Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar 27. maí 2025 10:01 Í maímánuði ár hvert fer fram uppgjör hjá þeim eldri borgurum sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun. Menn eru misánægðir eða óánægðir með útkomuna. Það er all margir sem fá endurgreitt en það eru miklu fleiri sem þurfa að endurgreiða eða um 67% þeirra sem hafa greiðslur frá TR vegna ársins 2024 en voru 78% vegna fyrra árs. Ástæða fyrir endurgreiðslukröfu er aðalega vegna fjármagnstekna eða um 73%. Svo kemur söluhagnaður og arður. En þarf það að vera þannig að TR sé að senda tæplega 30.000 manns póst um að þau hafi fengið of mikið greitt? Í desember ár hvert er sendur póstur á alla með uppfærðri tekjuáætlun fyrir næsta ár og er ætlast til að menn skoði póstinn og geri breytingar á áætlunni ef þeim finnst hún ekki passa við tekjur og eignir. En er fólk að gera þetta? Samkvæmt upplýsingum sem ég hef séð eru aðeins 15% þeirra sem eru á greiðslulista TR að senda inn nýja tekjuáætlun. Um 5% skoða póstinn og gera ekki breytingar en 80% virðast ekki opna póstinn sinn og vita þá ekki hvað er gert ráð fyrir að viðkomandi hafi í tekjur á næsta ári. Er eðlilegt að 4 af hverjum 5 skoði ekki póstinn sinn og renni þannig blint í sjóinn með tekjur næstu 12 mánaða? Að mínu mati er þetta stórt vandamál og ef menn væru meira vakandi þá væri hægt að fækka póstunum um endurkröfur og koma í veg fyrir heil mikil leiðindi sem af þessu hljótast. Landsamband eldri borgara sendi á öll aðildarfélög sín í desember sl., erindi um að hvetja sína félaga til að skoða póstinn frá TR og uppfæra tekjuáætlun sína. En það virðist ekki hafa borið mikinn árangur. En svo er stóra spurningin: Er viðunandi að fólk sem á eðlilegan sparnað eftir 40-50 ár á vinnumarkaði þurfi að sæta skerðingum á grunnlífeyri vegna fjármagnstekna. Það er ekki verið að tala um þá sem eiga háar upphæðir heldur varasjóð sem hægt er að grípa í ef illa árar eða upp koma vandamál t.d. vegna veikinda og/eða andláts. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkistjórnar er ákvæði um að tekið verði upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna. LEB mun vinna ötullega að því að stjórnvöld standi við þessa setningu í sáttmálanum ásamt því að berjast fyrir öllum þeim þörfu málum sem eru þar skrifuð. En allt tal um skerðingar og ósanngirni, þá eru um 5.000 manns sem einvörðungu eru með grunnlífeyri eða falla undir frítekjumörkin og í áðurnefndum sáttmála er tilgreint að gripið verði til frekari aðgerða til að bæta grunnframfærslu tekjulágra lífeyrisþega umfram vísitöluþróun. Ágæta ríkistjórn, það eru semsagt 5.000 eldri borgarar sem eru langt undir eðlilegri framfærslu og þurfa hjálp strax. Einnig eru um 15.000 eldri borgarar undir lágmarkslaunum. Þetta gengur ekki lengur og Landsamband eldri borgara mun beita öllum þeim ráðum sem það hefur til að hreinlega bjarga þessum hópi úr klóm fátæktar. Hver var það sem sagði að það ætti að útrýma fátækt á Íslandi? Nú er tækifærið standið við stóru orðin. Munið að það er of seint að birgja brunninn þegar barnið er dottið ofaní. Höfundur er formaður LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Snæbjörnsson Eldri borgarar Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Í maímánuði ár hvert fer fram uppgjör hjá þeim eldri borgurum sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun. Menn eru misánægðir eða óánægðir með útkomuna. Það er all margir sem fá endurgreitt en það eru miklu fleiri sem þurfa að endurgreiða eða um 67% þeirra sem hafa greiðslur frá TR vegna ársins 2024 en voru 78% vegna fyrra árs. Ástæða fyrir endurgreiðslukröfu er aðalega vegna fjármagnstekna eða um 73%. Svo kemur söluhagnaður og arður. En þarf það að vera þannig að TR sé að senda tæplega 30.000 manns póst um að þau hafi fengið of mikið greitt? Í desember ár hvert er sendur póstur á alla með uppfærðri tekjuáætlun fyrir næsta ár og er ætlast til að menn skoði póstinn og geri breytingar á áætlunni ef þeim finnst hún ekki passa við tekjur og eignir. En er fólk að gera þetta? Samkvæmt upplýsingum sem ég hef séð eru aðeins 15% þeirra sem eru á greiðslulista TR að senda inn nýja tekjuáætlun. Um 5% skoða póstinn og gera ekki breytingar en 80% virðast ekki opna póstinn sinn og vita þá ekki hvað er gert ráð fyrir að viðkomandi hafi í tekjur á næsta ári. Er eðlilegt að 4 af hverjum 5 skoði ekki póstinn sinn og renni þannig blint í sjóinn með tekjur næstu 12 mánaða? Að mínu mati er þetta stórt vandamál og ef menn væru meira vakandi þá væri hægt að fækka póstunum um endurkröfur og koma í veg fyrir heil mikil leiðindi sem af þessu hljótast. Landsamband eldri borgara sendi á öll aðildarfélög sín í desember sl., erindi um að hvetja sína félaga til að skoða póstinn frá TR og uppfæra tekjuáætlun sína. En það virðist ekki hafa borið mikinn árangur. En svo er stóra spurningin: Er viðunandi að fólk sem á eðlilegan sparnað eftir 40-50 ár á vinnumarkaði þurfi að sæta skerðingum á grunnlífeyri vegna fjármagnstekna. Það er ekki verið að tala um þá sem eiga háar upphæðir heldur varasjóð sem hægt er að grípa í ef illa árar eða upp koma vandamál t.d. vegna veikinda og/eða andláts. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkistjórnar er ákvæði um að tekið verði upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna. LEB mun vinna ötullega að því að stjórnvöld standi við þessa setningu í sáttmálanum ásamt því að berjast fyrir öllum þeim þörfu málum sem eru þar skrifuð. En allt tal um skerðingar og ósanngirni, þá eru um 5.000 manns sem einvörðungu eru með grunnlífeyri eða falla undir frítekjumörkin og í áðurnefndum sáttmála er tilgreint að gripið verði til frekari aðgerða til að bæta grunnframfærslu tekjulágra lífeyrisþega umfram vísitöluþróun. Ágæta ríkistjórn, það eru semsagt 5.000 eldri borgarar sem eru langt undir eðlilegri framfærslu og þurfa hjálp strax. Einnig eru um 15.000 eldri borgarar undir lágmarkslaunum. Þetta gengur ekki lengur og Landsamband eldri borgara mun beita öllum þeim ráðum sem það hefur til að hreinlega bjarga þessum hópi úr klóm fátæktar. Hver var það sem sagði að það ætti að útrýma fátækt á Íslandi? Nú er tækifærið standið við stóru orðin. Munið að það er of seint að birgja brunninn þegar barnið er dottið ofaní. Höfundur er formaður LEB.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar