Hinn óseðjandi Eiríkur Ólafsson skrifar 1. júní 2025 21:31 Undirritaður býr í litlu þorpi út á landi þar sem eitt sjávarútvegsfyrirtæki er burðarásin í atvinnulífinu og er búið að vera í áratugi. Atvinnumálaráðherra setti fyrir nokkru í samráðsgátt , frumvarp um auðlindaskatt á sjávarútveginn sem að hennar sögn hefði lítil sem enginn áhrif á útveginn og allt gott um það. En frá mínum bæjardyrum sé ég þetta með allt öðrum augum jafnvel þó ég taki gleraugun niður og er samt sem áður nánst blinder,t án þeirra. Fyrirtækið í mínu þorpi heitir Loðnuvinnslan hf(LVF) og er að 86 % í eigu heimamanna að mestu í gegnum KFFB (Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga). KFFB er rekið í samvinnufélagsformi í félaginu eru 350 félagsmenn. Á síðast ári greiddi LVF um 250 milljónir í auðlindaskatt sem þýðir með öðrum orðum að hver félagsmaður í KFFB greiddi 700 þúsund í aukaskatt til ríkisins. Með nýjum lögum á að tvöfalda þá upphæð þannig að aukaskatturinn á mann verður 1,4 milljónir. Nánast allur hagnaður LVF fer og hefur farið í að byggja upp og styrkja fyrirtækið. Arðurinn sem það greiðir fer að mestu leiti til KFFB sem hefur að öllu leiti farið í uppbyggingar og ýmisa samfélagsverkefna í byggðarlaginu. Með öðrum orðum það er ætlunin að taka 490 milljónir út úr þessu byggðarlagi og færa í hítina til hins óseðjandi . Það er hverju mannsbarni það ljóst að þetta mun hafa mikil áhrif á litla þorpið okkar og þá sem lifa hér. Að auki er félagið að greiða u.þ.b. 100 milljónir í kolefniskatt. Rök sumra stuðningsmanna aukinnar skattheimttu á sjávarútveginn ,er að fyrirtækin séu að greiða alltof mikinn arð og að fjárfesta óeðlilega mikið í óskildum greinum. LVF hefur greitt mjög hóflegan arð. Hagnaðurinn hefur farið í að styrkja innviði félagsins. Arðurinn sem greiddur er fer að 85 % til KFFB sem notar hann eingöngu innan fjarðarins. Með þessum skrifum er ég ekki að segja að það sé enginn leið að greiða auðlindaskatt en það þarf að skoða þetta mikið nánar. En til þess þarf að vera vilji til að fara vel niður í marga hluti s.s hversu mikinn kvóta hvert skip hefur miðað við getu til að veiða, o.m.fl. Ég er bara að horfa á það fyrirtæki sem ég þekki og ég veit að þetta mun hafa gífurleg áhrif á það félag og ekki aðeins á það heldur verður þetta þungt högg fyrir okkur sem samfélag. LVF og forveri þess hefur haldið upp stöðugri vinnu hér nánast síðan fyrsti skuttogarinn var keyptur fyrir 52 árum, ég get sagt að varla hefur dagur dottið niður í vinnslu í frystihús félagsins síðan þá. Afleiðingar þessa frumvarps verða sennilega þær að samþjöppun í greininni verður enn meiri, þvert á það sem pólitíkin segjist vilja stefna . Ef það er talið sanngjarnt og nauðsynlegt að skattleggja greinina. Afhverju er þá ekki tekjuskattur einfaldlega hækkaður á sjávarútveginn, einföld leið , stækkar ekki báknið , kannski alltof einföld. Með því að hækka tekjuskattinn erum við viss um að sá sem greiðir hann á fyrir honum, af því að hann er reiknaður út frá hagnaði. Þess vegna bið ég hæstvirtan ráðherra að skoða þetta betur, fara út á land og ræða við þá sem eiga að greiða þennan skatt og sjá frá þeirra sjónarhóli hvernig þetta kemur út, Höfundur er eftirlaunaþegi og áhugamaður um sjávarútveg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Undirritaður býr í litlu þorpi út á landi þar sem eitt sjávarútvegsfyrirtæki er burðarásin í atvinnulífinu og er búið að vera í áratugi. Atvinnumálaráðherra setti fyrir nokkru í samráðsgátt , frumvarp um auðlindaskatt á sjávarútveginn sem að hennar sögn hefði lítil sem enginn áhrif á útveginn og allt gott um það. En frá mínum bæjardyrum sé ég þetta með allt öðrum augum jafnvel þó ég taki gleraugun niður og er samt sem áður nánst blinder,t án þeirra. Fyrirtækið í mínu þorpi heitir Loðnuvinnslan hf(LVF) og er að 86 % í eigu heimamanna að mestu í gegnum KFFB (Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga). KFFB er rekið í samvinnufélagsformi í félaginu eru 350 félagsmenn. Á síðast ári greiddi LVF um 250 milljónir í auðlindaskatt sem þýðir með öðrum orðum að hver félagsmaður í KFFB greiddi 700 þúsund í aukaskatt til ríkisins. Með nýjum lögum á að tvöfalda þá upphæð þannig að aukaskatturinn á mann verður 1,4 milljónir. Nánast allur hagnaður LVF fer og hefur farið í að byggja upp og styrkja fyrirtækið. Arðurinn sem það greiðir fer að mestu leiti til KFFB sem hefur að öllu leiti farið í uppbyggingar og ýmisa samfélagsverkefna í byggðarlaginu. Með öðrum orðum það er ætlunin að taka 490 milljónir út úr þessu byggðarlagi og færa í hítina til hins óseðjandi . Það er hverju mannsbarni það ljóst að þetta mun hafa mikil áhrif á litla þorpið okkar og þá sem lifa hér. Að auki er félagið að greiða u.þ.b. 100 milljónir í kolefniskatt. Rök sumra stuðningsmanna aukinnar skattheimttu á sjávarútveginn ,er að fyrirtækin séu að greiða alltof mikinn arð og að fjárfesta óeðlilega mikið í óskildum greinum. LVF hefur greitt mjög hóflegan arð. Hagnaðurinn hefur farið í að styrkja innviði félagsins. Arðurinn sem greiddur er fer að 85 % til KFFB sem notar hann eingöngu innan fjarðarins. Með þessum skrifum er ég ekki að segja að það sé enginn leið að greiða auðlindaskatt en það þarf að skoða þetta mikið nánar. En til þess þarf að vera vilji til að fara vel niður í marga hluti s.s hversu mikinn kvóta hvert skip hefur miðað við getu til að veiða, o.m.fl. Ég er bara að horfa á það fyrirtæki sem ég þekki og ég veit að þetta mun hafa gífurleg áhrif á það félag og ekki aðeins á það heldur verður þetta þungt högg fyrir okkur sem samfélag. LVF og forveri þess hefur haldið upp stöðugri vinnu hér nánast síðan fyrsti skuttogarinn var keyptur fyrir 52 árum, ég get sagt að varla hefur dagur dottið niður í vinnslu í frystihús félagsins síðan þá. Afleiðingar þessa frumvarps verða sennilega þær að samþjöppun í greininni verður enn meiri, þvert á það sem pólitíkin segjist vilja stefna . Ef það er talið sanngjarnt og nauðsynlegt að skattleggja greinina. Afhverju er þá ekki tekjuskattur einfaldlega hækkaður á sjávarútveginn, einföld leið , stækkar ekki báknið , kannski alltof einföld. Með því að hækka tekjuskattinn erum við viss um að sá sem greiðir hann á fyrir honum, af því að hann er reiknaður út frá hagnaði. Þess vegna bið ég hæstvirtan ráðherra að skoða þetta betur, fara út á land og ræða við þá sem eiga að greiða þennan skatt og sjá frá þeirra sjónarhóli hvernig þetta kemur út, Höfundur er eftirlaunaþegi og áhugamaður um sjávarútveg.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun