Tilkynnti að hún yrði mamma fyrir stórleikinn við Ísland í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 12:47 Guro Reiten hefur verið afar sigusæl með liði Chelsea á Englandi. Getty/Eddie Keogh Guro Reiten, ein af stjörnum norska kvennalandsliðsins, verður í sviðsljósinu í kvöld þegar liðið mætir Íslandi í Þjóðadeildinni í fótbolta, í Þrándheimi. Fyrr í þessari viku greindi hún frá því að hún væri að verða mamma. Reiten og sambýliskona hennar, Julie Nilssen, birtu af sér mynd á samfélagsmiðlum þar sem sjá mátti að byrjað er að móta fyrir óléttukúlu á Nilssen. „Barn á leiðinni bráðum,“ skrifuðu þær í færslu sem birtist á mánudaginn. View this post on Instagram A post shared by Guro Reiten (@greiten) Reiten, einnig lykilmaður hjá Chelsea sem vann þrefalt á Englandi í ár, vonast til að orkan sem fylgir nýju hlutverki muni hjálpa sér innan vallar. „Þetta verður svo gaman. Við erum mjög spenntar og höfum margt að hlakka til í haust. Þetta er eitthvað öðruvísi og nýtt, en þetta verður mjög spennandi og mjög, mjög skemmtilegt,“ segir Reiten í viðtali við VG. „Ég vona að meðgangan verði bara jákvæð og að hún færi mikla, góða orku inn á völlinn. Það hefur alltaf verið stór draumur að verða móðir. Það verður ótrúlega gaman,“ segir Reiten. Gat ekki spilað á Íslandi Þessi þrítuga knattspyrnukona gat ekki spilað á Þróttarvellinum í byrjun apríl, þegar Ísland og Noregur gerðu markalaust jafntefli. Þá var hún að glíma við bakmeiðsli en er nú klár í slaginn, líkt og Barcelona-stjarnan Caroline Graham Hansen, og ljóst að Íslendinga bíður afar erfitt verkefni í kvöld. „Meiðslin komu á mjög slæmum tíma. Ég missti af mörgum mikilvægum leikjum með Chelsea og landsliðinu, svo það voru nokkrar vikur þar. Ég hef ekki misst af mörgum landsliðsverkefnum undanfarin ár. Þegar maður missir svo af leik líður manni eins og eilífð sé liðin síðan maður var hér síðast. Það er virkilega gaman að sjá stelpurnar aftur og vera hér. Ég hlakka virkilega til sumarsins og er tilbúin,“ segir Reiten en hún verður einnig í sviðsljósinu með Noregi á EM í sumar, þar sem liðið er aftur í riðli með Íslandi. Lykilleikur fyrir bæði lið Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18 að íslenskum tíma. Mikið er undir og mikilvægt fyrir Ísland að halda sér í A-deild Þjóðadeildar því á næstu leiktíð verður spilað um sæti á HM og eru möguleikarnir talsvert betri fyrir lið í A-deild en B-deild. Frakkland er efst í riðlinum með 12 stig, Noregur er með 4, Ísland 3 og Sviss 2. Neðsta liðið fellur í B-deild, liðið í næstneðsta sæti fer í umspil en liðið í næstefsta sæti er öruggt um að halda sér í A-deild. Efsta liðið, sem ljóst er að verður Frakkland, fer í fjögurra liða úrslit keppninnar. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Reiten og sambýliskona hennar, Julie Nilssen, birtu af sér mynd á samfélagsmiðlum þar sem sjá mátti að byrjað er að móta fyrir óléttukúlu á Nilssen. „Barn á leiðinni bráðum,“ skrifuðu þær í færslu sem birtist á mánudaginn. View this post on Instagram A post shared by Guro Reiten (@greiten) Reiten, einnig lykilmaður hjá Chelsea sem vann þrefalt á Englandi í ár, vonast til að orkan sem fylgir nýju hlutverki muni hjálpa sér innan vallar. „Þetta verður svo gaman. Við erum mjög spenntar og höfum margt að hlakka til í haust. Þetta er eitthvað öðruvísi og nýtt, en þetta verður mjög spennandi og mjög, mjög skemmtilegt,“ segir Reiten í viðtali við VG. „Ég vona að meðgangan verði bara jákvæð og að hún færi mikla, góða orku inn á völlinn. Það hefur alltaf verið stór draumur að verða móðir. Það verður ótrúlega gaman,“ segir Reiten. Gat ekki spilað á Íslandi Þessi þrítuga knattspyrnukona gat ekki spilað á Þróttarvellinum í byrjun apríl, þegar Ísland og Noregur gerðu markalaust jafntefli. Þá var hún að glíma við bakmeiðsli en er nú klár í slaginn, líkt og Barcelona-stjarnan Caroline Graham Hansen, og ljóst að Íslendinga bíður afar erfitt verkefni í kvöld. „Meiðslin komu á mjög slæmum tíma. Ég missti af mörgum mikilvægum leikjum með Chelsea og landsliðinu, svo það voru nokkrar vikur þar. Ég hef ekki misst af mörgum landsliðsverkefnum undanfarin ár. Þegar maður missir svo af leik líður manni eins og eilífð sé liðin síðan maður var hér síðast. Það er virkilega gaman að sjá stelpurnar aftur og vera hér. Ég hlakka virkilega til sumarsins og er tilbúin,“ segir Reiten en hún verður einnig í sviðsljósinu með Noregi á EM í sumar, þar sem liðið er aftur í riðli með Íslandi. Lykilleikur fyrir bæði lið Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18 að íslenskum tíma. Mikið er undir og mikilvægt fyrir Ísland að halda sér í A-deild Þjóðadeildar því á næstu leiktíð verður spilað um sæti á HM og eru möguleikarnir talsvert betri fyrir lið í A-deild en B-deild. Frakkland er efst í riðlinum með 12 stig, Noregur er með 4, Ísland 3 og Sviss 2. Neðsta liðið fellur í B-deild, liðið í næstneðsta sæti fer í umspil en liðið í næstefsta sæti er öruggt um að halda sér í A-deild. Efsta liðið, sem ljóst er að verður Frakkland, fer í fjögurra liða úrslit keppninnar.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann