Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann og Sigurður Kári Harðarson skrifa 21. maí 2025 09:01 Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland hefur skuldbundið sig til að fylgja, er skýrt kveðið á um að allir eigi rétt á menntun án aðgreiningar – á öllum skólastigum. Í 24. grein samningsins segir sérstaklega að fatlað fólk eigi að hafa aðgang að háskólanámi á jafnræðisgrundvelli við aðra, með viðeigandi aðlögun og stuðningi. Þetta er nákvæmlega það sem starfstengda diplómanámið við Háskóla Íslands stendur fyrir. Með því að halda starfstengda diplómanáminu lifandi erum við ekki aðeins að bjóða upp á nám – við erum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar og siðferðislegar skyldur. Ef við tökum þetta burt, erum við ekki aðeins að loka á menntun – við erum að loka á framtíð, á þátttöku og á von. Þetta snýst ekki bara um orð – heldur verk. Í stað þess að styðja við einstaklinga sem hafa staðið utan við skólakerfið, er verið að skera niður eina af fáum menntaleiðum sem er hugsuð út frá þörfum þeirra sem eru með þroskahömlun. Það er ekki aðeins óskynsamlegt, heldur siðferðislega rangt. Starfstengt Diplómanám– nauðsynlegt tækifæri sem má ekki glatast Háskóli Íslands er opinber menntastofnun sem rekin er fyrir almannafé. Þegar slík stofnun býður upp á eina af örfáum aðgengilegu námsleiðunum fyrir fólk með þroskahömlun, ber ríkinu skylda til að tryggja að hún haldi áfram. Námið er ekki aðeins mikilvægt tækifæri til menntunar heldur einnig lykilatriði í samfélagslegri þátttöku, sjálfstæði og virðingu fyrir mannlegri reisn allra. Fyrir þá sem ekki þekkja til er starfstengda diplómanámið eina háskólanámið á Íslandi sem er sérstaklega hugsað fyrir fólk með þroskahömlun og brotna námsferla. Háskóli Íslands er jafnframt eini háskólinn á landinu sem býður upp á þetta nám. Nýlega kom í ljós að háskólinn hyggst ekki taka inn nemendur í námið á næsta skólaári, meðal annars vegna fjárskorts. Það er almennt vitað að einstaklingum með þroskahömlun stendur ekki margt til boða þegar kemur að menntun og þátttöku í samfélaginu. Með því að hætta við inntöku í þetta nám er verið að skerða möguleika þessa hóps enn frekar. Þessi ákvörðun bitnar einmitt á þeim sem þurfa hvað mest á námi og stuðningi að halda. Oftar en ekki er fullyrt að menntakerfið á Íslandi sé opið öllum. En með þessari skerðingu er verið að útiloka einn hóp. Þetta snýst því um forgangsröðun — og það er sorglegt ef sú röðun leiðir til þess að þau sem standa höllustum fæti séu skert enn frekar. Þá verður fullyrðingin um að menntun sé fyrir alla innantóm og án innihalds. Eitt af markmiðum Háskóla Íslands á að vera að skapa öllum stúdentum og starfsfólki þau skilyrði sem gerir þeim kleift að taka virkan þátt í háskólastarfinu. Með því að halda starfstengda diplómanáminu lifandi erum við ekki aðeins að bjóða upp á nám, við erum að standa við loforð. Loforð um réttindi, jöfnuð og virðingu. Ef við tökum þetta burt, erum við ekki bara að loka á menntun, við erum að loka á framtíð, á þátttöku og á von. Þetta snýst ekki bara um orð, heldur verk. Við köllum eftir því að Logi Einarsson-, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra tryggi Háskóla Íslands fjármögnun til áframhaldandi starfrækslu starfstengds díplómanáms við Háskóla Íslands. Höfundar eru París Anna, forseti Sölku, Ungs jafnaðarfólks á Akureyri og Sigurður Kári, framhaldsskólafulltrúi Ungs jafnaðarfólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland hefur skuldbundið sig til að fylgja, er skýrt kveðið á um að allir eigi rétt á menntun án aðgreiningar – á öllum skólastigum. Í 24. grein samningsins segir sérstaklega að fatlað fólk eigi að hafa aðgang að háskólanámi á jafnræðisgrundvelli við aðra, með viðeigandi aðlögun og stuðningi. Þetta er nákvæmlega það sem starfstengda diplómanámið við Háskóla Íslands stendur fyrir. Með því að halda starfstengda diplómanáminu lifandi erum við ekki aðeins að bjóða upp á nám – við erum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar og siðferðislegar skyldur. Ef við tökum þetta burt, erum við ekki aðeins að loka á menntun – við erum að loka á framtíð, á þátttöku og á von. Þetta snýst ekki bara um orð – heldur verk. Í stað þess að styðja við einstaklinga sem hafa staðið utan við skólakerfið, er verið að skera niður eina af fáum menntaleiðum sem er hugsuð út frá þörfum þeirra sem eru með þroskahömlun. Það er ekki aðeins óskynsamlegt, heldur siðferðislega rangt. Starfstengt Diplómanám– nauðsynlegt tækifæri sem má ekki glatast Háskóli Íslands er opinber menntastofnun sem rekin er fyrir almannafé. Þegar slík stofnun býður upp á eina af örfáum aðgengilegu námsleiðunum fyrir fólk með þroskahömlun, ber ríkinu skylda til að tryggja að hún haldi áfram. Námið er ekki aðeins mikilvægt tækifæri til menntunar heldur einnig lykilatriði í samfélagslegri þátttöku, sjálfstæði og virðingu fyrir mannlegri reisn allra. Fyrir þá sem ekki þekkja til er starfstengda diplómanámið eina háskólanámið á Íslandi sem er sérstaklega hugsað fyrir fólk með þroskahömlun og brotna námsferla. Háskóli Íslands er jafnframt eini háskólinn á landinu sem býður upp á þetta nám. Nýlega kom í ljós að háskólinn hyggst ekki taka inn nemendur í námið á næsta skólaári, meðal annars vegna fjárskorts. Það er almennt vitað að einstaklingum með þroskahömlun stendur ekki margt til boða þegar kemur að menntun og þátttöku í samfélaginu. Með því að hætta við inntöku í þetta nám er verið að skerða möguleika þessa hóps enn frekar. Þessi ákvörðun bitnar einmitt á þeim sem þurfa hvað mest á námi og stuðningi að halda. Oftar en ekki er fullyrt að menntakerfið á Íslandi sé opið öllum. En með þessari skerðingu er verið að útiloka einn hóp. Þetta snýst því um forgangsröðun — og það er sorglegt ef sú röðun leiðir til þess að þau sem standa höllustum fæti séu skert enn frekar. Þá verður fullyrðingin um að menntun sé fyrir alla innantóm og án innihalds. Eitt af markmiðum Háskóla Íslands á að vera að skapa öllum stúdentum og starfsfólki þau skilyrði sem gerir þeim kleift að taka virkan þátt í háskólastarfinu. Með því að halda starfstengda diplómanáminu lifandi erum við ekki aðeins að bjóða upp á nám, við erum að standa við loforð. Loforð um réttindi, jöfnuð og virðingu. Ef við tökum þetta burt, erum við ekki bara að loka á menntun, við erum að loka á framtíð, á þátttöku og á von. Þetta snýst ekki bara um orð, heldur verk. Við köllum eftir því að Logi Einarsson-, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra tryggi Háskóla Íslands fjármögnun til áframhaldandi starfrækslu starfstengds díplómanáms við Háskóla Íslands. Höfundar eru París Anna, forseti Sölku, Ungs jafnaðarfólks á Akureyri og Sigurður Kári, framhaldsskólafulltrúi Ungs jafnaðarfólk.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun