Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Sindri Sverrisson skrifar 23. maí 2025 13:02 Sylvía Rún Hálfdánardóttir snýr aftur í slaginn í efstu deild en í þetta sinn með Ármanni. Ármann Landsliðskonan fyrrverandi Sylvía Rún Hálfdánardóttir hefur ákveðið að taka slaginn með nýliðum Ármanns í Bónus-deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. Gríðarleg ánægja ríkir í Laugardalnum með komu þessarar öflugu körfuboltakonu. Sylvía, sem er fyrrverandi leikmaður Hauka, Stjörnunnar, Þórs á Akureyri og Vals, hefur verið í hléi frá körfubolta síðustu ár, eftir að hafa verið í hópi efnilegustu og bestu körfuboltakvenna landsins. Hún á að baki fjóra A-landsleiki og var árið 2016 valin í úrvalslið Evrópumóts U18 í B-deild. Sylvía opnaði sig í viðtali við Vísi fyrr í þessum mánuði um glímu sína við þráhyggju- og árátturöskun (OCD) sem hún hefur glímt við frá unglingsaldri. Röskun sem mun alltaf fylgja henni en hún hefur náð góðum tökum á eftir afar krefjandi tíma. Sylvía varð bikarmeistari með Val árið 2019 en kemur nú inn í lið Ármanns sem vann 1. deildina í vor og spilar í efstu deild að nýju, eftir 65 ára bið félagsins. „Við erum gríðarlega ánægð með að fá Sylvíu í okkar raðir. Hún bætir bæði gæði og dýpt í hópinn og kemur með mikilvæga reynslu sem mun nýtast okkar liði vel í þeirri baráttu sem er framundan,“ segir Karl H. Guðlaugsson, þjálfari Ármanns, í fréttatilkynningu. Þjálfarinn Karl H. Guðlaugsson ánægður með sinn nýjasta leikmann, Sylvíu Rún Hálfdánardóttur, í Laugardalshöllinni.Ármann Var ótrúlega krefjandi ákvörðun en nauðsynleg Sjálf er Sylvía spennt að snúa aftur á parketið eftir þá erfiðu en nauðsynlegu ákvörðun á sínum tíma að draga sig út úr körfuboltanum: „Þrátt fyrir að ég hafi tekið mér pásu frá því að spila körfubolta að þá hef ég svo sannarlega ekki tekið mér pásu frá því að hreyfa mig og byggt mig upp bæði andlega og líkamlega. Þetta hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig að þroskast eftir 17 ár að spila körfubolta. Þrátt fyrir að það hafi verið ótrúlega krefjandi ákvörðun að hætta á sínum tíma þá var þetta nauðsynlegt og sætara að koma aftur nokkrum árum eldri, með meiri lífsreynslu á bakinu og tilbúin að gefa baráttu orku mína til Ármanns.“ „Ég er fyrst og fremst komin til þess að vera góður liðsfélagi en ég er svo sannarlega líka komin til þess að berjast! Ég þakka Ármanni að hafa trú á mér og er ég spennt að fá að spila með og á móti frábærum konum í körfubolta. Það verður mögnuð tilfinning að fá að klæðast búning númer „6“ aftur þar sem sú tala hefur verið happa talan mín síðan ég byrjaði sem lítil körfubolta stelpa,“ segir Sylvía. Ármann Bónus-deild kvenna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Sylvía, sem er fyrrverandi leikmaður Hauka, Stjörnunnar, Þórs á Akureyri og Vals, hefur verið í hléi frá körfubolta síðustu ár, eftir að hafa verið í hópi efnilegustu og bestu körfuboltakvenna landsins. Hún á að baki fjóra A-landsleiki og var árið 2016 valin í úrvalslið Evrópumóts U18 í B-deild. Sylvía opnaði sig í viðtali við Vísi fyrr í þessum mánuði um glímu sína við þráhyggju- og árátturöskun (OCD) sem hún hefur glímt við frá unglingsaldri. Röskun sem mun alltaf fylgja henni en hún hefur náð góðum tökum á eftir afar krefjandi tíma. Sylvía varð bikarmeistari með Val árið 2019 en kemur nú inn í lið Ármanns sem vann 1. deildina í vor og spilar í efstu deild að nýju, eftir 65 ára bið félagsins. „Við erum gríðarlega ánægð með að fá Sylvíu í okkar raðir. Hún bætir bæði gæði og dýpt í hópinn og kemur með mikilvæga reynslu sem mun nýtast okkar liði vel í þeirri baráttu sem er framundan,“ segir Karl H. Guðlaugsson, þjálfari Ármanns, í fréttatilkynningu. Þjálfarinn Karl H. Guðlaugsson ánægður með sinn nýjasta leikmann, Sylvíu Rún Hálfdánardóttur, í Laugardalshöllinni.Ármann Var ótrúlega krefjandi ákvörðun en nauðsynleg Sjálf er Sylvía spennt að snúa aftur á parketið eftir þá erfiðu en nauðsynlegu ákvörðun á sínum tíma að draga sig út úr körfuboltanum: „Þrátt fyrir að ég hafi tekið mér pásu frá því að spila körfubolta að þá hef ég svo sannarlega ekki tekið mér pásu frá því að hreyfa mig og byggt mig upp bæði andlega og líkamlega. Þetta hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig að þroskast eftir 17 ár að spila körfubolta. Þrátt fyrir að það hafi verið ótrúlega krefjandi ákvörðun að hætta á sínum tíma þá var þetta nauðsynlegt og sætara að koma aftur nokkrum árum eldri, með meiri lífsreynslu á bakinu og tilbúin að gefa baráttu orku mína til Ármanns.“ „Ég er fyrst og fremst komin til þess að vera góður liðsfélagi en ég er svo sannarlega líka komin til þess að berjast! Ég þakka Ármanni að hafa trú á mér og er ég spennt að fá að spila með og á móti frábærum konum í körfubolta. Það verður mögnuð tilfinning að fá að klæðast búning númer „6“ aftur þar sem sú tala hefur verið happa talan mín síðan ég byrjaði sem lítil körfubolta stelpa,“ segir Sylvía.
Ármann Bónus-deild kvenna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira