Kaldvík fær stjórnvaldssekt vegna brota á lögum um dýravelferð Jakob Bjarnar skrifar 26. maí 2025 13:28 Kjartan Lindbøl, sem er COO hjá Kaldvík og félagar hans hjá fyrirtækinu hafa verið dæmd til að greiða stjórnvaldssekt vegna brota á lögum um dýravelferð. mast/kaldvík Lögð hefur verið stjórnvaldssekt á Kaldvík að upphæð 500.000 króna vegna brota á lögum um dýravelferð. MAST segir að fyrirtækið hafi vanrækt að fjarlægja sjúka eða slasaða fiska úr eldiskvíum og aflífa þá eins og skylt er. Vísir greindi frá þessu máli á sínum tíma, sem varðaði stórfelldan laxadauða sem var í nóvember, desember og janúar í sjókvíum í Berufirði. En þar er fiskeldisfyrirtækið Kaldvík með aðstöðu. Fyrirtækið þurfti að farga tugþúsundum eldislaxa sem voru ýmist dauðir vegna vetrarsára eða áttu sér enga lífsvon vegna þess hversu illa leiknir þeir voru. Hjá Kaldvík drápust í nóvember 470 þúsund fiskar, í desember 758 þúsund og í janúar 381 þúsund fiskar. Var það vegna þess að hitastig sjávar lækkaði snarpt en undirliggjandi bakteríur geri fiskinn veikan fyrir. „Þegar eftirlitsmenn voru á staðnum var engin alvöru tilraun gerð til að fjarlægja sveimara. Einungis 3 – 4 sveimarar voru teknir úr hverri kví, en að jafnaði voru 1.000 – 3.000 illa farnir sveimarar í hverri kví. Ástandið var sérstaklega slæmt í kvíum 2 og 4,“ sagði Karl Steinar Óskarsson deildarstjóri fiskeldisstöðvar í samtali við Vísi. Hann tók saman skýrslu um málið ásamt Wija Ariany sérgreinadýralæknir fisksjúkdóma. Einnig var rætt við Kaldvík vegna málsins og sagði Kjartan Lindbøl, sem er COO hjá Kaldvík eða yfir öllum aðgerðum hjá Kaldvík, segir að þó sum atriði í skýrslu MAST hafi komið flatt uppá þau hljóti þau engu að síður að vera sammála um meginatriðin. „Staðan í Svarthamarsvík hefur verið krefjandi í nokkurn tíma núna vegna erfiðra umhverfisáhrifa. Hins vegar teljum við okkur hafa tekist á við vandann af ábyrgð með góðri aðstoð bæði innan sem utan fyrirtækisins,“ sagði Kjartan meðal annars í samtali við Vísi. Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Múlaþing Umhverfismál Fiskeldi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
MAST segir að fyrirtækið hafi vanrækt að fjarlægja sjúka eða slasaða fiska úr eldiskvíum og aflífa þá eins og skylt er. Vísir greindi frá þessu máli á sínum tíma, sem varðaði stórfelldan laxadauða sem var í nóvember, desember og janúar í sjókvíum í Berufirði. En þar er fiskeldisfyrirtækið Kaldvík með aðstöðu. Fyrirtækið þurfti að farga tugþúsundum eldislaxa sem voru ýmist dauðir vegna vetrarsára eða áttu sér enga lífsvon vegna þess hversu illa leiknir þeir voru. Hjá Kaldvík drápust í nóvember 470 þúsund fiskar, í desember 758 þúsund og í janúar 381 þúsund fiskar. Var það vegna þess að hitastig sjávar lækkaði snarpt en undirliggjandi bakteríur geri fiskinn veikan fyrir. „Þegar eftirlitsmenn voru á staðnum var engin alvöru tilraun gerð til að fjarlægja sveimara. Einungis 3 – 4 sveimarar voru teknir úr hverri kví, en að jafnaði voru 1.000 – 3.000 illa farnir sveimarar í hverri kví. Ástandið var sérstaklega slæmt í kvíum 2 og 4,“ sagði Karl Steinar Óskarsson deildarstjóri fiskeldisstöðvar í samtali við Vísi. Hann tók saman skýrslu um málið ásamt Wija Ariany sérgreinadýralæknir fisksjúkdóma. Einnig var rætt við Kaldvík vegna málsins og sagði Kjartan Lindbøl, sem er COO hjá Kaldvík eða yfir öllum aðgerðum hjá Kaldvík, segir að þó sum atriði í skýrslu MAST hafi komið flatt uppá þau hljóti þau engu að síður að vera sammála um meginatriðin. „Staðan í Svarthamarsvík hefur verið krefjandi í nokkurn tíma núna vegna erfiðra umhverfisáhrifa. Hins vegar teljum við okkur hafa tekist á við vandann af ábyrgð með góðri aðstoð bæði innan sem utan fyrirtækisins,“ sagði Kjartan meðal annars í samtali við Vísi.
Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Múlaþing Umhverfismál Fiskeldi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels