„Þú hakkar ekki á tóman maga“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. maí 2025 21:02 Hér er verið að hakka á fullu og að sjálfsögðu er narslið ekki langt undan. vísir/Lýður Eini kvenkyns þátttakandi Gagnaglímunnar biðlar til ungra kvenna að leggja fyrir sig að hakka í auknum mæli. Iðjan sé einkar skemmtileg og mikilvæg að hennar mati. Í hljóðlátri stofu í HR í dag unnu tólf bestu hakkarar landsins hörðum höndum í netöryggiskeppni sem ber nafnið Gagnaglíman. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk í hakki og er hún styrkt af netöryggisfyrirtækinu Syndis. Vonir eru bundnar við að efla netöryggisvarnir Íslands. „Þetta er byggt á evrópuverkefni sem er stutt af netöryggisstofnun Evrópu. Það er í raun keppt í því að þátttakendur eru að reyna brjótast inn í alls konar þjónustur og slíkt og æfa þessar aðferðir hakkaranna til að verjast þeim,“ segir Hjalti Magnússon, formaður Gagnaglímufélags Íslands. „Það verður alltaf að vera nóg af gosi“ Í stofunni tekur á móti manni ilmur frá pítsum og annars konar narsli. Hjalti segir það hornstein í góðu hakki. „Þú hakkar ekki á tóman maga, það verður alltaf að vera nóg af gosi og mönchi.“ Mikilvægt sé að virkja ungt fólk á tímum þar sem netöryggi verður sífellt mikilvægara. Er jafnvel skortur á hökkurum á Íslandi? „Það er gríðarlegur skortur og við myndum vilja hafa þennan viðburð miklu stærri en við höldum áfram að gera okkar allra besta og halda áfram að lokka til okkar ungt og efnilegt fólk.“ Vill fá fleiri konur í hakkið Að lokinni keppni verður valið tíu manna lið til að taka þátt fyrir hönd Íslands í netöryggiskeppni Evrópu sem er haldin í höfuðborg Póllands í október. Ein af þeim sem bindir vonir sínar við að komast út er Vigdís Helga. „Ég hef bara tekið þátt í einni keppni og það var með hóp. Svo það gekk aðeins betur því þá voru fimm saman. Einmitt núna er ég að reyna finna út úr því hvernig ég á að skoða ákveðna skrá sem ég man bara ekki alveg hvernig ég á að gera, til að komast að því hvað flaggið er sem er í rauninni bara svona setning.“ Vigdís Helga Eyjólfsdóttir hakkari.vísir/lýður Vigdís hefur nýlega lagt fyrir sig hakkið og starfar nú við tölvuöryggi. Og er þetta skemmtilegt? „Mér finnst það allavega. Ég væri bara til í að það væru fleiri konur í þessu.“ Ert þú eina konan hérna í dag? „Já, ég er eina konan en ég vissi ekki að ég væri að fara vera eina konan. Markmiðið mitt er allavega að fá fleiri konur í þetta og sérstaklega ungar stelpur.“ ,,Markmið Gagnaglímunnar er að hvetja ungt fólk til að kynna sér netöryggi og auka áhuga þess á því að starfa á þeim vettvangi. Það er öllum ljóst að mikilvægi netöryggis í nútímasamfélagi er gríðarlegt. Tugprósenta vöxtur varð í tilraunum til netárása á síðasta ári og þróunin er sú að þeim fjölgar enn. Íslensk fyrirtæki og stofnanir hafa ekki farið varhluta af því. Það er því sífellt verið að leita leiða til að efla varnirnar og leita eftir hæfileikaríku fólki til að takast á við þær áskoranir sem fylgja netöryggismálum," er haft eftir Antoni Má Egilssyni, forstjóri Syndis, í fréttatilkynningu um viðburðinn. Syndis er ásamt Aftra styrktaraðili keppninnar. Gagnaglíman er haldin af frumkvæði Innviðaráðuneytisins en þetta er í sjötta sinn sem keppnin fer fram. Tölvuárásir Netöryggi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Í hljóðlátri stofu í HR í dag unnu tólf bestu hakkarar landsins hörðum höndum í netöryggiskeppni sem ber nafnið Gagnaglíman. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk í hakki og er hún styrkt af netöryggisfyrirtækinu Syndis. Vonir eru bundnar við að efla netöryggisvarnir Íslands. „Þetta er byggt á evrópuverkefni sem er stutt af netöryggisstofnun Evrópu. Það er í raun keppt í því að þátttakendur eru að reyna brjótast inn í alls konar þjónustur og slíkt og æfa þessar aðferðir hakkaranna til að verjast þeim,“ segir Hjalti Magnússon, formaður Gagnaglímufélags Íslands. „Það verður alltaf að vera nóg af gosi“ Í stofunni tekur á móti manni ilmur frá pítsum og annars konar narsli. Hjalti segir það hornstein í góðu hakki. „Þú hakkar ekki á tóman maga, það verður alltaf að vera nóg af gosi og mönchi.“ Mikilvægt sé að virkja ungt fólk á tímum þar sem netöryggi verður sífellt mikilvægara. Er jafnvel skortur á hökkurum á Íslandi? „Það er gríðarlegur skortur og við myndum vilja hafa þennan viðburð miklu stærri en við höldum áfram að gera okkar allra besta og halda áfram að lokka til okkar ungt og efnilegt fólk.“ Vill fá fleiri konur í hakkið Að lokinni keppni verður valið tíu manna lið til að taka þátt fyrir hönd Íslands í netöryggiskeppni Evrópu sem er haldin í höfuðborg Póllands í október. Ein af þeim sem bindir vonir sínar við að komast út er Vigdís Helga. „Ég hef bara tekið þátt í einni keppni og það var með hóp. Svo það gekk aðeins betur því þá voru fimm saman. Einmitt núna er ég að reyna finna út úr því hvernig ég á að skoða ákveðna skrá sem ég man bara ekki alveg hvernig ég á að gera, til að komast að því hvað flaggið er sem er í rauninni bara svona setning.“ Vigdís Helga Eyjólfsdóttir hakkari.vísir/lýður Vigdís hefur nýlega lagt fyrir sig hakkið og starfar nú við tölvuöryggi. Og er þetta skemmtilegt? „Mér finnst það allavega. Ég væri bara til í að það væru fleiri konur í þessu.“ Ert þú eina konan hérna í dag? „Já, ég er eina konan en ég vissi ekki að ég væri að fara vera eina konan. Markmiðið mitt er allavega að fá fleiri konur í þetta og sérstaklega ungar stelpur.“ ,,Markmið Gagnaglímunnar er að hvetja ungt fólk til að kynna sér netöryggi og auka áhuga þess á því að starfa á þeim vettvangi. Það er öllum ljóst að mikilvægi netöryggis í nútímasamfélagi er gríðarlegt. Tugprósenta vöxtur varð í tilraunum til netárása á síðasta ári og þróunin er sú að þeim fjölgar enn. Íslensk fyrirtæki og stofnanir hafa ekki farið varhluta af því. Það er því sífellt verið að leita leiða til að efla varnirnar og leita eftir hæfileikaríku fólki til að takast á við þær áskoranir sem fylgja netöryggismálum," er haft eftir Antoni Má Egilssyni, forstjóri Syndis, í fréttatilkynningu um viðburðinn. Syndis er ásamt Aftra styrktaraðili keppninnar. Gagnaglíman er haldin af frumkvæði Innviðaráðuneytisins en þetta er í sjötta sinn sem keppnin fer fram.
Tölvuárásir Netöryggi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira