Erlent

Netanja­hú segir Star­mer, Macron og Car­n­ey draga taum Hamas

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Forsætisráðherra Ísrael er ekki ánægður með forsætisráðherra Kanada, Bretlands og Frakklands.
Forsætisráðherra Ísrael er ekki ánægður með forsætisráðherra Kanada, Bretlands og Frakklands. Vísir/EPA

Benjamin Netanjahú forsætisráðherra Ísraela sakaði í gærkvöldi þjóðarleiðtogana Keir Starmer í Bretlandi, Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Mark Carney í Kanada um að draga taum Hamas samtakanna.

Þremenningarnir sendu í vikunni frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem framganga Ísraela á Gasa svæðinu er harðlega gagnrýnd og stjórnvöld þar hvött til þess að láta af árásum og herkví sinni. 

Á sama tíma voru Hamas samtökin hvött til að sleppa öllum gíslum samstundis. Á samfélagsmiðlinum X segir Netanjahu að slíkar yfirlýsingar geri ekkert gott og blási Hamas liðum eldmóð í brjóst þannig að þeir haldi baráttu sinni áfram.


Tengdar fréttir

Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin

Sameinuðu þjóðirnar segja að dreifing hjálpargagna sé enn ekki hafin.  Ísraelar segja að tæplega hundrað flutningabílar hafi komið inn á svæðið síðustu tvo dagana og að þeir hafi innihaldið matvæli, barnamat, lyf og lækningatæki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×