Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. maí 2025 18:55 Ísraelsher freistir þess að binda enda á stjórn Hamasliða á Gasasvæðinu á meðan hungur vofir yfir milljónum. AP/Jehad Alshrafi Ísraelski herinn hyggst ná valdi yfir þremur fjórðu af Gasasvæðinu á næstu tveimur mánuðum í nýrri sókn sem hefst bráðum. Um er að ræða stefnubreytingu samkvæmt ísraelskum miðlum. Milljónum Palestínumanna, sem dvelja nú í rústum og tjaldbúðum við sult og vosbúð, verður smalað á þrjú afmörkuð svæði. Svokallað „öryggissvæði“ á sunnanverðri Gasaströndinni, landbút í Deir al-Balah og Nuseirat og miðborg Gasaborgar. Restin af Gasaströndinni verði hernumin og verði undir stjórn ísraelska hersins. Áherslubreyting hjá Ísraelsher Þann átjánda mars síðastliðinn hófu Ísraelsmenn sókn á Gasasvæðinu með óvæntum loftárásum sem bundu snöggan enda á tveggja mánaða vopnahlé sem var þá í gildi. Síðan þá hafa tugir þúsunda hermanna hrannast upp við víglínuna og undirbúið sig fyrir lokasóknina sem á að gera ending á stjórn Hamasliða á svæðinu, verði þeir ekki að kröfum þeirra um lausn allra gísla í þeirra haldi. Samkvæmt skjölum sem blaðamenn Times of Israel hafa undir höndum mun Ísraelsher, að Hamasliðum sigruðum, rífa flestar byggingar og halda mestöllu Gasasvæðinu í ótímabundinni herkví. Í dag er um 40 prósent af Gasasvæðinu undir stjórn Ísraelshers. Samkvæmt umfjöllun miðilsins er um stefnubreytingu að ræða hjá heryfirvöldum í Ísrael. Í stað þess að drepa eins marga Hamasliða í árásum úr lofti og á landi verður lögð áhersla á að taka yfir landsvæði sem lýtur þeirra stjórn og eyðileggja innviði þeirra. Gasabúar svelta Stór hluti þeirra tveggja milljóna sem búa á gasa hefur að undanförnu þurft að treysta á mannúðaraðstoð. Ísraelsk stjórnvöld sem halda Gasa í herkví eru nú undir auknum alþjóðlegum þrýstingi að greiða götu þeirra sem geti farið með vistir og hjálpargögn inn á svæðið. Stjórnvöld í Bandaríkjunum sem eru helsti bandamaður Ísraela hafa til að mynda kallað eftir slíkum aðgerðum. Í fyrradag hleyptu Ísraelar fleiri en hundrað sendiferðabílum inn á svæðið en talsmenn SÞ segja að minsnt 600 bílar þurfa að fara inn á svæðið á degi hverjum svo hægt sé að mæta ástandinu. Auk þess sem upplausnarástandð á Gasa hafi orðið til þess að erfitt sé að dreifa hjálpargögnum sem rati í auknum mæli ekki á áfangastað. En ísraelsk hernaðaryfirvöld segja Hamasliða hafa nýtt sér flæði hjálpargagna inn á svæðið til að halda völdum. Flest gögnin endi í höndum Hamasliða sem annað hvort nýti það sjálfir eða selji þau til þjáðra þegna sinna til að geta greitt hermönnum laun eða sannfært unga Gasabúa um að ganga til liðs við sig. Samkvæmt Times of Israel hefur Hamasliðum gengið illa að greiða laun undanfarna mánuði meðal annars vegna þess að litlar sem engar vistir hafa fengið að fara inn á svæðið. Heilbrigðisyfirvöld Hamasliða á Gasasvæðinu segja að rúmlega 53 þúsund manns hafi látið lífið í árásum Ísraela frá upphafi þessarar lotu átakanna. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Sjá meira
Milljónum Palestínumanna, sem dvelja nú í rústum og tjaldbúðum við sult og vosbúð, verður smalað á þrjú afmörkuð svæði. Svokallað „öryggissvæði“ á sunnanverðri Gasaströndinni, landbút í Deir al-Balah og Nuseirat og miðborg Gasaborgar. Restin af Gasaströndinni verði hernumin og verði undir stjórn ísraelska hersins. Áherslubreyting hjá Ísraelsher Þann átjánda mars síðastliðinn hófu Ísraelsmenn sókn á Gasasvæðinu með óvæntum loftárásum sem bundu snöggan enda á tveggja mánaða vopnahlé sem var þá í gildi. Síðan þá hafa tugir þúsunda hermanna hrannast upp við víglínuna og undirbúið sig fyrir lokasóknina sem á að gera ending á stjórn Hamasliða á svæðinu, verði þeir ekki að kröfum þeirra um lausn allra gísla í þeirra haldi. Samkvæmt skjölum sem blaðamenn Times of Israel hafa undir höndum mun Ísraelsher, að Hamasliðum sigruðum, rífa flestar byggingar og halda mestöllu Gasasvæðinu í ótímabundinni herkví. Í dag er um 40 prósent af Gasasvæðinu undir stjórn Ísraelshers. Samkvæmt umfjöllun miðilsins er um stefnubreytingu að ræða hjá heryfirvöldum í Ísrael. Í stað þess að drepa eins marga Hamasliða í árásum úr lofti og á landi verður lögð áhersla á að taka yfir landsvæði sem lýtur þeirra stjórn og eyðileggja innviði þeirra. Gasabúar svelta Stór hluti þeirra tveggja milljóna sem búa á gasa hefur að undanförnu þurft að treysta á mannúðaraðstoð. Ísraelsk stjórnvöld sem halda Gasa í herkví eru nú undir auknum alþjóðlegum þrýstingi að greiða götu þeirra sem geti farið með vistir og hjálpargögn inn á svæðið. Stjórnvöld í Bandaríkjunum sem eru helsti bandamaður Ísraela hafa til að mynda kallað eftir slíkum aðgerðum. Í fyrradag hleyptu Ísraelar fleiri en hundrað sendiferðabílum inn á svæðið en talsmenn SÞ segja að minsnt 600 bílar þurfa að fara inn á svæðið á degi hverjum svo hægt sé að mæta ástandinu. Auk þess sem upplausnarástandð á Gasa hafi orðið til þess að erfitt sé að dreifa hjálpargögnum sem rati í auknum mæli ekki á áfangastað. En ísraelsk hernaðaryfirvöld segja Hamasliða hafa nýtt sér flæði hjálpargagna inn á svæðið til að halda völdum. Flest gögnin endi í höndum Hamasliða sem annað hvort nýti það sjálfir eða selji þau til þjáðra þegna sinna til að geta greitt hermönnum laun eða sannfært unga Gasabúa um að ganga til liðs við sig. Samkvæmt Times of Israel hefur Hamasliðum gengið illa að greiða laun undanfarna mánuði meðal annars vegna þess að litlar sem engar vistir hafa fengið að fara inn á svæðið. Heilbrigðisyfirvöld Hamasliða á Gasasvæðinu segja að rúmlega 53 þúsund manns hafi látið lífið í árásum Ísraela frá upphafi þessarar lotu átakanna.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna