40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. maí 2025 20:04 Göngugarparnir á Sólheimum, Kristján Atli og Reynir Pétur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjörutíu ár eru í dag, 25. maí frá því að Reynir Pétur Steinunnarson á Sólheimum í Grímsnesi hóf Íslandsgöngu sína þá 36 ára gamall en hann gekk hringinn í kringum landið til að safna fyrir íþróttahúsi á Sólheimum . Félagi hans á Sólheimum, Kristján Atli Sævarsson ætlar að ganga Vestfirðina í sumar og safna fyrir nýjum brennsluofni á Sólheimum. Reynir Pétur, sem verður 76 ára í haust er alltaf svo ánægður á Sólheimum. Hann gengur ekki eins mikið og hann gerði en fer um allt hjólandi eða á skutlunni sinni. Honum finnst ótrúlegt að það séu komin 40 ár frá Íslandsgöngunni. „Það liggur við að segja að þetta getur ekki verið en það er víst sannleikurinn. Ég er mjög stoltur af göngunni, þú getur rétt ímyndað þér“, segir Reynir Pétur hlæjandi og bætir við. „Það eru ekki margir 36 ára gamlir, sem fara í dag í kringum landið gangandi, hvað eru þeir margir, engin í dag. Gangan gaf mér svo mikið feitan bita. Ég held að þetta sé ein af bestu gjöfunum. Ég verð bara sveim mér þá að segja það á minni lífsbraut. Kristján Atli vinur Reynis Péturs á Sólheimum ætlar að ganga Vestfirðina í sumar og safna fyrir nýjum brennsluofni fyrir leirgerðina „Þetta eru rúmlega 625 kílómetrar og ég ætla að taka þá á svona tveimur vikum. Ég er búin að æfa mig mjög vel því ég geng svona 10 til 20 kílómetra á dag,“ segir Kristján Atli. Vestfjarðagangan 2025 er gangan, sem Kristján Atli gengur í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mamma Kristjáns, Anna Gísladóttir, ætlar að fylgja honum alla leið og sjá til þess að hann nærist og hvílist vel í göngunni en það eru gististaðir og fyrirtæki að styrkja Kristján með gistingu. „Þetta er svolítið langt en hann er búin að æfa sig mikið, tvö ár búin að vera að æfa sig,“ segir Anna. Heldur þú að hann nái ekki að safna léttilega fyrir þessum ofni? „Jú, ég ætla að vona að honum takist það.“ Anna þeim þeim Reynir Pétri og Kristjáni Atla syni sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristján Atli leggur af stað í Vestfjarðagönguna sína frá Hólmavík 19. júní, sem er alls um 620 kílómetrar og ætlar sér að ganga 40 til 50 kílómetra á dag. Hann mun ljúka göngunni 2. júlí ef allt gengur upp. Kristján Atli ætlar með göngunni sinni að safna fyrir nýjum leirkerabrennsluofni á Sólheimum en núverandi ofan er allt of lítill. Hann gerir mikið af fallegum leirmunum og segir bráðnauðsynlegt að fá stærri ofn á staðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Kristjáns Atla Kristján er líka á Instagram Grímsnes- og Grafningshreppur Málefni fatlaðs fólks Ástin og lífið Tímamót Sólheimar í Grímsnesi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Reynir Pétur, sem verður 76 ára í haust er alltaf svo ánægður á Sólheimum. Hann gengur ekki eins mikið og hann gerði en fer um allt hjólandi eða á skutlunni sinni. Honum finnst ótrúlegt að það séu komin 40 ár frá Íslandsgöngunni. „Það liggur við að segja að þetta getur ekki verið en það er víst sannleikurinn. Ég er mjög stoltur af göngunni, þú getur rétt ímyndað þér“, segir Reynir Pétur hlæjandi og bætir við. „Það eru ekki margir 36 ára gamlir, sem fara í dag í kringum landið gangandi, hvað eru þeir margir, engin í dag. Gangan gaf mér svo mikið feitan bita. Ég held að þetta sé ein af bestu gjöfunum. Ég verð bara sveim mér þá að segja það á minni lífsbraut. Kristján Atli vinur Reynis Péturs á Sólheimum ætlar að ganga Vestfirðina í sumar og safna fyrir nýjum brennsluofni fyrir leirgerðina „Þetta eru rúmlega 625 kílómetrar og ég ætla að taka þá á svona tveimur vikum. Ég er búin að æfa mig mjög vel því ég geng svona 10 til 20 kílómetra á dag,“ segir Kristján Atli. Vestfjarðagangan 2025 er gangan, sem Kristján Atli gengur í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mamma Kristjáns, Anna Gísladóttir, ætlar að fylgja honum alla leið og sjá til þess að hann nærist og hvílist vel í göngunni en það eru gististaðir og fyrirtæki að styrkja Kristján með gistingu. „Þetta er svolítið langt en hann er búin að æfa sig mikið, tvö ár búin að vera að æfa sig,“ segir Anna. Heldur þú að hann nái ekki að safna léttilega fyrir þessum ofni? „Jú, ég ætla að vona að honum takist það.“ Anna þeim þeim Reynir Pétri og Kristjáni Atla syni sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristján Atli leggur af stað í Vestfjarðagönguna sína frá Hólmavík 19. júní, sem er alls um 620 kílómetrar og ætlar sér að ganga 40 til 50 kílómetra á dag. Hann mun ljúka göngunni 2. júlí ef allt gengur upp. Kristján Atli ætlar með göngunni sinni að safna fyrir nýjum leirkerabrennsluofni á Sólheimum en núverandi ofan er allt of lítill. Hann gerir mikið af fallegum leirmunum og segir bráðnauðsynlegt að fá stærri ofn á staðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Kristjáns Atla Kristján er líka á Instagram
Grímsnes- og Grafningshreppur Málefni fatlaðs fólks Ástin og lífið Tímamót Sólheimar í Grímsnesi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira