Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 22. maí 2025 17:31 Í morgun birti Viðskiptaráð „Skoðun“ sína á opinberum starfsmönnum, eða réttara sagt þeim kostnaði sem þau telja hljótast af því að ekki sé hægt að reka opinbera starfsmenn eftir geðþótta. Þau telja að kostnaður hins opinbera sé á bilinu 30-50 milljarðar árlega vegna þessa. Þessar fjárhæðir eru úr lausu lofti gripnar en miða við að 5-7% af launakostnaði hins opinbera myndu sparast ef auðveldara yrði að reka starfsfólk. Mat þeirra á launakostnaði ríkis og sveitarfélaga er reyndar rúmum 40 milljörðum hærra en fjárlagafrumvarp ríkisins og fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir árið 2025 gera ráð fyrir en látum það liggja á milli hluta. Þessi ágiskun um meint 5-7% af launakostnaði er ekki byggð á rökum heldur „mati“ ráðsins. Það mat er ekki rökstutt en vísað er til rannsókna annarra ríkja varðandi ráðningarákvæði á almennum vinnumarkaði sem ekki eru sambærileg við ráðningarákvæði á opinberum vinnumarkaði á Íslandi. Þessi meinti 30 til 50 ma.kr. kostnaður er því hugarleikfimi Viðskiptaráðs sem á ekkert skylt við raunveruleikann en vitnar helst til um fjörugt ímyndunarafl á skrifstofunni þeirra í húsi Samtaka atvinnulífsins. Í „Skoðuninni“ er birt kostulegt línurit yfir hlutfall opinberra starfsmanna af starfandi á vinnumarkaði og yfirskrift línuritsins er „Umsvif hins opinbera hafa fjórfaldast frá því áminningarskyldan tók fyrst gildi“ sem var árið 1954. Þetta er vægast sagt furðuleg framsetning. Frá árinu 1954 hefur íbúum landsins fjölgað um 250%, atvinnuþátttaka kvenna aukist gríðarlega, hlutfall 65 ára og eldri, sem er sá hópur sem þarfnast mestrar heilbrigðisþjónustu, farið úr 8% þjóðarinnar í 16% og erlendir ríkisborgarar eru nú tæplega 20% landsmanna en voru sárafáir í upphafi tímabilsins. Allt þetta hefur kallað á mun umfangsmeiri þjónustu af hálfu hins opinbera. Þá fer Viðskiptaráð rangt með fjölda opinberra starfsmanna. Þeir eru ekki þriðjungur allra starfandi heldur fjórðungur. Viðskiptaráð hefur stytt sér leið og horft til fjölda starfandi eftir atvinnugreinum í Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnugreinarnar heilbrigðisþjónusta og fræðslustarfsemi eru almennt taldar atvinnugreinar opinbera markaðarins en innan þessara greina starfar líka mikill fjöldi á almennum markaði. Í opinberri stjórnsýslu og í þessum tveimur greinum starfar þriðjungur allra á vinnumarkaði en þau starfa ekki öll á opinberum markaði. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands, sem unnar eru upp úr skattgögnum, starfaði fjórðungur vinnumarkaðarins hjá opinberum stofnunum árið 2024. Hin 75% störfuðu á almennum markaði. Svo má bæta því við að tvær af hverjum fimm konum á vinnumarkaði starfa hjá hinu opinbera og þær eru 70% opinberra starfsmanna. „Skoðun“ Viðskiptaráðs ber sannarlega nafn með rentu og útgáfan byggir á órökstuddum kreddum en ekki raunveruleikanum. Hins vegar má benda á að matvælaverð hefur nær þrefaldast síðan að fjöldi íslenskra fyrirtækja ákvað að stofna saman Viðskiptaráð og skráðu það í fyrirtækjaskrá þann 1. júlí 1995. Það mætti hafa þá „skoðun“ að kostnaði fyrirtækjanna sem að ráðinu standa við að greiða fyrir vinnu af þessu tagi hafi verið velt beint út í verðlag. Það er mikilvægt að beita gagnrýnni hugsun þegar draga á ályktanir og meta orsakasamhengi. „Skoðun“ Viðskiptaráðs gæti sómt sér vel sem skólabókardæmi í tölfræði um að varast beri að rekja þróun mála til viðburðar alls ótengdum, í þessu tilfelli um sambandið milli áminningarskyldunnar og þróunar fjölda opinberra starfsmanna. Það er mikil mannekla í mörgum greinum opinberrar þjónustu og má þar nefna í heilbrigðis- og umönnunarþjónustu af ýmsu tagi, löggæslunni og á leikskólum sveitarfélaga. Því er velt upp í fullri vinsemd hvort þeim tíma sem varið er í ritun snepla eins og Viðskiptaráðs væri ekki betur varið í umönnun sjúkra og barna á vegum hins opinbera. Næga vinnu er að fá þar fyrir þá sem nenna að vinna. Höfundur er hagfrægðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verðlag Rekstur hins opinbera Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Neytendur Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í morgun birti Viðskiptaráð „Skoðun“ sína á opinberum starfsmönnum, eða réttara sagt þeim kostnaði sem þau telja hljótast af því að ekki sé hægt að reka opinbera starfsmenn eftir geðþótta. Þau telja að kostnaður hins opinbera sé á bilinu 30-50 milljarðar árlega vegna þessa. Þessar fjárhæðir eru úr lausu lofti gripnar en miða við að 5-7% af launakostnaði hins opinbera myndu sparast ef auðveldara yrði að reka starfsfólk. Mat þeirra á launakostnaði ríkis og sveitarfélaga er reyndar rúmum 40 milljörðum hærra en fjárlagafrumvarp ríkisins og fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir árið 2025 gera ráð fyrir en látum það liggja á milli hluta. Þessi ágiskun um meint 5-7% af launakostnaði er ekki byggð á rökum heldur „mati“ ráðsins. Það mat er ekki rökstutt en vísað er til rannsókna annarra ríkja varðandi ráðningarákvæði á almennum vinnumarkaði sem ekki eru sambærileg við ráðningarákvæði á opinberum vinnumarkaði á Íslandi. Þessi meinti 30 til 50 ma.kr. kostnaður er því hugarleikfimi Viðskiptaráðs sem á ekkert skylt við raunveruleikann en vitnar helst til um fjörugt ímyndunarafl á skrifstofunni þeirra í húsi Samtaka atvinnulífsins. Í „Skoðuninni“ er birt kostulegt línurit yfir hlutfall opinberra starfsmanna af starfandi á vinnumarkaði og yfirskrift línuritsins er „Umsvif hins opinbera hafa fjórfaldast frá því áminningarskyldan tók fyrst gildi“ sem var árið 1954. Þetta er vægast sagt furðuleg framsetning. Frá árinu 1954 hefur íbúum landsins fjölgað um 250%, atvinnuþátttaka kvenna aukist gríðarlega, hlutfall 65 ára og eldri, sem er sá hópur sem þarfnast mestrar heilbrigðisþjónustu, farið úr 8% þjóðarinnar í 16% og erlendir ríkisborgarar eru nú tæplega 20% landsmanna en voru sárafáir í upphafi tímabilsins. Allt þetta hefur kallað á mun umfangsmeiri þjónustu af hálfu hins opinbera. Þá fer Viðskiptaráð rangt með fjölda opinberra starfsmanna. Þeir eru ekki þriðjungur allra starfandi heldur fjórðungur. Viðskiptaráð hefur stytt sér leið og horft til fjölda starfandi eftir atvinnugreinum í Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnugreinarnar heilbrigðisþjónusta og fræðslustarfsemi eru almennt taldar atvinnugreinar opinbera markaðarins en innan þessara greina starfar líka mikill fjöldi á almennum markaði. Í opinberri stjórnsýslu og í þessum tveimur greinum starfar þriðjungur allra á vinnumarkaði en þau starfa ekki öll á opinberum markaði. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands, sem unnar eru upp úr skattgögnum, starfaði fjórðungur vinnumarkaðarins hjá opinberum stofnunum árið 2024. Hin 75% störfuðu á almennum markaði. Svo má bæta því við að tvær af hverjum fimm konum á vinnumarkaði starfa hjá hinu opinbera og þær eru 70% opinberra starfsmanna. „Skoðun“ Viðskiptaráðs ber sannarlega nafn með rentu og útgáfan byggir á órökstuddum kreddum en ekki raunveruleikanum. Hins vegar má benda á að matvælaverð hefur nær þrefaldast síðan að fjöldi íslenskra fyrirtækja ákvað að stofna saman Viðskiptaráð og skráðu það í fyrirtækjaskrá þann 1. júlí 1995. Það mætti hafa þá „skoðun“ að kostnaði fyrirtækjanna sem að ráðinu standa við að greiða fyrir vinnu af þessu tagi hafi verið velt beint út í verðlag. Það er mikilvægt að beita gagnrýnni hugsun þegar draga á ályktanir og meta orsakasamhengi. „Skoðun“ Viðskiptaráðs gæti sómt sér vel sem skólabókardæmi í tölfræði um að varast beri að rekja þróun mála til viðburðar alls ótengdum, í þessu tilfelli um sambandið milli áminningarskyldunnar og þróunar fjölda opinberra starfsmanna. Það er mikil mannekla í mörgum greinum opinberrar þjónustu og má þar nefna í heilbrigðis- og umönnunarþjónustu af ýmsu tagi, löggæslunni og á leikskólum sveitarfélaga. Því er velt upp í fullri vinsemd hvort þeim tíma sem varið er í ritun snepla eins og Viðskiptaráðs væri ekki betur varið í umönnun sjúkra og barna á vegum hins opinbera. Næga vinnu er að fá þar fyrir þá sem nenna að vinna. Höfundur er hagfrægðingur BSRB.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun