Innlent

Kaup á kín­verskum kísil „með ó­líkindum“ og sérsveitaræfing

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Formaður Framsýnar á Húsavík segir fyrirhugaða lokun kísilversins á Bakka reiðarslag fyrir samfélagið. Hann segir með ólíkindum að íslenskir framleiðendur skuli kaupa ódýran kínverskan kísil í stað íslenskrar framleiðslu. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Borgin ætlar að hætta því að hafa suma leikskóla opna til klukkan 17 og stefnir að því í september að allir leikskólar borgarinnar verði opnir frá hálf átta á morgnanna til hálf fimm síðdegis. Við ræðum við Ragnhildi Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í beinni útsendingu.

Meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni, sem varð vitni að því þegar flugvél var lent á Suðurlandsvegi í gærkvöldi, segist hafa orðið verulega skelkaður. Meira um þetta í fréttunum. 

Við kíktum á æfingu hjá sérsveitinni í dag og verðum í beinni útsendingu frá kvikmyndahátíðinni Filma sem hefst í Bíó Paradís í kvöld. 

Í íþróttunum hittum við á Ágúst Jóhannsson, þjálfara kvennaliðs Vals í handbolta, en liðið varð á dögunum bæði Íslandsmeistari og Evrópubikarmeistari.

Strákarnir í FM95Blö verða í lok vikunnar með svokallaða fermingartónleika. Allt um það í Íslandi í dag.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 27. maí 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×