Tilkynnti að hún yrði mamma fyrir stórleikinn við Ísland í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 12:47 Guro Reiten hefur verið afar sigusæl með liði Chelsea á Englandi. Getty/Eddie Keogh Guro Reiten, ein af stjörnum norska kvennalandsliðsins, verður í sviðsljósinu í kvöld þegar liðið mætir Íslandi í Þjóðadeildinni í fótbolta, í Þrándheimi. Fyrr í þessari viku greindi hún frá því að hún væri að verða mamma. Reiten og sambýliskona hennar, Julie Nilssen, birtu af sér mynd á samfélagsmiðlum þar sem sjá mátti að byrjað er að móta fyrir óléttukúlu á Nilssen. „Barn á leiðinni bráðum,“ skrifuðu þær í færslu sem birtist á mánudaginn. View this post on Instagram A post shared by Guro Reiten (@greiten) Reiten, einnig lykilmaður hjá Chelsea sem vann þrefalt á Englandi í ár, vonast til að orkan sem fylgir nýju hlutverki muni hjálpa sér innan vallar. „Þetta verður svo gaman. Við erum mjög spenntar og höfum margt að hlakka til í haust. Þetta er eitthvað öðruvísi og nýtt, en þetta verður mjög spennandi og mjög, mjög skemmtilegt,“ segir Reiten í viðtali við VG. „Ég vona að meðgangan verði bara jákvæð og að hún færi mikla, góða orku inn á völlinn. Það hefur alltaf verið stór draumur að verða móðir. Það verður ótrúlega gaman,“ segir Reiten. Gat ekki spilað á Íslandi Þessi þrítuga knattspyrnukona gat ekki spilað á Þróttarvellinum í byrjun apríl, þegar Ísland og Noregur gerðu markalaust jafntefli. Þá var hún að glíma við bakmeiðsli en er nú klár í slaginn, líkt og Barcelona-stjarnan Caroline Graham Hansen, og ljóst að Íslendinga bíður afar erfitt verkefni í kvöld. „Meiðslin komu á mjög slæmum tíma. Ég missti af mörgum mikilvægum leikjum með Chelsea og landsliðinu, svo það voru nokkrar vikur þar. Ég hef ekki misst af mörgum landsliðsverkefnum undanfarin ár. Þegar maður missir svo af leik líður manni eins og eilífð sé liðin síðan maður var hér síðast. Það er virkilega gaman að sjá stelpurnar aftur og vera hér. Ég hlakka virkilega til sumarsins og er tilbúin,“ segir Reiten en hún verður einnig í sviðsljósinu með Noregi á EM í sumar, þar sem liðið er aftur í riðli með Íslandi. Lykilleikur fyrir bæði lið Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18 að íslenskum tíma. Mikið er undir og mikilvægt fyrir Ísland að halda sér í A-deild Þjóðadeildar því á næstu leiktíð verður spilað um sæti á HM og eru möguleikarnir talsvert betri fyrir lið í A-deild en B-deild. Frakkland er efst í riðlinum með 12 stig, Noregur er með 4, Ísland 3 og Sviss 2. Neðsta liðið fellur í B-deild, liðið í næstneðsta sæti fer í umspil en liðið í næstefsta sæti er öruggt um að halda sér í A-deild. Efsta liðið, sem ljóst er að verður Frakkland, fer í fjögurra liða úrslit keppninnar. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira
Reiten og sambýliskona hennar, Julie Nilssen, birtu af sér mynd á samfélagsmiðlum þar sem sjá mátti að byrjað er að móta fyrir óléttukúlu á Nilssen. „Barn á leiðinni bráðum,“ skrifuðu þær í færslu sem birtist á mánudaginn. View this post on Instagram A post shared by Guro Reiten (@greiten) Reiten, einnig lykilmaður hjá Chelsea sem vann þrefalt á Englandi í ár, vonast til að orkan sem fylgir nýju hlutverki muni hjálpa sér innan vallar. „Þetta verður svo gaman. Við erum mjög spenntar og höfum margt að hlakka til í haust. Þetta er eitthvað öðruvísi og nýtt, en þetta verður mjög spennandi og mjög, mjög skemmtilegt,“ segir Reiten í viðtali við VG. „Ég vona að meðgangan verði bara jákvæð og að hún færi mikla, góða orku inn á völlinn. Það hefur alltaf verið stór draumur að verða móðir. Það verður ótrúlega gaman,“ segir Reiten. Gat ekki spilað á Íslandi Þessi þrítuga knattspyrnukona gat ekki spilað á Þróttarvellinum í byrjun apríl, þegar Ísland og Noregur gerðu markalaust jafntefli. Þá var hún að glíma við bakmeiðsli en er nú klár í slaginn, líkt og Barcelona-stjarnan Caroline Graham Hansen, og ljóst að Íslendinga bíður afar erfitt verkefni í kvöld. „Meiðslin komu á mjög slæmum tíma. Ég missti af mörgum mikilvægum leikjum með Chelsea og landsliðinu, svo það voru nokkrar vikur þar. Ég hef ekki misst af mörgum landsliðsverkefnum undanfarin ár. Þegar maður missir svo af leik líður manni eins og eilífð sé liðin síðan maður var hér síðast. Það er virkilega gaman að sjá stelpurnar aftur og vera hér. Ég hlakka virkilega til sumarsins og er tilbúin,“ segir Reiten en hún verður einnig í sviðsljósinu með Noregi á EM í sumar, þar sem liðið er aftur í riðli með Íslandi. Lykilleikur fyrir bæði lið Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18 að íslenskum tíma. Mikið er undir og mikilvægt fyrir Ísland að halda sér í A-deild Þjóðadeildar því á næstu leiktíð verður spilað um sæti á HM og eru möguleikarnir talsvert betri fyrir lið í A-deild en B-deild. Frakkland er efst í riðlinum með 12 stig, Noregur er með 4, Ísland 3 og Sviss 2. Neðsta liðið fellur í B-deild, liðið í næstneðsta sæti fer í umspil en liðið í næstefsta sæti er öruggt um að halda sér í A-deild. Efsta liðið, sem ljóst er að verður Frakkland, fer í fjögurra liða úrslit keppninnar.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira