Stuðningsfólk Fortuna brjálað út í Ísak Bergmann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2025 09:00 Ísak Bergmann Jóhannesson virðist vera á förum frá Fortuna. Getty/Daniel Löb Landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson gæti leikið með Köln í efstu deild þýska fótboltans á næstu leiktíð. Köln er hins vegar helsti óvinur núverandi liðs hans, Fortuna Düsseldorf. Er stuðningsfólk Fortuna heldur ósátt með möguleg vistaskipti Skagamannsins. Á meðan Fortuna endaði í 6. sæti þýsku B-deildarinnar á nýafstaðinni leiktíð þá vann Köln deildina og leikur í efstu deild á næstu leiktíð. Nýliðarnir vilja greinilega styrkja miðsvæðið og því er Ísak Bergmann á blaði. Hann hljóp mest allra í þýsku B-deildinni og þá kostar hann aðeins 5,5 milljónir evra, tæpar 800 milljónir íslenskra króna, þar sem hann er með riftunarákvæði í samningi sínum við Fortuna. Ekki nóg með það að stuðningsmenn Fortuna hafi látið Skagamanninn unga heyra það á Instagram-síðu hans heldur hefur hann einnig fengið það óþvegið á X, áður Twitter. View this post on Instagram A post shared by Ísak Bergmann Jóhannesson (@isak.bergmann.johannesson) Hér að ofan má sjá færslu Ísaks Bergmanns að tímabilinu loknu og hér að neðan má sjá nokkur vel valin tíst. Þar má sjá stuðningsfólk Fortuna óska þess að Íslendingurinn meiðist sem og það hefur breytt nöfnum sínum á samfélagsmiðlinum. pic.twitter.com/fHFKmOtnIc— gruppo anti isak johannesson (@bierschissHM) May 31, 2025 Johannesson wechselt WO hin?? pic.twitter.com/tgQnHfYYnI— Basti (@basti_fortuna) May 31, 2025 Ganz bitter - Unser mittelfeldspieler isak johannesson hat sich im zweikampf mit dem hsv spieler elfadli das kreuzband gerissen und fällt für den rest der saison aus.Die jungs und ich pic.twitter.com/UzHiOCohGA— fabi (@scopedf95) May 31, 2025 ich bin isak johannessons haushaltshilfe und hab das grad hier in seinem bett gefunden?? bei aller rivalität: das geht gar nicht liebe düsseldorfer! pic.twitter.com/XUB6busgsZ— Ísak Jóhannesson (@luro1909) May 31, 2025 Ísak Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf vs 1. FC Köln - 2. Runde DFB Pokal 25/26 pic.twitter.com/sVFfZnlEH4— danny 🇰🇬 (@yapperinho) May 31, 2025 Ísak Bergmann átti virkilega gott tímabil í vetur, skoraði 11 mörk og gaf 6 stoðsendingar. Fari hann til Kölnar væri að hans fjórða félag í atvinnumennsku. Hann hóf ungur að árum að spila með IFK Norrköping í Svíþjóð, FC Kaupmannahöfn keypti hann dýrum dómum en lánaði hann síðan til Fortuna sem keypti hann á síðasta ári. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Á meðan Fortuna endaði í 6. sæti þýsku B-deildarinnar á nýafstaðinni leiktíð þá vann Köln deildina og leikur í efstu deild á næstu leiktíð. Nýliðarnir vilja greinilega styrkja miðsvæðið og því er Ísak Bergmann á blaði. Hann hljóp mest allra í þýsku B-deildinni og þá kostar hann aðeins 5,5 milljónir evra, tæpar 800 milljónir íslenskra króna, þar sem hann er með riftunarákvæði í samningi sínum við Fortuna. Ekki nóg með það að stuðningsmenn Fortuna hafi látið Skagamanninn unga heyra það á Instagram-síðu hans heldur hefur hann einnig fengið það óþvegið á X, áður Twitter. View this post on Instagram A post shared by Ísak Bergmann Jóhannesson (@isak.bergmann.johannesson) Hér að ofan má sjá færslu Ísaks Bergmanns að tímabilinu loknu og hér að neðan má sjá nokkur vel valin tíst. Þar má sjá stuðningsfólk Fortuna óska þess að Íslendingurinn meiðist sem og það hefur breytt nöfnum sínum á samfélagsmiðlinum. pic.twitter.com/fHFKmOtnIc— gruppo anti isak johannesson (@bierschissHM) May 31, 2025 Johannesson wechselt WO hin?? pic.twitter.com/tgQnHfYYnI— Basti (@basti_fortuna) May 31, 2025 Ganz bitter - Unser mittelfeldspieler isak johannesson hat sich im zweikampf mit dem hsv spieler elfadli das kreuzband gerissen und fällt für den rest der saison aus.Die jungs und ich pic.twitter.com/UzHiOCohGA— fabi (@scopedf95) May 31, 2025 ich bin isak johannessons haushaltshilfe und hab das grad hier in seinem bett gefunden?? bei aller rivalität: das geht gar nicht liebe düsseldorfer! pic.twitter.com/XUB6busgsZ— Ísak Jóhannesson (@luro1909) May 31, 2025 Ísak Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf vs 1. FC Köln - 2. Runde DFB Pokal 25/26 pic.twitter.com/sVFfZnlEH4— danny 🇰🇬 (@yapperinho) May 31, 2025 Ísak Bergmann átti virkilega gott tímabil í vetur, skoraði 11 mörk og gaf 6 stoðsendingar. Fari hann til Kölnar væri að hans fjórða félag í atvinnumennsku. Hann hóf ungur að árum að spila með IFK Norrköping í Svíþjóð, FC Kaupmannahöfn keypti hann dýrum dómum en lánaði hann síðan til Fortuna sem keypti hann á síðasta ári.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira