„Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 22. maí 2025 22:18 Einar Jónsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson, þjálfari Fram, var gríðarlega stoltur af sínu liði í kvöld. Fram sigraði Val með einu marki í kvöld, 27-28, og sópaði Val þar með 3-0 í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. „Við erum búnir að spila núna með bikarkeppninni 12 til 13 úrslitaleiki í vetur og við erum búnir að tapa einum. Við erum bara drullu góðir og kórónum það hérna í kvöld,“ sagði Einar um gengi liðsins á tímabilinu. „Að sjálfsögðu sá maður þetta ekki fyrir. Valur er með frábært lið, frábært félag, með besta þjálfarann á Íslandi. Söknuður af honum úr deildinni. Við höfðum þetta allavegana í þremur leikjum. Það eitt og sér er stórkostlegur árangur líka.“ Einar Jónsson talaði um það opinberlega fyrir tímabilið að Fram ætlaði að verða Íslandsmeistari. Sú er raunin í dag og er liðið tvöfaldur meistari þetta tímabilið. Karlalið Fram hefur aldrei áður orðið tvöfaldur meistari. Einar lofaði því ekkert upp í ermina á sér og stóð við stóru orðin og gott betur. „Þetta er búið að vera löng vegferð ekki bara núna í eitt ár. Við ákváðum eftir tímabilið í fyrra að við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil. Þetta er auðvitað búið að taka lengri tíma. Þetta er fullt af kornungum strákum sem eru búnir að vera æfa eins og rottur í langan tíma og eru að uppskera núna. Bara geggjað að fá að vera þátttakandi í þessu. Umgjörðin, allt þetta fólk sem er að starfa í kringum liðið, sjálfboðaliðar og stjórn og allir þeir sem að þessu koma. Það fólk og leikmennirnir eiga stærstan þátt í þessu.“ Klukkan er gleði hjá Fram. „Við ætlum að taka hrikalega gott partý í kvöld og kannski eitthvað næstu daga.“ Einar er þó strax kominn með hugan við næsta tímabil. Hann er að missa tvo máttarstólpa úr liðinu, þá Tryggva Garðar Jónsson og Reynir Þór Stefánsson. Reynir Þór var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar að leik loknum í kvöld. Einar ætlar sér þó að viðhalda þeim standard sem Fram sýndi á þessu tímabili. „Auðvitað erum við að missa menn eins og Reyni og Tryggva. Þannig að við erum að missa alveg hrikalega stóra pósta. Við erum samt með hrikalega marga unga og efnilega leikmenn, en ef við ætlum hins vegar að reyna að halda þessum standard sem við sýndum í vetur þá þurfum við að styrkja okkur með minnsta kosti einum til tveimur alvöru leikmönnum. Þeir sem vilja eru velkomnir í Lamhagahöllina,“ sagði Einar að lokum. Olís-deild karla Fram Valur Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
„Við erum búnir að spila núna með bikarkeppninni 12 til 13 úrslitaleiki í vetur og við erum búnir að tapa einum. Við erum bara drullu góðir og kórónum það hérna í kvöld,“ sagði Einar um gengi liðsins á tímabilinu. „Að sjálfsögðu sá maður þetta ekki fyrir. Valur er með frábært lið, frábært félag, með besta þjálfarann á Íslandi. Söknuður af honum úr deildinni. Við höfðum þetta allavegana í þremur leikjum. Það eitt og sér er stórkostlegur árangur líka.“ Einar Jónsson talaði um það opinberlega fyrir tímabilið að Fram ætlaði að verða Íslandsmeistari. Sú er raunin í dag og er liðið tvöfaldur meistari þetta tímabilið. Karlalið Fram hefur aldrei áður orðið tvöfaldur meistari. Einar lofaði því ekkert upp í ermina á sér og stóð við stóru orðin og gott betur. „Þetta er búið að vera löng vegferð ekki bara núna í eitt ár. Við ákváðum eftir tímabilið í fyrra að við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil. Þetta er auðvitað búið að taka lengri tíma. Þetta er fullt af kornungum strákum sem eru búnir að vera æfa eins og rottur í langan tíma og eru að uppskera núna. Bara geggjað að fá að vera þátttakandi í þessu. Umgjörðin, allt þetta fólk sem er að starfa í kringum liðið, sjálfboðaliðar og stjórn og allir þeir sem að þessu koma. Það fólk og leikmennirnir eiga stærstan þátt í þessu.“ Klukkan er gleði hjá Fram. „Við ætlum að taka hrikalega gott partý í kvöld og kannski eitthvað næstu daga.“ Einar er þó strax kominn með hugan við næsta tímabil. Hann er að missa tvo máttarstólpa úr liðinu, þá Tryggva Garðar Jónsson og Reynir Þór Stefánsson. Reynir Þór var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar að leik loknum í kvöld. Einar ætlar sér þó að viðhalda þeim standard sem Fram sýndi á þessu tímabili. „Auðvitað erum við að missa menn eins og Reyni og Tryggva. Þannig að við erum að missa alveg hrikalega stóra pósta. Við erum samt með hrikalega marga unga og efnilega leikmenn, en ef við ætlum hins vegar að reyna að halda þessum standard sem við sýndum í vetur þá þurfum við að styrkja okkur með minnsta kosti einum til tveimur alvöru leikmönnum. Þeir sem vilja eru velkomnir í Lamhagahöllina,“ sagði Einar að lokum.
Olís-deild karla Fram Valur Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira