Greta Thunberg siglir til Gasa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. júní 2025 22:20 Greta Thunberg á blaðamannafundi fyrr í dag. AP Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg hefur siglt af stað til Gasa í för með ellefu öðrum aðgerðasinnum. Hópurinn hefur það að markmiði að stöðva umsátur Ísraels og flytja mat og aðrar nauðsynjavörur til landsins. Aðgerðasinnarnir tólf ætla sér að sigla að ströndum Gasa og reyna að koma hjálpargögnum þangað. Auk þess vilja þeir vekja athygli alþjóðar á ástandinu sem ríkir þar. Í þrjá mánuði kom Ísraelsher í veg fyrir að mannúðaraðstoð kæmist yfir landamærin til Gasa en örlitlar breytingar urðu á því fyrirkomulagi um miðjan maí þar sem einhver aðstoð var í boði. Hins vegar ríkir enn hungursneyð á Gasaströndinni en talið er að um tvær milljónir manna séu þar. Með Thunberg í för eru meðal annars Liam Cunningham, sem lék Ser Davos Seaworth í Game of Thrones og franskur þingmaður á Evrópuþinginu sem á ættir að rekja til Palestínu auk níu annarra aðgerðasinna. Þau telja að það muni taka sjö daga að sigla til Gasa á bátnum Madleen frá upphafsstaðnum sem er á Ítalíu. Hvort þeim takist að komast til Gasa á sjö dögum fari allt eftir því hvort þau verði stöðvuð. „Við erum að gera þetta, sama hverju við stöndum frammi fyrir, þar sem við verðum að reyna,“ sagði Thunberg á fjölmiðlafundi aðgerðasinnanna. „Af því á því augnabliki sem við hættum að reyna glötum við mannúð okkar. Sama hversu hættulegt þetta verkefni er, það er ekki nærri því eins hættulegt og þögn alþjóða gagnvart þjóðarmorðinu sem er í beinni útsendingu,“ sagði hún og felldi tár. Thunberg varð fyrst fræg þegar hún hóf skólaverkföll í þágu loftslagsaðgerða. Hvern einasta föstudag neitaði hún að mæta í skólann og mótmælti aðgerðaleysi stjórnmála í umhverfismálum. Thunberg vakti gríðarmikla athygli og tók fjöldi nemenda út um allan heim upp á því að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í sínum heimalöndum. Fyrsta ferðin endaði með sprengingum Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hópur aðgerðasinna reynir að sigla til Gasa í von um að aðstoða þá sem eru þar. Hópur á bát sem bar nafnið Conscience, eða Samviska, komst ekki alla leið þar sem ráðist var á þau á hafsvæði nálægt ströndum Möltu. Samkvæmt umfjöllun AP var um drónaárás að ræða. Hópurinn, sem samanstóð af tólf áhafnarmeðlimum og fjórum borgurum, sendi út neyðarkall þegar tvær sprengingar lentu á skipinu og kviknaði eldur. Í bátnum voru matur og lyf fyrir íbúa Gasastrandarinnar. Hópurinn sagði forsvarsmenn Ísrael ábyrga fyrir árásinni. Átök í Ísrael og Palestínu Loftslagsmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Sjá meira
Aðgerðasinnarnir tólf ætla sér að sigla að ströndum Gasa og reyna að koma hjálpargögnum þangað. Auk þess vilja þeir vekja athygli alþjóðar á ástandinu sem ríkir þar. Í þrjá mánuði kom Ísraelsher í veg fyrir að mannúðaraðstoð kæmist yfir landamærin til Gasa en örlitlar breytingar urðu á því fyrirkomulagi um miðjan maí þar sem einhver aðstoð var í boði. Hins vegar ríkir enn hungursneyð á Gasaströndinni en talið er að um tvær milljónir manna séu þar. Með Thunberg í för eru meðal annars Liam Cunningham, sem lék Ser Davos Seaworth í Game of Thrones og franskur þingmaður á Evrópuþinginu sem á ættir að rekja til Palestínu auk níu annarra aðgerðasinna. Þau telja að það muni taka sjö daga að sigla til Gasa á bátnum Madleen frá upphafsstaðnum sem er á Ítalíu. Hvort þeim takist að komast til Gasa á sjö dögum fari allt eftir því hvort þau verði stöðvuð. „Við erum að gera þetta, sama hverju við stöndum frammi fyrir, þar sem við verðum að reyna,“ sagði Thunberg á fjölmiðlafundi aðgerðasinnanna. „Af því á því augnabliki sem við hættum að reyna glötum við mannúð okkar. Sama hversu hættulegt þetta verkefni er, það er ekki nærri því eins hættulegt og þögn alþjóða gagnvart þjóðarmorðinu sem er í beinni útsendingu,“ sagði hún og felldi tár. Thunberg varð fyrst fræg þegar hún hóf skólaverkföll í þágu loftslagsaðgerða. Hvern einasta föstudag neitaði hún að mæta í skólann og mótmælti aðgerðaleysi stjórnmála í umhverfismálum. Thunberg vakti gríðarmikla athygli og tók fjöldi nemenda út um allan heim upp á því að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í sínum heimalöndum. Fyrsta ferðin endaði með sprengingum Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hópur aðgerðasinna reynir að sigla til Gasa í von um að aðstoða þá sem eru þar. Hópur á bát sem bar nafnið Conscience, eða Samviska, komst ekki alla leið þar sem ráðist var á þau á hafsvæði nálægt ströndum Möltu. Samkvæmt umfjöllun AP var um drónaárás að ræða. Hópurinn, sem samanstóð af tólf áhafnarmeðlimum og fjórum borgurum, sendi út neyðarkall þegar tvær sprengingar lentu á skipinu og kviknaði eldur. Í bátnum voru matur og lyf fyrir íbúa Gasastrandarinnar. Hópurinn sagði forsvarsmenn Ísrael ábyrga fyrir árásinni.
Átök í Ísrael og Palestínu Loftslagsmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna