Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 29. maí 2025 07:02 Sjómenn Íslands fyrr og nú eiga heiður skilinn fyrir framlag sitt til íslensks samfélags. Það þarf sterk bein til að sækja sjó því það er ekki alltaf logn og blíða og veður geta oft verið válynd og æðruleysi og dugnaður hefur einkennt íslenska sjómannastétt. Gífurleg framþróun hefur verið á undanförnum áratugum í fullkomnari skipakosti bæði stórum sem smáum og hefur það bætt allt vinnuumhverfi og öryggi til sjós. Öryggi sjómanna Öryggismál sjómanna hafa tekið miklum framförum með tilkomu Slysavarnarskóla sjómanna árið 1985 og síðan hefur slysum og dauðsföllum fækkað mjög mikið til sjós og enginn getur í dag stundað sjómennsku nema hafa farið á námskeið hjá skólanum sem er vel. Sjóslys og skipsskaðar voru miklir við strendur landsins öldum saman og langt fram á síðustu öld og dánartíðni sjómanna mikil og sjómannsfjölskyldur misstu ástvini sína bæði feður og syni og fyrirvinnu sem setti stór skörð í samfélögin og tók sinn toll sem ekki var bætt en lífið hélt áfram. Þrautsegja á raunastund! Sem betur fer gafst fólk ekki upp og það er þessi þrautsegja sem einkennt hefur sjómenn, sjómannskonur,sjómannsfjölskyldur og sjávarbyggðir landsins að halda áfram með því að treysta vinnuumhverfið og öryggismál sjómanna sem tekist hefur vel þó alltaf sé hægt að gera enn betur. Við sem höfum alist upp í sjávarbyggðum og búum þar gleðjumst með sjómönnum og fjölskyldum þeirra á sjómannadaginn og höfum haldið upp á sjómannadaginn hér heima á Suðureyri eins lengi og ég man eftir eins og víða um land sem haldið er líka upp á daginn með glæsibrag og vonandi verður það um ókomna tíð.. Fjölbreytt útgerðarform Sjómannsstörf hafa breyst eins og öll önnur störf með tækniframförum og tekjur þeirra eru í flestum tilfellum góðar sem á að vera. Mínar áhyggjur hafa verið þær að of mikil samþjöppun hafi verið í sjávarútvegi sem komi í veg fyrir fjölbreytt útgerðarform og atvinnuöryggi sjávarbyggðanna. Við þurfum að byggja áfram á litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum og tryggja atvinnufrelsi í greininni í stað þess að þrengja svo að með samþjöppun að ómögulegt er fyrir eðlilega nýliðun ungs fólks sem vill hefja sjósókn og byggja sig upp í sjávarútvegi á eigin forsendum. Strandmenning Íslands Þar hef ég ásamt öðrum talað fyrir eflingu strandveiða ,koma grásleppunni úr kvóta og stækka þann hluta kerfisins sem er utan kvótakerfisins og það er verið að gera í þessu stjórnarsamstarfi og því þarf að fylgja fast eftir. Þessi hluti kerfisins er orðinn eini möguleikinn fyrir ungt fólk að byrja í sjómennsku ef þau eru ekki stórir fjármagnseigendur eða kvótaerfingjar eins og staðan er í dag. Strandmenning við Íslandsstrendur er saga íslenskrar þjóðar og hana eigum við að efla með fram öflugum stórskipaflota okkar þetta tvennt á að geta farið saman. Úrvals hráefni Fjölbreyttni í útgerð og möguleikar á nýliðun eru í smábátaútgerð og afurðir þeirra hafa verið mjög eftirsóttar á erlendum mörkuðum eins og afurðir íslensks sjávarútvegs sem hefur fengið gæðastimpil sem fyrsta flokks vara víða um heim.. Sjómenn og sjómannsfjölskyldur innilega til hamingju með sjómannadaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Sjávarútvegur Strandveiðar Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Sjá meira
Sjómenn Íslands fyrr og nú eiga heiður skilinn fyrir framlag sitt til íslensks samfélags. Það þarf sterk bein til að sækja sjó því það er ekki alltaf logn og blíða og veður geta oft verið válynd og æðruleysi og dugnaður hefur einkennt íslenska sjómannastétt. Gífurleg framþróun hefur verið á undanförnum áratugum í fullkomnari skipakosti bæði stórum sem smáum og hefur það bætt allt vinnuumhverfi og öryggi til sjós. Öryggi sjómanna Öryggismál sjómanna hafa tekið miklum framförum með tilkomu Slysavarnarskóla sjómanna árið 1985 og síðan hefur slysum og dauðsföllum fækkað mjög mikið til sjós og enginn getur í dag stundað sjómennsku nema hafa farið á námskeið hjá skólanum sem er vel. Sjóslys og skipsskaðar voru miklir við strendur landsins öldum saman og langt fram á síðustu öld og dánartíðni sjómanna mikil og sjómannsfjölskyldur misstu ástvini sína bæði feður og syni og fyrirvinnu sem setti stór skörð í samfélögin og tók sinn toll sem ekki var bætt en lífið hélt áfram. Þrautsegja á raunastund! Sem betur fer gafst fólk ekki upp og það er þessi þrautsegja sem einkennt hefur sjómenn, sjómannskonur,sjómannsfjölskyldur og sjávarbyggðir landsins að halda áfram með því að treysta vinnuumhverfið og öryggismál sjómanna sem tekist hefur vel þó alltaf sé hægt að gera enn betur. Við sem höfum alist upp í sjávarbyggðum og búum þar gleðjumst með sjómönnum og fjölskyldum þeirra á sjómannadaginn og höfum haldið upp á sjómannadaginn hér heima á Suðureyri eins lengi og ég man eftir eins og víða um land sem haldið er líka upp á daginn með glæsibrag og vonandi verður það um ókomna tíð.. Fjölbreytt útgerðarform Sjómannsstörf hafa breyst eins og öll önnur störf með tækniframförum og tekjur þeirra eru í flestum tilfellum góðar sem á að vera. Mínar áhyggjur hafa verið þær að of mikil samþjöppun hafi verið í sjávarútvegi sem komi í veg fyrir fjölbreytt útgerðarform og atvinnuöryggi sjávarbyggðanna. Við þurfum að byggja áfram á litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum og tryggja atvinnufrelsi í greininni í stað þess að þrengja svo að með samþjöppun að ómögulegt er fyrir eðlilega nýliðun ungs fólks sem vill hefja sjósókn og byggja sig upp í sjávarútvegi á eigin forsendum. Strandmenning Íslands Þar hef ég ásamt öðrum talað fyrir eflingu strandveiða ,koma grásleppunni úr kvóta og stækka þann hluta kerfisins sem er utan kvótakerfisins og það er verið að gera í þessu stjórnarsamstarfi og því þarf að fylgja fast eftir. Þessi hluti kerfisins er orðinn eini möguleikinn fyrir ungt fólk að byrja í sjómennsku ef þau eru ekki stórir fjármagnseigendur eða kvótaerfingjar eins og staðan er í dag. Strandmenning við Íslandsstrendur er saga íslenskrar þjóðar og hana eigum við að efla með fram öflugum stórskipaflota okkar þetta tvennt á að geta farið saman. Úrvals hráefni Fjölbreyttni í útgerð og möguleikar á nýliðun eru í smábátaútgerð og afurðir þeirra hafa verið mjög eftirsóttar á erlendum mörkuðum eins og afurðir íslensks sjávarútvegs sem hefur fengið gæðastimpil sem fyrsta flokks vara víða um heim.. Sjómenn og sjómannsfjölskyldur innilega til hamingju með sjómannadaginn.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar