Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar 23. maí 2025 14:03 Fyrirsögnin vísar til fleygra orða Forrest Gump í samnefndri kvikmynd. Fólki með margþættan geðrænan vanda áskotnast því miður oft moli með óbragði. Langvarandi geðfötlun er vandi alls samfélagsins , ekki bara þeirra sem lifa með henni. Í þessum efnum hefur skort úrræði frá upphafi. Sú sem hér skrifar hefur unnið með alvarlega geðfötluðum. Það kemur fyrst við kaunin að upplifa það þá eigin skinni hversu illa heilbrigðiskerfið hefur brugðist þessum hópi. Fólk með alvarlega geðfötlun tilheyrir einangraðasta hópi samfélagsins og hefur setið eftir þegar kemur að sjálfsögðum mannréttindum. Kerfið hefur brugðist þessum einstaklingum varðandi þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. En af hverju hefur fólk með langvinna geðfötlun mætt úrræðaleysi til þessa? Er það vegna rangrar forgangsröðunar eða skeytingarleysis stjórnvalda? Tökum of algengt dæmi. Fullorðin einstaklingur glímir við geðklofa og geðhvörf. Þrátt fyrir lyfjameðferð með aðstoð ófaglærðs starfsfólks hefur sjúkdómurinn þróast til verri vegar. Hann er óvæginn, hleðst upp í brjósti og huga viðkomandi, rétt eins og tímasprengja. Einstaklingurinn býr mögulega í þjónustukjarna fyrir fatlaða eða á hjúkrunarheimili fjarri aðstandendum. Í alvarlegustu tilfellunum hjá óvörðum foreldrum eða jafnvel á götunni. Í öllum tilfellum ríkir mikil vansæld, ógn og skelfing, vegna ófyrirsjáanleika sjúkdómsins. Þarfnist geðfatlaður einstaklingur inngrips frá heilbrigðiskerfinu er lausnin bráðageðdeild. Þar er ástæða til innlagnar metin en hertari skilyrði sökum manneklu og húsnæðisskorts. Miklar líkur eru á að sjúklingurinn fái ekki innlögn og hann sé samdægurs sendur aftur í fyrri aðstæður . Oftar en ekki eru sterk róandi lyf þvinguð í viðkomandi áður en hann er sendur heim. Heima, hvar svo sem það er, bíður sama óvissan og ógnvekjandi ófyrirsjáanleikinn. Það eina sem hægt er að reikna með er að tímasprengjan heldur áfram að tifa. Kerfið brást þessum viðkvæmu þegnum fyrir löngu. Það var ekki að gerast fyrst núna, jafnvel þó ýjað hafi verið að því í þrálátri umfjöllun stjórnarandstöðunnar um lokun Janusar. Með þessum orðum er ekki gert lítið úr vanda þeirra sem nýttu sér þjónustu Janusar, alls ekki. Fólk sem býr við langvarandi geðfötlun hefur verið hornreka í samfélaginu um það er ekki deilt. Það á sama rétt og aðrir á varanlegu öruggu húsnæði og þeim lífsgæðum sem því fylgja. Um það er heldur ekki deilt en sá réttur hefur ekki verið nægilega virtur. Fólk sem glímir við illvíga geðsjúkdóma á rétt á þjónustu faglegs teymis sem hefur kunnáttu til að halda utan um og styðja eins og kostur er þegar sjúklingur fellur í hringiðu ranghugmynda og ofskynjana, sem annars gæti leitt til ógæfu, jafnvel manntjóns. Ríkisstjórn og stjórnarandstaða eiga að standa sameiginlega undir ábyrgð á því ófremdarástandi sem skapast hefur. Það þarf að finna varanlega lausn til handa þessum einum viðkvæmasta hópi þjóðfélagsins. . Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Íris Fanndal Flokkur fólksins Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin vísar til fleygra orða Forrest Gump í samnefndri kvikmynd. Fólki með margþættan geðrænan vanda áskotnast því miður oft moli með óbragði. Langvarandi geðfötlun er vandi alls samfélagsins , ekki bara þeirra sem lifa með henni. Í þessum efnum hefur skort úrræði frá upphafi. Sú sem hér skrifar hefur unnið með alvarlega geðfötluðum. Það kemur fyrst við kaunin að upplifa það þá eigin skinni hversu illa heilbrigðiskerfið hefur brugðist þessum hópi. Fólk með alvarlega geðfötlun tilheyrir einangraðasta hópi samfélagsins og hefur setið eftir þegar kemur að sjálfsögðum mannréttindum. Kerfið hefur brugðist þessum einstaklingum varðandi þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. En af hverju hefur fólk með langvinna geðfötlun mætt úrræðaleysi til þessa? Er það vegna rangrar forgangsröðunar eða skeytingarleysis stjórnvalda? Tökum of algengt dæmi. Fullorðin einstaklingur glímir við geðklofa og geðhvörf. Þrátt fyrir lyfjameðferð með aðstoð ófaglærðs starfsfólks hefur sjúkdómurinn þróast til verri vegar. Hann er óvæginn, hleðst upp í brjósti og huga viðkomandi, rétt eins og tímasprengja. Einstaklingurinn býr mögulega í þjónustukjarna fyrir fatlaða eða á hjúkrunarheimili fjarri aðstandendum. Í alvarlegustu tilfellunum hjá óvörðum foreldrum eða jafnvel á götunni. Í öllum tilfellum ríkir mikil vansæld, ógn og skelfing, vegna ófyrirsjáanleika sjúkdómsins. Þarfnist geðfatlaður einstaklingur inngrips frá heilbrigðiskerfinu er lausnin bráðageðdeild. Þar er ástæða til innlagnar metin en hertari skilyrði sökum manneklu og húsnæðisskorts. Miklar líkur eru á að sjúklingurinn fái ekki innlögn og hann sé samdægurs sendur aftur í fyrri aðstæður . Oftar en ekki eru sterk róandi lyf þvinguð í viðkomandi áður en hann er sendur heim. Heima, hvar svo sem það er, bíður sama óvissan og ógnvekjandi ófyrirsjáanleikinn. Það eina sem hægt er að reikna með er að tímasprengjan heldur áfram að tifa. Kerfið brást þessum viðkvæmu þegnum fyrir löngu. Það var ekki að gerast fyrst núna, jafnvel þó ýjað hafi verið að því í þrálátri umfjöllun stjórnarandstöðunnar um lokun Janusar. Með þessum orðum er ekki gert lítið úr vanda þeirra sem nýttu sér þjónustu Janusar, alls ekki. Fólk sem býr við langvarandi geðfötlun hefur verið hornreka í samfélaginu um það er ekki deilt. Það á sama rétt og aðrir á varanlegu öruggu húsnæði og þeim lífsgæðum sem því fylgja. Um það er heldur ekki deilt en sá réttur hefur ekki verið nægilega virtur. Fólk sem glímir við illvíga geðsjúkdóma á rétt á þjónustu faglegs teymis sem hefur kunnáttu til að halda utan um og styðja eins og kostur er þegar sjúklingur fellur í hringiðu ranghugmynda og ofskynjana, sem annars gæti leitt til ógæfu, jafnvel manntjóns. Ríkisstjórn og stjórnarandstaða eiga að standa sameiginlega undir ábyrgð á því ófremdarástandi sem skapast hefur. Það þarf að finna varanlega lausn til handa þessum einum viðkvæmasta hópi þjóðfélagsins. . Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun