„Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. maí 2025 21:21 Hafdís Renötudóttir átti frábæran leik í marki Vals. Vísir/Anton Brink Hafdís Renötudóttir, markvörður Vals, var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður vallarins er Valur tók 2-0 forystu í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna gegn Haukum í kvöld. Hafdís varði 18 skot í marki Vals og endaði með 50 prósent hlutfallsvörslu. Á tímabili virtist hún vera búin að verja allt þor úr Haukaliðinu sem skaut ítrekað í stöng eða framhjá. Þrátt fyrir öruggan sigur Vals í kvöld leit ekki út fyrir að liðið myndi vinna stórt í hálfleik þegar liðið var marki undir. „Nei, alls ekki. Við vorum ekki alveg rétt stilltar í fyrri hálfleik og við ákváðum bara að mæta brjálaðar í seinni,“ sagði Hafdís í leikslok. „Við gerðum það almennilega og ef við gerum það þá náum við stundum mjög góðu forskoti.“ Hafdís varði vel í fyrri hálfleik, en Valsliðinu tókst ekki að nýta sér það og búa til forskot. Það hafðist hins vegar í seinni hálfleik þegar Hafdís skellti gjörsamlega í lás. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ grínaðist Hafdís þegar hún var spurð um sína eigin frammistöðu. „Þegar manni líður vel þá spilar maður vel. Stelpurnar okkar eru alveg sturlaðar. Þær skjóta stórkostlega á markið og eru ótrúlega góðar í vörn. Ég er bara hluti af frábæru liði og fyrir það er ég mjög þakklát.“ Hafdís á sigurinn vissulega ekki ein og eins og hún segir spilar samspil varnar og markvarðar stórt hlutverk. „Ef leikmenn geta beint skotum þá er það alltaf auðveldara. Ef það gengur ekki þá þarftu að...“ sagði Hafdís áður en hún stoppaði sjálfa sig. „Heyrðu, nei. Ég ætla ekki að svara þessari spurningu. Ég ætla ekki að gefa Haukum neitt,“ bætti Hafdís við. Valskonur leiða einvígið nú 2-0 og geta því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á heimavelli næstkomandi mánudag. „Við ætlum bara að undirbúa okkur enn þá betur yfir helgina og gíra okkur í gang. Við þurfum að hugsa vel um líkamann og hausinn. Við ætlum að gera þetta af algjörri fagmennsku og mæta brjálaðar því við viljum auðvitað klára þetta á mánudaginn. Það væri draumur,“ sagði Hafdís að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Sjá meira
Hafdís varði 18 skot í marki Vals og endaði með 50 prósent hlutfallsvörslu. Á tímabili virtist hún vera búin að verja allt þor úr Haukaliðinu sem skaut ítrekað í stöng eða framhjá. Þrátt fyrir öruggan sigur Vals í kvöld leit ekki út fyrir að liðið myndi vinna stórt í hálfleik þegar liðið var marki undir. „Nei, alls ekki. Við vorum ekki alveg rétt stilltar í fyrri hálfleik og við ákváðum bara að mæta brjálaðar í seinni,“ sagði Hafdís í leikslok. „Við gerðum það almennilega og ef við gerum það þá náum við stundum mjög góðu forskoti.“ Hafdís varði vel í fyrri hálfleik, en Valsliðinu tókst ekki að nýta sér það og búa til forskot. Það hafðist hins vegar í seinni hálfleik þegar Hafdís skellti gjörsamlega í lás. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ grínaðist Hafdís þegar hún var spurð um sína eigin frammistöðu. „Þegar manni líður vel þá spilar maður vel. Stelpurnar okkar eru alveg sturlaðar. Þær skjóta stórkostlega á markið og eru ótrúlega góðar í vörn. Ég er bara hluti af frábæru liði og fyrir það er ég mjög þakklát.“ Hafdís á sigurinn vissulega ekki ein og eins og hún segir spilar samspil varnar og markvarðar stórt hlutverk. „Ef leikmenn geta beint skotum þá er það alltaf auðveldara. Ef það gengur ekki þá þarftu að...“ sagði Hafdís áður en hún stoppaði sjálfa sig. „Heyrðu, nei. Ég ætla ekki að svara þessari spurningu. Ég ætla ekki að gefa Haukum neitt,“ bætti Hafdís við. Valskonur leiða einvígið nú 2-0 og geta því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á heimavelli næstkomandi mánudag. „Við ætlum bara að undirbúa okkur enn þá betur yfir helgina og gíra okkur í gang. Við þurfum að hugsa vel um líkamann og hausinn. Við ætlum að gera þetta af algjörri fagmennsku og mæta brjálaðar því við viljum auðvitað klára þetta á mánudaginn. Það væri draumur,“ sagði Hafdís að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Sjá meira