Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2025 13:30 Tryggvi Garðar Jónsson kveður Fram sem Íslands- og bikarmeistari og er nú á leið í atvinnumennskuna. vísir/Anton Hinn 22 ára gamli Tryggvi Garðar Jónsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í handbolta með Fram, flytur til Austurríkis í sumar því hann hefur samið við úrvalsdeildarfélagið ALPLA Hard. Tryggvi er á heimasíðu Hard kynntur sem 197 cm skytta sem lætur finna fyrir sér á báðum endum vallarins. Hann var áður í sigursælu liði Vals en kom til Fram 2023 og varð á nýafstaðinni leiktíð tvöfaldur meistari með Frömurum. Núna er komið að fyrsta skrefinu í atvinnumennsku og það verður undir handleiðslu Íslendings því Hannes Jón Jónsson þjálfar ALPLA Hard og fagnar komu Tryggva: „Tryggvi var að vinna Íslandsmeistaratitilinn og hefur spilað mikilvægt hlutverk í hjarta varnarinnar á þessari leiktíð. Hann fékk góðan handboltagrunn hjá Val og það verður áhugavert að sjá hvernig hann spjarar sig í deildinni hérna. Við erum með tvo unga leikmenn sem vinstri skyttur, í þeim Lukas Fritsch og Tryggva, og mikinn efnivið með þá tvo í miðjublokkinni okkar,“ sagði Hannes á heimasíðu Hard. „Ég ákvað að fara til Hard því ég held að það sé fullkominn staður til að þróast sem leikmaður. Frá því að ég talaði fyrst við Hannes þá var ég spenntur og vissi að þetta yrði gott skref. Ég lít á þetta sem frábært tækifæri til að taka næsta skref á mínum ferli,“ sagði Tryggvi sem ætlar sér að halda áfram að vera sigursæll með sínu nýja liði. Hjá ALPLA Hard hittir Tryggvi fyrir fyrrverandi liðsfélaga sinn úr Val, Tuma Stein Rúnarsson, sem kom til félagsins í fyrra. Hard varð deildarmeistari í apríl og er komið í úrslitaeinvígi gegn Krems um austurríska meistaratitilinn, eftir að hafa slegið út Margareten í einvígi sem endaði í vítakeppni. Olís-deild karla Fram Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Fleiri fréttir Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Sjá meira
Tryggvi er á heimasíðu Hard kynntur sem 197 cm skytta sem lætur finna fyrir sér á báðum endum vallarins. Hann var áður í sigursælu liði Vals en kom til Fram 2023 og varð á nýafstaðinni leiktíð tvöfaldur meistari með Frömurum. Núna er komið að fyrsta skrefinu í atvinnumennsku og það verður undir handleiðslu Íslendings því Hannes Jón Jónsson þjálfar ALPLA Hard og fagnar komu Tryggva: „Tryggvi var að vinna Íslandsmeistaratitilinn og hefur spilað mikilvægt hlutverk í hjarta varnarinnar á þessari leiktíð. Hann fékk góðan handboltagrunn hjá Val og það verður áhugavert að sjá hvernig hann spjarar sig í deildinni hérna. Við erum með tvo unga leikmenn sem vinstri skyttur, í þeim Lukas Fritsch og Tryggva, og mikinn efnivið með þá tvo í miðjublokkinni okkar,“ sagði Hannes á heimasíðu Hard. „Ég ákvað að fara til Hard því ég held að það sé fullkominn staður til að þróast sem leikmaður. Frá því að ég talaði fyrst við Hannes þá var ég spenntur og vissi að þetta yrði gott skref. Ég lít á þetta sem frábært tækifæri til að taka næsta skref á mínum ferli,“ sagði Tryggvi sem ætlar sér að halda áfram að vera sigursæll með sínu nýja liði. Hjá ALPLA Hard hittir Tryggvi fyrir fyrrverandi liðsfélaga sinn úr Val, Tuma Stein Rúnarsson, sem kom til félagsins í fyrra. Hard varð deildarmeistari í apríl og er komið í úrslitaeinvígi gegn Krems um austurríska meistaratitilinn, eftir að hafa slegið út Margareten í einvígi sem endaði í vítakeppni.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Fleiri fréttir Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Sjá meira