Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar 28. maí 2025 11:00 Í fyrsta sinn á þeim 116 árum sem liðin eru frá því að Reykvíkingar fóru að sækja vatn til bæjarins úr Heiðmörk eru komnar fram kröfur um að vatnsbólin verði færð; að uppfylling þessara grundvallarþarfa samfélagsins víki fyrir öðrum þörfum. Sú þörf er að aka bílum um grannsvæði vatnsverndarinnar á útivistarsvæðinu í Heiðmörk. Í árdaga vatnsveitunnar var Heiðmörkin eyðilegt heiðaland. Á fyrstu áratugunum byggðist þarna frístundabyggð óþægilega nálægt vatnsbólunum, nýr Suðurlandsvegur með stöðugt vaxandi umferð var lagður skammt frá, háspennulínur lagðar þvert yfir vatnstökuna og nú á síðustu áratugum vaxandi útivist af fagurlega fjölbreyttu tagi. Þetta síðasta er ekki síst því að þakka að frá miðri síðustu öld hefur verið afar gott samstarf milli vatnsveitunnar og skógræktarfólks um skógrækt og ýmsa umsjón á vatnsverndarsvæðinu. Skógurinn hefur gert Heiðmörk að einstakri útivistarperlu sem sótt er af fólki hvaðanæva að á höfuðborgarsvæðinu. Það gildir það sama þar og í annarri útivistarperlu, Elliðaárdalnum, þar sem veitufólk hóf skógrækt um svipað leyti. Sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu var forgangsröðunin fullljós fyrir áratug. Þá mótuðu þau saman framtíðarsýn á þróun svæðisins. Það var gert með svæðisskipulagi fyrir allt höfuðborgarsvæðið, sem afar breið samfélagsleg sátt ríkir um. Vatn er grundvallarnauðsyn fólki, atvinnulífi og brunavörnum í sveitarfélögunum. Þess vegna var vatnsverndin það fyrsta sem sett var á skipulagið. Vatnið fyrst, svo aðrir hagsmunir. Frá því þessi sáttmáli var gerður hafa hvorttveggja Garðabær og Hafnarfjörður gert breytingar á deiliskipulagi hjá sér til að endurspegla þetta mikilvægismat. Nú er komið að Reykjavík og fyrir liggur tillaga um að endurspegla sjónarmið sveitarfélagasáttmálans í deiliskipulagi Heiðmerkur. Það er gert meðal annars með því að almenn bílaumferð fari ekki um grannsvæði borholanna sem gefa okkur vatnið sem síðan ratar í kranana hjá okkur. Tillagan gerir vitaskuld ráð fyrir að allur almenningur geti áfram notið útivistar í Heiðmörk og að aðstaða til hennar verði bætt að mörgu leyti. Þá víkur svo við að í fyrsta sinn í meira en öld er farið fram á það að vatnsveitan víki. Að það öryggi vatnsbólanna, sem barist hefur verið við að efla um áratugaskeið gegn vaxandi ógnum, lúti í lægra haldi fyrir bílaumferð um útivistarsvæði. Það finnst mér ótækt og væri ömurleg afturför frá þeirri góðu sátt sem sveitarfélögin náðu fyrir réttum áratug um forgangsröðun framtíðarhagsmuna íbúa. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar, móðurfélags Veitna sem útvega hátt í helmingi landsmanna drykkjarvatn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Hjálmarsson Vatn Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Vatnsból Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrsta sinn á þeim 116 árum sem liðin eru frá því að Reykvíkingar fóru að sækja vatn til bæjarins úr Heiðmörk eru komnar fram kröfur um að vatnsbólin verði færð; að uppfylling þessara grundvallarþarfa samfélagsins víki fyrir öðrum þörfum. Sú þörf er að aka bílum um grannsvæði vatnsverndarinnar á útivistarsvæðinu í Heiðmörk. Í árdaga vatnsveitunnar var Heiðmörkin eyðilegt heiðaland. Á fyrstu áratugunum byggðist þarna frístundabyggð óþægilega nálægt vatnsbólunum, nýr Suðurlandsvegur með stöðugt vaxandi umferð var lagður skammt frá, háspennulínur lagðar þvert yfir vatnstökuna og nú á síðustu áratugum vaxandi útivist af fagurlega fjölbreyttu tagi. Þetta síðasta er ekki síst því að þakka að frá miðri síðustu öld hefur verið afar gott samstarf milli vatnsveitunnar og skógræktarfólks um skógrækt og ýmsa umsjón á vatnsverndarsvæðinu. Skógurinn hefur gert Heiðmörk að einstakri útivistarperlu sem sótt er af fólki hvaðanæva að á höfuðborgarsvæðinu. Það gildir það sama þar og í annarri útivistarperlu, Elliðaárdalnum, þar sem veitufólk hóf skógrækt um svipað leyti. Sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu var forgangsröðunin fullljós fyrir áratug. Þá mótuðu þau saman framtíðarsýn á þróun svæðisins. Það var gert með svæðisskipulagi fyrir allt höfuðborgarsvæðið, sem afar breið samfélagsleg sátt ríkir um. Vatn er grundvallarnauðsyn fólki, atvinnulífi og brunavörnum í sveitarfélögunum. Þess vegna var vatnsverndin það fyrsta sem sett var á skipulagið. Vatnið fyrst, svo aðrir hagsmunir. Frá því þessi sáttmáli var gerður hafa hvorttveggja Garðabær og Hafnarfjörður gert breytingar á deiliskipulagi hjá sér til að endurspegla þetta mikilvægismat. Nú er komið að Reykjavík og fyrir liggur tillaga um að endurspegla sjónarmið sveitarfélagasáttmálans í deiliskipulagi Heiðmerkur. Það er gert meðal annars með því að almenn bílaumferð fari ekki um grannsvæði borholanna sem gefa okkur vatnið sem síðan ratar í kranana hjá okkur. Tillagan gerir vitaskuld ráð fyrir að allur almenningur geti áfram notið útivistar í Heiðmörk og að aðstaða til hennar verði bætt að mörgu leyti. Þá víkur svo við að í fyrsta sinn í meira en öld er farið fram á það að vatnsveitan víki. Að það öryggi vatnsbólanna, sem barist hefur verið við að efla um áratugaskeið gegn vaxandi ógnum, lúti í lægra haldi fyrir bílaumferð um útivistarsvæði. Það finnst mér ótækt og væri ömurleg afturför frá þeirri góðu sátt sem sveitarfélögin náðu fyrir réttum áratug um forgangsröðun framtíðarhagsmuna íbúa. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar, móðurfélags Veitna sem útvega hátt í helmingi landsmanna drykkjarvatn
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun