„Fallegur dagur“ fyrir útskrift Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. maí 2025 23:30 Ketill Ágústsson nýstúdent tók lagið Fallegur dagur eftir Bubba Morthens. MS/Sigurjón Ragnar Tæplega tvö hundruð nemendur brautskráðust frá Menntaskólanum við Sund en í ræðum hátíðarhaldanna var þeim lýst sem ólíkum nemendum sem lærðu allir mikilvægar lexíur á meðan skólagöngunni stóð. Bæði dúx og semídúx skólans komu af félagsfræðibraut. 194 nemendur brautskráðust frá skólanum í dag, annars vegar 73 nemendur af náttúrufræðibraut og hins vegar 121 af félagsfræðibraut. Dúx skólans var Amelía Rós Gilsdorf sem var með meðaleinkunn upp á 9,46. Hún er nýstúdent af félagsfræði- og sögulínu. Semídúx skólans kom einnig af félagsfræði- og sögulínu en það er Matthilda Ósk Ólafsdóttir. Meðaleinkunn Matthildu var 9,28. Útskriftarnemarnir voru alls 194.MS/Sigurjón Ragnar Málfundafélagið SMS hlaut tvö hundruð þúsund króna styrk frá Tjarnasjóðinum. Ætlast er til að fjármagnið verði notað í þjálfun Morfís-liðs skólans og uppbyggingu þess á komandi skólaári. Morfís-lið MS komst í úrslit á þessu skólaári. Ketill Ágústsson, fráfarandi ármaður SMS og nýstúdent, fékk þann heiður að ljúka athöfninni þar sem hann söng lagði Fallegur dagur eftir Bubba Morthens og spilaði á gítar. Ólíkur hópur sem lærði mikilvægar lexíur Helga Sigríður Þórsdóttir, rektor MS, hélt tölu fyrir nemendur. Hún sagði hópinn samanstanda af ólíku fólki sem hafi markað djúp spor í skólalífið. Meðal nemenda væri meðal annars tónlistarfólk, íþróttafólk, upprennandi vísindafólk og framtíðarfrumkvöðlar. Hún gaf sér einnig tíma til að þakka starfsfólki og kennurum auk forráðafólki nemendanna fyrir stuðning þeirra. Kór starfsfólks skólans söng stúdentasönginn Gaudeamus Igitur.MS/Sigurjón Ragnar „Bakland aðstandenda væri dýrmætt og því miður ekki alltaf sjálfsagt,“ er haft eftir Helgu Sigríði í tilkynningu á heimasíðu skólans. Fyrir hönd nemenda flutti Agla Rut Egilsdóttir ræðu. Hún fór yfir hvað þau hefðu lært á skólagöngunni. Það voru ekki einungis tungumál eða stærðfræði heldur lærðu nemendurnir einnig að vera sjálfri sér trúir og að finna sína eigin leið. Agla Rut Egilsdóttir fékk það hlutverk að halda ræðu fyrir hönd nýstúdenta.MS/Sigurjón Ragnar Stefán Jón Hafstein hélt ræðu fyrir hönd þeirra sem útskrifuðust fyrir fimmtíu árum. Hann fór yfir þær breytingar sem hafa átt sér stað í samfélaginu frá því að hann lauk stúdentsprófi sínu. „Í tilefni útskriftarafmælisins veitti útskriftarárgangur 50 ára stúdenta rausnarlegan styrk í Styrktarsjóð Menntaskólans við Sund,“ stendur í tilkynningu frá skólanum. Framhaldsskólar Dúxar Tímamót Skóla- og menntamál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
194 nemendur brautskráðust frá skólanum í dag, annars vegar 73 nemendur af náttúrufræðibraut og hins vegar 121 af félagsfræðibraut. Dúx skólans var Amelía Rós Gilsdorf sem var með meðaleinkunn upp á 9,46. Hún er nýstúdent af félagsfræði- og sögulínu. Semídúx skólans kom einnig af félagsfræði- og sögulínu en það er Matthilda Ósk Ólafsdóttir. Meðaleinkunn Matthildu var 9,28. Útskriftarnemarnir voru alls 194.MS/Sigurjón Ragnar Málfundafélagið SMS hlaut tvö hundruð þúsund króna styrk frá Tjarnasjóðinum. Ætlast er til að fjármagnið verði notað í þjálfun Morfís-liðs skólans og uppbyggingu þess á komandi skólaári. Morfís-lið MS komst í úrslit á þessu skólaári. Ketill Ágústsson, fráfarandi ármaður SMS og nýstúdent, fékk þann heiður að ljúka athöfninni þar sem hann söng lagði Fallegur dagur eftir Bubba Morthens og spilaði á gítar. Ólíkur hópur sem lærði mikilvægar lexíur Helga Sigríður Þórsdóttir, rektor MS, hélt tölu fyrir nemendur. Hún sagði hópinn samanstanda af ólíku fólki sem hafi markað djúp spor í skólalífið. Meðal nemenda væri meðal annars tónlistarfólk, íþróttafólk, upprennandi vísindafólk og framtíðarfrumkvöðlar. Hún gaf sér einnig tíma til að þakka starfsfólki og kennurum auk forráðafólki nemendanna fyrir stuðning þeirra. Kór starfsfólks skólans söng stúdentasönginn Gaudeamus Igitur.MS/Sigurjón Ragnar „Bakland aðstandenda væri dýrmætt og því miður ekki alltaf sjálfsagt,“ er haft eftir Helgu Sigríði í tilkynningu á heimasíðu skólans. Fyrir hönd nemenda flutti Agla Rut Egilsdóttir ræðu. Hún fór yfir hvað þau hefðu lært á skólagöngunni. Það voru ekki einungis tungumál eða stærðfræði heldur lærðu nemendurnir einnig að vera sjálfri sér trúir og að finna sína eigin leið. Agla Rut Egilsdóttir fékk það hlutverk að halda ræðu fyrir hönd nýstúdenta.MS/Sigurjón Ragnar Stefán Jón Hafstein hélt ræðu fyrir hönd þeirra sem útskrifuðust fyrir fimmtíu árum. Hann fór yfir þær breytingar sem hafa átt sér stað í samfélaginu frá því að hann lauk stúdentsprófi sínu. „Í tilefni útskriftarafmælisins veitti útskriftarárgangur 50 ára stúdenta rausnarlegan styrk í Styrktarsjóð Menntaskólans við Sund,“ stendur í tilkynningu frá skólanum.
Framhaldsskólar Dúxar Tímamót Skóla- og menntamál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira