Handbolti

Aron Pálmars­son leggur skóna á hilluna í sumar

Siggeir Ævarsson skrifar
Aron Pálmarsson lék 148 landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim 576 mörk (ef eitthvað er að marka tölfræðina á ensku Wikipedia-síðunni um hann)
Aron Pálmarsson lék 148 landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim 576 mörk (ef eitthvað er að marka tölfræðina á ensku Wikipedia-síðunni um hann) Vísir/Vilhelm

Aron Pálmarsson sem um árabil hefur verið einn besti handknattleiksmaður Íslands hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna 34 ára að aldri. Hann greinir sjálfur frá þessari ákvörðun á samfélagsmiðlum.

Aron, sem er uppalinn FH-ingur fór í atvinnumennsku 19 ára gamall þegar hann gekk til liðs við Kiel í þýska handboltanum, en þar varð hann Þýskalandsmeistari fimm sinnum, bikarmeistari tvisvar og vann Meistaradeildina tvisvar með liðinu.

Hann lék síðar með Barcelona á 2017-2021 þar sem hann var í stóru hlutverki meðan liðið rakaði inn titlum en listinn yfir þá titla er nánast of langur til að telja upp.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson mætti heim í Kaplakrika til að vinna titla og það gengur vel.vísir/Diego

Aron snéri heim úr atvinnumennsku 2023 og sótti Íslandsmeistaratitilinn með sínu uppeldisfélagi en snéri svo aftur í herbúðir Veszprém í Ungverjalandi fyrir tímabilið í ár og mun mögulega hjálpa liðinu að sigla titlinum heim en liðið endaði efst í deildinni og framundan eru úrslitaleikir um ungverska titilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×