga í góðum samskiptum við Ísraela en framganga þeirra á Gasa gerði það mjög erfitt. Þetta sagði Lammy í kjölfar þess að Keir Starmer, Emmanuel Macron og Mark Carney, leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada, sendu út yfirlýsingu um að breyti Ísraelar ekki ú stefnu á Gasa verði gripið til aðgerða. Sjá einnig: Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Lammy boðaði einnig refsiaðgerðir gegn landtökumönnum á Vesturbakkanum. Foreign Secretary David Lammy announces that the Israeli ambassador has been summoned by the UK government, and negotiations over a free trade deal have been "suspended".Latest: https://t.co/qikdGClv4f📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/whLqbShYDb— Sky News (@SkyNews) May 20, 2025 Ísraelar hafa gefið töluvert í á Gasa að undanförnu og hafa boðað almennt hernám svæðisins og brottflutning Palestínumanna. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði í dag að yfirlýsing leiðtoganna þriggja væri mikill fengu fyrir Hamas-samtökin. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, sagði í viðtali við Sky að aðstæður á Gasa væru óásættanlegar. Prime Minister Sir Keir Starmer says the situation in Gaza is "intolerable and unacceptable" and humanitarian aid "needs to get in at pace".He adds that the UK is "co-ordinating" with its allies on this.Latest: https://t.co/M6LGEG1mLj📺 Sky 501, Virgin 602 and Freeview 233 pic.twitter.com/qDh6xa469E— Sky News (@SkyNews) May 20, 2025 Brýn þörf barna Þrýstingur frá bandamönnum Ísrael hefur aukist mjög á undanförnum vikum, samhliða því að Ísraelar hafa komið í veg fyrir flæði neyðaraðstoðar inn á Gasaströndina í tæpa þrjá mánuði. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna vöruðu við því í dag að þúsundir barna gætu dáið úr hungri á næstu dögum en Ísraelar veittu í gær og í dag leyfi fyrir nokkrum tugum flutningabíla með neyðaraðstoð inn á Gasa. AP fréttaveitan hefur þó eftir einum yfirmanna mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum að það sé einungis dropi í hafið, miðað við þá aðstoð sem þurfi. Þar að auki segir talsmaður SÞ að þó leyfi hafi verið veitt fyrir neyðaraðstoð, taki tíma að koma henni til fólksins. Enn hafi ekkert skilað sér í vöruhús og dreifingarmiðstöðvar Sameinuðu þjóðanna.
Bretland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Tengdar fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56 Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin. 19. maí 2025 07:25 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56
Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin. 19. maí 2025 07:25