Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 22. maí 2025 07:32 Kynbundið ofbeldi er vandamál á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum og er óhætt að segja að það sé ein stærsta áskorun okkar til þess að koma á fullu jafnrétti kynjanna. Ein alvarlegasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis er kynferðislegt mansal. Baráttan gegn mansali er brýnt jafnréttismál, en meirihluti þolenda mansals á heimsvísu eru konur og stúlkur og þá ekki síst þegar kemur að kynferðislegu mansali. Ísland er engin undantekning þegar kemur að mansali en hér hefur skipulögð brotastarfsemi aukist verulega og tilkynningum þar sem grunur leikur á mansali hefur fjölgað síðustu ár. Innlendir sem og erlendir brotahópar herja í auknum mæli á Íslands og er landið orðinn áfangastaður fyrir þessa hópa til að stunda iðju sína en ekki bara flutningsleið á milli landa eða heimsálfa. Þessir brotahópar eru margir umsvifamiklir á fíkniefnamörkuðum en þróunin virðist vera í þá átt að nútímabrotastarfsemi einskorðist ekki við einn brotaflokk. Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali. Í dag höldum við jafnréttisþing og er yfirskrift dagsins Mansal; íslenskur veruleiki – áskoranir og leiðir í baráttunni. Þar ætlum við að fræðast um þróun erlendis, norrænan samanburð á aðferðum og hvaða aðferðir hafa reynst gagnlegar í baráttunni. Brýnt að hlúa að þolendum Við eigum að standa vörð um mannréttindi kvenna og sjálfsákvörðunarrétt þeirra yfir eigin líkama. Kynferðislegt mansal er alvarlegt brot á friðhelgi einstaklings og hefur afdrifamiklar afleiðingar í för með sér fyrir einstaklinginn og aðra honum nákomna. Brýnt er að hlúa sérstaklega að þolendum mansals og veita þeim viðeigandi aðstoð og stuðning. Í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar og Viðreisnar legg ég ríka áherslu á aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi, þar á meðal mansali. Ég hef þegar sett af stað vinnu við tímasetta aðgerðaáætlun um þetta mikilvæga mál, þar sem áhersla verður meðal annars lögð á forvarnir, skilvirkar aðgerðir og stuðning við þolendur. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kynbundið ofbeldi Mansal Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi er vandamál á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum og er óhætt að segja að það sé ein stærsta áskorun okkar til þess að koma á fullu jafnrétti kynjanna. Ein alvarlegasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis er kynferðislegt mansal. Baráttan gegn mansali er brýnt jafnréttismál, en meirihluti þolenda mansals á heimsvísu eru konur og stúlkur og þá ekki síst þegar kemur að kynferðislegu mansali. Ísland er engin undantekning þegar kemur að mansali en hér hefur skipulögð brotastarfsemi aukist verulega og tilkynningum þar sem grunur leikur á mansali hefur fjölgað síðustu ár. Innlendir sem og erlendir brotahópar herja í auknum mæli á Íslands og er landið orðinn áfangastaður fyrir þessa hópa til að stunda iðju sína en ekki bara flutningsleið á milli landa eða heimsálfa. Þessir brotahópar eru margir umsvifamiklir á fíkniefnamörkuðum en þróunin virðist vera í þá átt að nútímabrotastarfsemi einskorðist ekki við einn brotaflokk. Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali. Í dag höldum við jafnréttisþing og er yfirskrift dagsins Mansal; íslenskur veruleiki – áskoranir og leiðir í baráttunni. Þar ætlum við að fræðast um þróun erlendis, norrænan samanburð á aðferðum og hvaða aðferðir hafa reynst gagnlegar í baráttunni. Brýnt að hlúa að þolendum Við eigum að standa vörð um mannréttindi kvenna og sjálfsákvörðunarrétt þeirra yfir eigin líkama. Kynferðislegt mansal er alvarlegt brot á friðhelgi einstaklings og hefur afdrifamiklar afleiðingar í för með sér fyrir einstaklinginn og aðra honum nákomna. Brýnt er að hlúa sérstaklega að þolendum mansals og veita þeim viðeigandi aðstoð og stuðning. Í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar og Viðreisnar legg ég ríka áherslu á aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi, þar á meðal mansali. Ég hef þegar sett af stað vinnu við tímasetta aðgerðaáætlun um þetta mikilvæga mál, þar sem áhersla verður meðal annars lögð á forvarnir, skilvirkar aðgerðir og stuðning við þolendur. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun