Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 21. maí 2025 11:03 Flokkur fólksins hefur lengi talað fyrir verkefninu Kveikjum neistann, í borgarstjórn sem á hinu háa Alþingi. Um er að ræða rannsóknar- og þróunarverkefni sem Grunnskóli Vestmannaeyja hefur tekið virkan þátt í með nemendum sínum í tæp tvö ár. Þau Hermundur Sigmundsson prófessor við NTNU og HÍ og Svava Þ. Hjaltalín, sérkennari og læsisfræðingur eiga veg og vanda af verkefninu sem er í umsjón Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar við HÍ. Markmið Kveikjum neistans er metnaðarfullt: að bæta læsi og nám allra barna á markvissan og einstaklingsmiðaðan hátt. Notast er við hljóðaðferð við lestrarkennslu, með öflugri eftirfylgni og sérsniðna þjálfunartíma þar sem hvert barn fær viðeigandi áskoranir. Stundatöflu hefur verið breytt, dagurinn einfaldaður, hreyfing aukin og settir inn svokallaðir „ástríðutímar“ sem vekja gríðarlega lukku. Áherslur verkefnisins snúa að læsi, stærðfræði, náttúrufræði, hreyfingu og hugarfari nemenda. Höfuðáherslan er á að allir nemendur nái að brjóta lestrarkóðann þ.e. geti tengt saman hljóð og orð og þannig lagt traustan grunn að áframhaldandi lestri, lesskilningi og skapandi skrifum. Frá upphafi hefur árangur verið mældur reglulega og nýjustu niðurstöður sýna að 94 af 96 nemendum, eða 98% í fyrstu tveimur árgöngum verkefnisins, hafa náð tökum á lestrarkóðanum. Árangurinn lofar því góðu. Ekkert barn skilið út undan Staða margra nemenda í lestri og lesskilningi í Reykjavík er ekki nógu góð. Þetta hafa PISA-kannanir sýnt okkur undanfarin ár en 16% barna ná ekki stigi tvö í lesskilningi, sem sagt lesa sér ekki til gagns. Úr þessu má ekki gera lítið eða hunsa. Því miður hefur ekki verið lögð næg áhersla á þessi mál hjá síðustu ríkisstjórn og hefur vandi barna vaxið eins og margar skýrslur hafa staðfest. Þegar litið er til barna af erlendum uppruna kemur í ljós að 92,5% þeirra eru metin á rauðu eða gulu ljósi í íslenskukunnáttu, sem kallar á tafarlausar aðgerðir. Einnig þarf að huga sérstaklega að þeim börnum sem ekki geta nýtt sér hefðbundnar kennsluaðferðir. Þau börn þurfa oft að fá aðstoð hjá sérkennara og þurfa lengri tíma og meira næði en gengur og gerist í almennum bekk. Rannsóknir á líðan barna sýna marktækan mun á milli þeirra sem tóku þátt í Kveikjum neistann í 1. bekk skólaárið 2021-2022 og þeirra sem voru í 1. bekk árið áður en verkefnið hófst. Þetta segir okkur hvað lestrarfærni er mikil áhrifabreyta á líðan og sjálfsmynd barna. Að upplifa árangur og finna færni sína vaxa hefur bein áhrif á vellíðan og sjálfstraust. Það góða við Kveikjum neistann er að nálgunin kveikir áhuga, byggir upp og mætir börnum af virðingu og umhyggju. Það er bæði skynsamlegt og nauðsynlegt að byggja á aðferðum sem hafa þegar sýnt sig í stað þess að reyna sífellt að finna upp hjólið. Nú er rétti tíminn til að kveikja neistann um allt land. Í nýju frumvarpi um breytingar á grunnskólalögum eru þessi mál ávörpuð. Ríkisstjórnin, með barna- og menntamálaráðherra í fararbroddi í þessum málaflokki, hefur lagt línurnar svo hugað sé að þörfum allra barna á þessu sviði. Nú er röðin komin að börnum þessa lands og ekkert þeirra skal skilið út undan. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins hefur lengi talað fyrir verkefninu Kveikjum neistann, í borgarstjórn sem á hinu háa Alþingi. Um er að ræða rannsóknar- og þróunarverkefni sem Grunnskóli Vestmannaeyja hefur tekið virkan þátt í með nemendum sínum í tæp tvö ár. Þau Hermundur Sigmundsson prófessor við NTNU og HÍ og Svava Þ. Hjaltalín, sérkennari og læsisfræðingur eiga veg og vanda af verkefninu sem er í umsjón Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar við HÍ. Markmið Kveikjum neistans er metnaðarfullt: að bæta læsi og nám allra barna á markvissan og einstaklingsmiðaðan hátt. Notast er við hljóðaðferð við lestrarkennslu, með öflugri eftirfylgni og sérsniðna þjálfunartíma þar sem hvert barn fær viðeigandi áskoranir. Stundatöflu hefur verið breytt, dagurinn einfaldaður, hreyfing aukin og settir inn svokallaðir „ástríðutímar“ sem vekja gríðarlega lukku. Áherslur verkefnisins snúa að læsi, stærðfræði, náttúrufræði, hreyfingu og hugarfari nemenda. Höfuðáherslan er á að allir nemendur nái að brjóta lestrarkóðann þ.e. geti tengt saman hljóð og orð og þannig lagt traustan grunn að áframhaldandi lestri, lesskilningi og skapandi skrifum. Frá upphafi hefur árangur verið mældur reglulega og nýjustu niðurstöður sýna að 94 af 96 nemendum, eða 98% í fyrstu tveimur árgöngum verkefnisins, hafa náð tökum á lestrarkóðanum. Árangurinn lofar því góðu. Ekkert barn skilið út undan Staða margra nemenda í lestri og lesskilningi í Reykjavík er ekki nógu góð. Þetta hafa PISA-kannanir sýnt okkur undanfarin ár en 16% barna ná ekki stigi tvö í lesskilningi, sem sagt lesa sér ekki til gagns. Úr þessu má ekki gera lítið eða hunsa. Því miður hefur ekki verið lögð næg áhersla á þessi mál hjá síðustu ríkisstjórn og hefur vandi barna vaxið eins og margar skýrslur hafa staðfest. Þegar litið er til barna af erlendum uppruna kemur í ljós að 92,5% þeirra eru metin á rauðu eða gulu ljósi í íslenskukunnáttu, sem kallar á tafarlausar aðgerðir. Einnig þarf að huga sérstaklega að þeim börnum sem ekki geta nýtt sér hefðbundnar kennsluaðferðir. Þau börn þurfa oft að fá aðstoð hjá sérkennara og þurfa lengri tíma og meira næði en gengur og gerist í almennum bekk. Rannsóknir á líðan barna sýna marktækan mun á milli þeirra sem tóku þátt í Kveikjum neistann í 1. bekk skólaárið 2021-2022 og þeirra sem voru í 1. bekk árið áður en verkefnið hófst. Þetta segir okkur hvað lestrarfærni er mikil áhrifabreyta á líðan og sjálfsmynd barna. Að upplifa árangur og finna færni sína vaxa hefur bein áhrif á vellíðan og sjálfstraust. Það góða við Kveikjum neistann er að nálgunin kveikir áhuga, byggir upp og mætir börnum af virðingu og umhyggju. Það er bæði skynsamlegt og nauðsynlegt að byggja á aðferðum sem hafa þegar sýnt sig í stað þess að reyna sífellt að finna upp hjólið. Nú er rétti tíminn til að kveikja neistann um allt land. Í nýju frumvarpi um breytingar á grunnskólalögum eru þessi mál ávörpuð. Ríkisstjórnin, með barna- og menntamálaráðherra í fararbroddi í þessum málaflokki, hefur lagt línurnar svo hugað sé að þörfum allra barna á þessu sviði. Nú er röðin komin að börnum þessa lands og ekkert þeirra skal skilið út undan. Höfundur er alþingismaður.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun