„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 23. maí 2025 20:37 John Andrews, þjálfari Víkings. Vísir/Diego Valur og Víkingur skildu jöfn í dag 1-1 í 7. umferð Bestu deild kvenna. John Andrews þjálfari Víkinga var ánægður með hvernig liðið hans spilaði í dag. „Við erum hæstánægð í kvöld. Varðandi vítið í lokin, þá átti ég samtal við dómarann og þar ákváðum við að vera sammála um að vera ósammála. Sigurborg varði frábærlega og þetta var eins og við bjuggumst við. Þetta eru tvö lið sem hafa verið að ganga illa og bæði lið eru ábyggilega sátt með stigið. Við höldum bara áfram í næsta leik,“ sagði John. Þegar John var spurður hvort þetta hafi verið nokkuð verið sérlega vel spilandi fótboltaleikur, var hann hjartanlega ósammála því. „Ert þú galinn? Mér fannst þetta frábær fótboltaleikur,“ sagði John en hans skilningur á frábærum leik var greinilega annar en hjá fréttamanni. Hann útskýrði það nánar. „Sýnd þú mér bókina sem segir að maður verður að spila á ákveðinn hátt til að ná í úrslit. Þá sýni ég þér þjálfara í Bestu deildinni sem geta unnið það. Þetta var frábær auglýsing fyrir kvennabolta í dag, því það er ekki bara tækni. Heldur þarf maður að sýna íslenska hjartað, og ástríðu. Við höfum verið að kljást við svo mörg meiðsli, og að sýna svona leik, það er þannig sem við bætum félagið,“ sagði John og bætti við með bros á vör að hann meinti þetta ekki sem gagnrýni á fréttamann. Víkingar höfðu tapað fjórum leikjum í röð fyrir þennan leik og að stöðva þá hrinu getur hjálpað liðinu í næstu leikjum. „Þetta ætti að gefa okkur auka orku, þegar kemur að varnarleik okkar. Sjálfstraustið okkar er þegar hátt, við erum öll frekar jákvæð eins og sést. Það eru allir brosandi og hlæjandi. Þannig sjálfstraustið er ekki vandamálið heldur að fá á okkur kjánaleg mörk. Við hættum því í dag,“ sagði John að endingu. Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
„Við erum hæstánægð í kvöld. Varðandi vítið í lokin, þá átti ég samtal við dómarann og þar ákváðum við að vera sammála um að vera ósammála. Sigurborg varði frábærlega og þetta var eins og við bjuggumst við. Þetta eru tvö lið sem hafa verið að ganga illa og bæði lið eru ábyggilega sátt með stigið. Við höldum bara áfram í næsta leik,“ sagði John. Þegar John var spurður hvort þetta hafi verið nokkuð verið sérlega vel spilandi fótboltaleikur, var hann hjartanlega ósammála því. „Ert þú galinn? Mér fannst þetta frábær fótboltaleikur,“ sagði John en hans skilningur á frábærum leik var greinilega annar en hjá fréttamanni. Hann útskýrði það nánar. „Sýnd þú mér bókina sem segir að maður verður að spila á ákveðinn hátt til að ná í úrslit. Þá sýni ég þér þjálfara í Bestu deildinni sem geta unnið það. Þetta var frábær auglýsing fyrir kvennabolta í dag, því það er ekki bara tækni. Heldur þarf maður að sýna íslenska hjartað, og ástríðu. Við höfum verið að kljást við svo mörg meiðsli, og að sýna svona leik, það er þannig sem við bætum félagið,“ sagði John og bætti við með bros á vör að hann meinti þetta ekki sem gagnrýni á fréttamann. Víkingar höfðu tapað fjórum leikjum í röð fyrir þennan leik og að stöðva þá hrinu getur hjálpað liðinu í næstu leikjum. „Þetta ætti að gefa okkur auka orku, þegar kemur að varnarleik okkar. Sjálfstraustið okkar er þegar hátt, við erum öll frekar jákvæð eins og sést. Það eru allir brosandi og hlæjandi. Þannig sjálfstraustið er ekki vandamálið heldur að fá á okkur kjánaleg mörk. Við hættum því í dag,“ sagði John að endingu.
Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn