Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. maí 2025 16:08 Stefán Ingi Sigurðarson lék með Blikum hér heima áður en hann hélt utan. Vísir/Hulda Margrét Stefán Ingi Sigurðarson, leikmaður Sandefjord í Noregi, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann fyrir brot sem átti sér stað í leik fyrir skemmstu. Forráðamenn félags hans skilja hvorki upp né niður í banninu. Stefán fékk að líta rautt spjald fyrir að brjóta á leikmanni Vikings frá Stafangri á dögunum og fékk að launum rautt spjald. Í skýrslu dómara leiksins um atvikið er Stefán sakaður um að hafa reynt að sparka til mótherjans og að hafa slegið hann í höfuðið. Atvikið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Sandefjord fyrer løs mot NFF etter at Sigurðarson får TRE (!) kampers karantene for utvisninga i Stavanger 16. mai. Helt absurd av idotene på Ullevaal.https://t.co/IMayZPY5s3 pic.twitter.com/psnIdFOMbv— Kjetil (@Kjetil_B) May 23, 2025 Aganefnd í Noregi gaf honum tveggja leikja bann fyrir brotið en Sandefjord áfrýjaði þeirri niðurstöðu. Sú áfrýjun bar ekki árangur og hafði í raun öfug áhrif þar sem bann Stefáns var lengt í þrjá leiki. Stefán Ingi hæfði höfuð andstæðings síns, en segist sjálfur einfaldlega hafa reynt að styðja sig við andstæðinginn er hann stóð upp. „Ég hef aldrei á mínum ferli, eða í lífi mínu, slegið neinn eða reynt að meiða hann. Hvorki innan né utan fótboltavallarins,“ er haft eftir Stefáni í yfirlýsingu Sandefjord. Í þeirri yfirlýsingu furða forráðamenn Sandefjord sig á niðurstöðu aganefndar norska sambandsins, Stefán eigi bannið ekki skilið og framkoma bæði norska knattspyrnusambandsins, sem og dómara leiksins, sé ávítaverð. Stefán mun hins vegar missa af næstu þremur leikjum Sandefjord en hann hefur skorað fimm mörk í fyrstu sjö umferðum deildarinnar. Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Stefán fékk að líta rautt spjald fyrir að brjóta á leikmanni Vikings frá Stafangri á dögunum og fékk að launum rautt spjald. Í skýrslu dómara leiksins um atvikið er Stefán sakaður um að hafa reynt að sparka til mótherjans og að hafa slegið hann í höfuðið. Atvikið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Sandefjord fyrer løs mot NFF etter at Sigurðarson får TRE (!) kampers karantene for utvisninga i Stavanger 16. mai. Helt absurd av idotene på Ullevaal.https://t.co/IMayZPY5s3 pic.twitter.com/psnIdFOMbv— Kjetil (@Kjetil_B) May 23, 2025 Aganefnd í Noregi gaf honum tveggja leikja bann fyrir brotið en Sandefjord áfrýjaði þeirri niðurstöðu. Sú áfrýjun bar ekki árangur og hafði í raun öfug áhrif þar sem bann Stefáns var lengt í þrjá leiki. Stefán Ingi hæfði höfuð andstæðings síns, en segist sjálfur einfaldlega hafa reynt að styðja sig við andstæðinginn er hann stóð upp. „Ég hef aldrei á mínum ferli, eða í lífi mínu, slegið neinn eða reynt að meiða hann. Hvorki innan né utan fótboltavallarins,“ er haft eftir Stefáni í yfirlýsingu Sandefjord. Í þeirri yfirlýsingu furða forráðamenn Sandefjord sig á niðurstöðu aganefndar norska sambandsins, Stefán eigi bannið ekki skilið og framkoma bæði norska knattspyrnusambandsins, sem og dómara leiksins, sé ávítaverð. Stefán mun hins vegar missa af næstu þremur leikjum Sandefjord en hann hefur skorað fimm mörk í fyrstu sjö umferðum deildarinnar.
Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira