Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. maí 2025 20:05 Kári Bjarnaso, forstöðumaður Safnahúss og Bókasafns Vestmannaeyja, sem er að vonum mjög stoltur yfir nýja fágætissalnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikið um dýrðir i Vestmannaeyjum þegar biskup Íslands, kirkjumálaráðherra og menningarmálaráðherra mættu til að vera viðstödd opnun „Fágætissalar“ í Safnahúsi Eyjamanna en þar er að finna eitt glæsilegasta biblíusafn þjóðarinnar, meðal annars Guðbrandsbiblíu frá 1584. Fjölmenni mætti við opnun salarins nýlega enda stór stund í sögu Safnahús Vestmannaeyja en í salnum eru meðal annars allar ellefu útgáfur biblíunnar eða frá þeirri fyrstu, Guðbrandsbiblíu, sem er frá 1584. Biskups Íslands lét sig ekki vanta við opnunina og tveir af ráðherrum ríkisstjórnar mættu líka en öll héldu þau stutt ávörp. Forstöðumaður safnsins er að vonum mjög stoltur af nýja fágætissafninu enda er það glæsilegt í alla staði. „Sá sem gerði okkur þetta kleift, Ágúst Einarsson, sem gaf biblíusafnið hingað. Hann gaf ekki bara þetta stórkostlega og verðmæta biblísafn heldur líka um 1.500 aðrar bækur,“ segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss og Bókasafns Vestmannaeyja. „Hér er eitt af glæsilegasta fágætis bókasöfnum landsins og það er sérstök gleði að Vestmannaeyjabær og bæjarstjóri hefur lagt mjög mikinn metnað í að byggja þetta rými upp eins og þú sérð þegar þú horfir hér í kringum þig,“ bætir Kári við. Mikil og flott starfsemi fer fram í Safnahúsi Vestmannaeyja þar sem bókasafn bæjarfélagsins er líka til húsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kári segir að safnið sé að sjálfsögðu opið öllum á auglýstum opunartíma og að ferðamenn, sem koma til Vestmannaeyja séu til dæmis mjög duglegir að líta við og að þeir verði alltaf jafn hissa að sjá hvað safnið er flott og ekki síst þegar kemur að öllum biblíunum inn í glerskápunum. Og Kári segir ef það er einhvers staðar til himnaríki á jörðu þá sé það í Vestmannaeyjum innan um allar biblíurnar. „Það má náttúrulega segja að staðurinn Vestmannaeyjar er nú hálf gert himnaríki,” segir Kári hlæjandi. Hinum megin við vegginn á biblíusafninu í Safnahúsinu er glæsilegt safn á um 40 Kjarvalsmálverkum. „Já, það er auðvitað stórkostlegt að þessir tveir heimar skulu mætast í einu, þannig að hérna koma menn og sjá mestu list, sem Ísland hefur uppá að bjóða skulum við segja og glæsilegustu bókmennta perlur okkar á einum stað,” segir Kári. Hér er Kári innan um málverkin hans Kjarvals en þau eru um 40 á safninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Safnahús Vestmannaeyja, heimasíða Vestmannaeyjar Söfn Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Fjölmenni mætti við opnun salarins nýlega enda stór stund í sögu Safnahús Vestmannaeyja en í salnum eru meðal annars allar ellefu útgáfur biblíunnar eða frá þeirri fyrstu, Guðbrandsbiblíu, sem er frá 1584. Biskups Íslands lét sig ekki vanta við opnunina og tveir af ráðherrum ríkisstjórnar mættu líka en öll héldu þau stutt ávörp. Forstöðumaður safnsins er að vonum mjög stoltur af nýja fágætissafninu enda er það glæsilegt í alla staði. „Sá sem gerði okkur þetta kleift, Ágúst Einarsson, sem gaf biblíusafnið hingað. Hann gaf ekki bara þetta stórkostlega og verðmæta biblísafn heldur líka um 1.500 aðrar bækur,“ segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss og Bókasafns Vestmannaeyja. „Hér er eitt af glæsilegasta fágætis bókasöfnum landsins og það er sérstök gleði að Vestmannaeyjabær og bæjarstjóri hefur lagt mjög mikinn metnað í að byggja þetta rými upp eins og þú sérð þegar þú horfir hér í kringum þig,“ bætir Kári við. Mikil og flott starfsemi fer fram í Safnahúsi Vestmannaeyja þar sem bókasafn bæjarfélagsins er líka til húsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kári segir að safnið sé að sjálfsögðu opið öllum á auglýstum opunartíma og að ferðamenn, sem koma til Vestmannaeyja séu til dæmis mjög duglegir að líta við og að þeir verði alltaf jafn hissa að sjá hvað safnið er flott og ekki síst þegar kemur að öllum biblíunum inn í glerskápunum. Og Kári segir ef það er einhvers staðar til himnaríki á jörðu þá sé það í Vestmannaeyjum innan um allar biblíurnar. „Það má náttúrulega segja að staðurinn Vestmannaeyjar er nú hálf gert himnaríki,” segir Kári hlæjandi. Hinum megin við vegginn á biblíusafninu í Safnahúsinu er glæsilegt safn á um 40 Kjarvalsmálverkum. „Já, það er auðvitað stórkostlegt að þessir tveir heimar skulu mætast í einu, þannig að hérna koma menn og sjá mestu list, sem Ísland hefur uppá að bjóða skulum við segja og glæsilegustu bókmennta perlur okkar á einum stað,” segir Kári. Hér er Kári innan um málverkin hans Kjarvals en þau eru um 40 á safninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Safnahús Vestmannaeyja, heimasíða
Vestmannaeyjar Söfn Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira