Til hamingju með sjómannadaginn Sigurjón Þórðarson skrifar 31. maí 2025 08:02 Á hátíðardegi sjómanna er tilefni að líta til baka og fara yfir það sem tekist hefur vel. Einnig er ástæða til að fara yfir helstu áskoranir sem blasa við í sjávarútvegi. Margir jákvæðar áfangar hafa náðst á síðustu árum í störfum sjómanna og í sjávarútvegi almennt. Bylting hefur orðið í öryggismálum sjófarenda og sama má segja um öryggi- og vinnuumhverfi á fiskiskipum. Bætt flutningatækni hefur tryggt að gæðaafurðir komast fyrr á disk neytenda í fjarlægum löndum. Það hefur síðan skilað sér í hærra afurðaverði öllum til hagsbóta. Það eru vissulega tækifæri til að gera betur. Í því sambandi vil ég nefna einkum þrjá þætti. Brýnast er að sjómenn fái réttlátan hlut af raunverðmætum, fiskveiðiráðgjöfin verði árangursríkari og styrkja þarf byggðafestuna. Það er einfalt að tryggja réttlátan hlut með því að tengja uppgjör með beinni hætti við gagnsætt og sanngjarnt markaðsvirði. Það er hagur sveitarfélaganna að launakjör sjómanna séu sanngjörn og góð. Það skilar sér með beinum hætti í hærra útsvari. Fiskveiðiráðgjöfin sem átti að skila auknum afla hefur því miður skilað miklu minni afla í öllum fisktegundum sem hafa verið kvótasettar. Því er rétt að endurskoða aðferðafræði sem gengur þvert gegn upphaflegum markmiðum og hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Almennt væri það til mikilla bóta að tryggja aðkomu skipstjóra að veiðiráðgjöfinni og skoða hlutina upp á nýtt. Þannig fengist breiðari sýn á fiskveiðiráðgjöfina en margvíslegir líffræðilegir þættir m.a. hægari vaxtarhraði og nýliðun benda eindregið til að bæta megi í veiðina. Skynsamlegt fyrsta skref væri að draga ekki strandveiðiafla frá öðrum veiðiheimildum og gefa sjávarbyggðunum sjálfum rétt til nýtingar á nálægum fiskimiðum. Með því væri ekki aðeins byggðafesta tryggð heldur einnig skynsamleg nýting á fiskimiðum á grunnslóð. Þrátt fyrir mikinn vöxt annarra atvinnugreina á undanförnum árum er sjávarútvegurinn enn ein mikilvægasta stoð íslensks efnahagslífs og verður það áfram. Þar eins og fyrr gegna sjómenn lykilhlutverki við að draga verðmæti að landi. Á sjómannadeginum heiðrum við þeirra framlag. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Sjómannadagurinn Sjávarútvegur Strandveiðar Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Á hátíðardegi sjómanna er tilefni að líta til baka og fara yfir það sem tekist hefur vel. Einnig er ástæða til að fara yfir helstu áskoranir sem blasa við í sjávarútvegi. Margir jákvæðar áfangar hafa náðst á síðustu árum í störfum sjómanna og í sjávarútvegi almennt. Bylting hefur orðið í öryggismálum sjófarenda og sama má segja um öryggi- og vinnuumhverfi á fiskiskipum. Bætt flutningatækni hefur tryggt að gæðaafurðir komast fyrr á disk neytenda í fjarlægum löndum. Það hefur síðan skilað sér í hærra afurðaverði öllum til hagsbóta. Það eru vissulega tækifæri til að gera betur. Í því sambandi vil ég nefna einkum þrjá þætti. Brýnast er að sjómenn fái réttlátan hlut af raunverðmætum, fiskveiðiráðgjöfin verði árangursríkari og styrkja þarf byggðafestuna. Það er einfalt að tryggja réttlátan hlut með því að tengja uppgjör með beinni hætti við gagnsætt og sanngjarnt markaðsvirði. Það er hagur sveitarfélaganna að launakjör sjómanna séu sanngjörn og góð. Það skilar sér með beinum hætti í hærra útsvari. Fiskveiðiráðgjöfin sem átti að skila auknum afla hefur því miður skilað miklu minni afla í öllum fisktegundum sem hafa verið kvótasettar. Því er rétt að endurskoða aðferðafræði sem gengur þvert gegn upphaflegum markmiðum og hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Almennt væri það til mikilla bóta að tryggja aðkomu skipstjóra að veiðiráðgjöfinni og skoða hlutina upp á nýtt. Þannig fengist breiðari sýn á fiskveiðiráðgjöfina en margvíslegir líffræðilegir þættir m.a. hægari vaxtarhraði og nýliðun benda eindregið til að bæta megi í veiðina. Skynsamlegt fyrsta skref væri að draga ekki strandveiðiafla frá öðrum veiðiheimildum og gefa sjávarbyggðunum sjálfum rétt til nýtingar á nálægum fiskimiðum. Með því væri ekki aðeins byggðafesta tryggð heldur einnig skynsamleg nýting á fiskimiðum á grunnslóð. Þrátt fyrir mikinn vöxt annarra atvinnugreina á undanförnum árum er sjávarútvegurinn enn ein mikilvægasta stoð íslensks efnahagslífs og verður það áfram. Þar eins og fyrr gegna sjómenn lykilhlutverki við að draga verðmæti að landi. Á sjómannadeginum heiðrum við þeirra framlag. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun