Brottvísun Oscars frestað Rafn Ágúst Ragnarsson og Agnar Már Másson skrifa 2. júní 2025 14:21 Oscar ásamt Sonju fósturmóður sinni. Aðsend Brottvísun Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til hefur staðið að senda úr landi, verður frestað þar til búið er að fara yfir umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt. Helga Vala Helgadóttir lögmaður Oscars og fósturforeldra hans Svavars Jóhannssonar og Sonju Magnúsdóttur staðfestir frestunina í samtali við fréttastofu. Dómsmálaráðherra kom ekki að ákvörðuninni að sögn aðstoðarmanns hennar, Jakobs Birgissonar. Yfirgnæfandi líkur á að hann fái ríkisborgararétt Útlendingastofnun skrifar í svari við fyrirspurn fréttastofu að hún hafi frestaði flutningi drengsins á grundvelli framkominna upplýsinga frá Víði Reynissyni, formanni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, um að „yfirgnæfandi líkur“ séu á því að gerð verði tillaga í frumvarpi um að Oscar fái íslenskan ríkisborgararétt. Enn fremur segir stofnunin að þrátt fyrir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin á Alþingi hafi hún talið að vegna þessara sérstöku aðstæðna væri rétt að fresta framkvæmd ákvörðunar um að honum bæri að yfirgefa land. „Það fóru ný gögn á föstudaginn til [Útlendingastofnunar.] Ég veit ekki nákvæmlega hver það er sem tekur ákvörðunina um að aðstæður hans séu þannig að hann fái að njóta vafans umfram aðra umsækjendur, en hann er bara í mjög viðkvæmum aðstæðum og það er staðfest í þessum pósti,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Óendanlega glöð Fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra segjast óendanlega glöð yfir því að brottvísun Oscars hafi verið frestað en til stóð að hann yrði fluttur til Kólumbíu í fyrramálið. Fjölskyldan segir í færslu á samfélagsmiðlum að hún sé þakklát þeim sem hafi stutt sig í baráttunni. „Enn og aftur þakka ykkur öllum sem hafa stutt okkur og sent okkur hlýjar kveðjur undanfarnar vikur og mánuði. Það hefur verið ómetanlegt og án ykkar hefði þessi frestun sennilega ekki fengist. Við leyfum ykkur öllum að sjálfsögðu að fylgjast náið með framvindunni en við erum auðvitað meðvituð um að við erum ekki komin í höfn og staða Oscars er ekki örugg fyrr en hann fær leyfi til að vera hér hjá okkur fjölskyldunni til frambúðar,” segir fjölskyldan í færslu á samfélagsmiðlum. Hafði hafnað efnislegri meðferð Kærunefnd útlendingamála hafði hafnað því að taka umsókn Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar og til stóð að hann yrði sendur úr landi á morgun. Fósturforeldrar hans hafa sagt að verið sé að senda hann út í opinn dauðann á götum Bogotá, höfuðborgar Kólumbíu. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Hælisleitendur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir lögmaður Oscars og fósturforeldra hans Svavars Jóhannssonar og Sonju Magnúsdóttur staðfestir frestunina í samtali við fréttastofu. Dómsmálaráðherra kom ekki að ákvörðuninni að sögn aðstoðarmanns hennar, Jakobs Birgissonar. Yfirgnæfandi líkur á að hann fái ríkisborgararétt Útlendingastofnun skrifar í svari við fyrirspurn fréttastofu að hún hafi frestaði flutningi drengsins á grundvelli framkominna upplýsinga frá Víði Reynissyni, formanni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, um að „yfirgnæfandi líkur“ séu á því að gerð verði tillaga í frumvarpi um að Oscar fái íslenskan ríkisborgararétt. Enn fremur segir stofnunin að þrátt fyrir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin á Alþingi hafi hún talið að vegna þessara sérstöku aðstæðna væri rétt að fresta framkvæmd ákvörðunar um að honum bæri að yfirgefa land. „Það fóru ný gögn á föstudaginn til [Útlendingastofnunar.] Ég veit ekki nákvæmlega hver það er sem tekur ákvörðunina um að aðstæður hans séu þannig að hann fái að njóta vafans umfram aðra umsækjendur, en hann er bara í mjög viðkvæmum aðstæðum og það er staðfest í þessum pósti,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Óendanlega glöð Fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra segjast óendanlega glöð yfir því að brottvísun Oscars hafi verið frestað en til stóð að hann yrði fluttur til Kólumbíu í fyrramálið. Fjölskyldan segir í færslu á samfélagsmiðlum að hún sé þakklát þeim sem hafi stutt sig í baráttunni. „Enn og aftur þakka ykkur öllum sem hafa stutt okkur og sent okkur hlýjar kveðjur undanfarnar vikur og mánuði. Það hefur verið ómetanlegt og án ykkar hefði þessi frestun sennilega ekki fengist. Við leyfum ykkur öllum að sjálfsögðu að fylgjast náið með framvindunni en við erum auðvitað meðvituð um að við erum ekki komin í höfn og staða Oscars er ekki örugg fyrr en hann fær leyfi til að vera hér hjá okkur fjölskyldunni til frambúðar,” segir fjölskyldan í færslu á samfélagsmiðlum. Hafði hafnað efnislegri meðferð Kærunefnd útlendingamála hafði hafnað því að taka umsókn Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar og til stóð að hann yrði sendur úr landi á morgun. Fósturforeldrar hans hafa sagt að verið sé að senda hann út í opinn dauðann á götum Bogotá, höfuðborgar Kólumbíu. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Hælisleitendur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira