Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 22. maí 2025 07:32 Kynbundið ofbeldi er vandamál á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum og er óhætt að segja að það sé ein stærsta áskorun okkar til þess að koma á fullu jafnrétti kynjanna. Ein alvarlegasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis er kynferðislegt mansal. Baráttan gegn mansali er brýnt jafnréttismál, en meirihluti þolenda mansals á heimsvísu eru konur og stúlkur og þá ekki síst þegar kemur að kynferðislegu mansali. Ísland er engin undantekning þegar kemur að mansali en hér hefur skipulögð brotastarfsemi aukist verulega og tilkynningum þar sem grunur leikur á mansali hefur fjölgað síðustu ár. Innlendir sem og erlendir brotahópar herja í auknum mæli á Íslands og er landið orðinn áfangastaður fyrir þessa hópa til að stunda iðju sína en ekki bara flutningsleið á milli landa eða heimsálfa. Þessir brotahópar eru margir umsvifamiklir á fíkniefnamörkuðum en þróunin virðist vera í þá átt að nútímabrotastarfsemi einskorðist ekki við einn brotaflokk. Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali. Í dag höldum við jafnréttisþing og er yfirskrift dagsins Mansal; íslenskur veruleiki – áskoranir og leiðir í baráttunni. Þar ætlum við að fræðast um þróun erlendis, norrænan samanburð á aðferðum og hvaða aðferðir hafa reynst gagnlegar í baráttunni. Brýnt að hlúa að þolendum Við eigum að standa vörð um mannréttindi kvenna og sjálfsákvörðunarrétt þeirra yfir eigin líkama. Kynferðislegt mansal er alvarlegt brot á friðhelgi einstaklings og hefur afdrifamiklar afleiðingar í för með sér fyrir einstaklinginn og aðra honum nákomna. Brýnt er að hlúa sérstaklega að þolendum mansals og veita þeim viðeigandi aðstoð og stuðning. Í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar og Viðreisnar legg ég ríka áherslu á aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi, þar á meðal mansali. Ég hef þegar sett af stað vinnu við tímasetta aðgerðaáætlun um þetta mikilvæga mál, þar sem áhersla verður meðal annars lögð á forvarnir, skilvirkar aðgerðir og stuðning við þolendur. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kynbundið ofbeldi Mansal Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi er vandamál á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum og er óhætt að segja að það sé ein stærsta áskorun okkar til þess að koma á fullu jafnrétti kynjanna. Ein alvarlegasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis er kynferðislegt mansal. Baráttan gegn mansali er brýnt jafnréttismál, en meirihluti þolenda mansals á heimsvísu eru konur og stúlkur og þá ekki síst þegar kemur að kynferðislegu mansali. Ísland er engin undantekning þegar kemur að mansali en hér hefur skipulögð brotastarfsemi aukist verulega og tilkynningum þar sem grunur leikur á mansali hefur fjölgað síðustu ár. Innlendir sem og erlendir brotahópar herja í auknum mæli á Íslands og er landið orðinn áfangastaður fyrir þessa hópa til að stunda iðju sína en ekki bara flutningsleið á milli landa eða heimsálfa. Þessir brotahópar eru margir umsvifamiklir á fíkniefnamörkuðum en þróunin virðist vera í þá átt að nútímabrotastarfsemi einskorðist ekki við einn brotaflokk. Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali. Í dag höldum við jafnréttisþing og er yfirskrift dagsins Mansal; íslenskur veruleiki – áskoranir og leiðir í baráttunni. Þar ætlum við að fræðast um þróun erlendis, norrænan samanburð á aðferðum og hvaða aðferðir hafa reynst gagnlegar í baráttunni. Brýnt að hlúa að þolendum Við eigum að standa vörð um mannréttindi kvenna og sjálfsákvörðunarrétt þeirra yfir eigin líkama. Kynferðislegt mansal er alvarlegt brot á friðhelgi einstaklings og hefur afdrifamiklar afleiðingar í för með sér fyrir einstaklinginn og aðra honum nákomna. Brýnt er að hlúa sérstaklega að þolendum mansals og veita þeim viðeigandi aðstoð og stuðning. Í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar og Viðreisnar legg ég ríka áherslu á aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi, þar á meðal mansali. Ég hef þegar sett af stað vinnu við tímasetta aðgerðaáætlun um þetta mikilvæga mál, þar sem áhersla verður meðal annars lögð á forvarnir, skilvirkar aðgerðir og stuðning við þolendur. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun