Forstjórinn stígur fram Örn Pálsson skrifar 3. júní 2025 08:32 Það vakti athygli meðal félagsmanna í LS hversu frumvarp Hönnu Katrínar Friðrikssonar atvinnuvegaráðherra kveikti sjálfbærnibálið hjá Hafrannsóknastofnun. Forstjórinn sté fram og sagði í viðtali við Morgunblaðið 30. maí „nýtt frumvarp atvinnuvegaráðherra ekki vera í samræmi við þá aflareglu sem hafi verið í gildi síðastliðin ár. Hann telur jafnframt líklegt að breytingar ýti undir ósjálfbærar veiðar.“. Ekki góð skilaboð til ráðherrans sem staðráðinn er í að tryggja 48 daga til strandveiða. Að undanförnu hafa vonbrigði meðal sjómanna og útgerða aukist með hversu lítt hefur tekist að auka veiðiheimildir einstakra nytjastofna. Þorskurinn er þar gjarnan nefndur, þó margir álíti að meira hefði mátt veiða á undanförnum árum heldur en Hafró ráðlagði stjórnvöldum. Bágt ástand hans í byrjun níunda áratugar leiddi til þess fiskveiðistjórnarkerfis sem við búum við. Ráðist var í niðurskurð á leyfilegum afla í því skyni að byggja stofninn upp og auka í kjölfarið veiðiheimildir. Deilt er um hvernig til hefur tekist. Hver væri staðan ef niðurskurðarhnífnum hefði ekki verið beitt? Væri ástandið betra ef ekki hefði verið ákveðið að fylgja ráðgjöf stofnunarinnar sem byggir að mestu leyti á niðurstöðum árlegra mælinga af veiðum með botntrolli í mars? Veitt er á fyrirfram ákveðnum stöðum og vinna vísindamenn Hafrannsóknastofnunar úr aflanum. Til að gefa lesanda betri innsýn fylgir hér graf sem sýnir ráðgjöf Hafró og afla. Tímabilið spannar næstum yfir hálfa öld, frá 1976 til og með fiskveiðiárinu 2023/2024. Meðal þess sem þarna kemur fram: Ráðlagður heildarafli fór úr 450 þúsund tonnum árið 1982 niður í 200 þúsund tonn árið 1984. Aflinn var undir ráðgjöf fyrstu tvö ár þessara þriggja ára, en nokkuð yfir á einu. Tímabilið 1985 – 1990 var veitt hressilega umfram ráðgjöf án þess að Hafrannsóknastofnun sæi ástæðu til að draga mismuninn frá ári síðar Fiskveiðiárin 2008/2009 og 2009/2010 var einnig veitt umfram ráðgjöf og þá var ekki að sjá að það hefði áhrif. Hún hækkaði á þeim árum og árin á eftir. Eins og grafið ber með sér hefur tekist að stemma heildarafla við ráðgjöfina. Þegar tekin eru sl. 10 ár munar aðeins þremur prósentum sem aflinn er umfram ráðgjöf. Aflaregla miðast í stórum dráttum við að heildarafli sé fimmtungur af stærð veiðistofns. Meðaltal hans á þessum árum er rúmlega 1,1 milljón tonn, þannig að 225 þús. tonn væri því leyfilegt heildaraflamagn ár hvert. Þrjú prósentin, eins og verið hefur, hækka hlutfallið um 0,6% af árlegum veiðistofni á yfirstandandi ári. Þegar greinarhöfundur horfir til þessara talna útfrá viðbrögðum sem fram koma í upphafi greinarinnar, er hann ósammála að frumvarpið ýti undir ósjálfbærar veiðar. Aflareglu getur ríkisstjórnin breytt með einu pennastriki. Frumvarpið mun ekki á nokkurn hátt hafa áhrif á áframhaldandi „uppbyggingu“ þorskstofnsins. Atvinnuvegaráðherra er á engan hátt að ýta undir ósjálfbærar veiðar með því að tryggja 48 daga til strandveiða. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Strandveiðar Hafrannsóknastofnun Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Það vakti athygli meðal félagsmanna í LS hversu frumvarp Hönnu Katrínar Friðrikssonar atvinnuvegaráðherra kveikti sjálfbærnibálið hjá Hafrannsóknastofnun. Forstjórinn sté fram og sagði í viðtali við Morgunblaðið 30. maí „nýtt frumvarp atvinnuvegaráðherra ekki vera í samræmi við þá aflareglu sem hafi verið í gildi síðastliðin ár. Hann telur jafnframt líklegt að breytingar ýti undir ósjálfbærar veiðar.“. Ekki góð skilaboð til ráðherrans sem staðráðinn er í að tryggja 48 daga til strandveiða. Að undanförnu hafa vonbrigði meðal sjómanna og útgerða aukist með hversu lítt hefur tekist að auka veiðiheimildir einstakra nytjastofna. Þorskurinn er þar gjarnan nefndur, þó margir álíti að meira hefði mátt veiða á undanförnum árum heldur en Hafró ráðlagði stjórnvöldum. Bágt ástand hans í byrjun níunda áratugar leiddi til þess fiskveiðistjórnarkerfis sem við búum við. Ráðist var í niðurskurð á leyfilegum afla í því skyni að byggja stofninn upp og auka í kjölfarið veiðiheimildir. Deilt er um hvernig til hefur tekist. Hver væri staðan ef niðurskurðarhnífnum hefði ekki verið beitt? Væri ástandið betra ef ekki hefði verið ákveðið að fylgja ráðgjöf stofnunarinnar sem byggir að mestu leyti á niðurstöðum árlegra mælinga af veiðum með botntrolli í mars? Veitt er á fyrirfram ákveðnum stöðum og vinna vísindamenn Hafrannsóknastofnunar úr aflanum. Til að gefa lesanda betri innsýn fylgir hér graf sem sýnir ráðgjöf Hafró og afla. Tímabilið spannar næstum yfir hálfa öld, frá 1976 til og með fiskveiðiárinu 2023/2024. Meðal þess sem þarna kemur fram: Ráðlagður heildarafli fór úr 450 þúsund tonnum árið 1982 niður í 200 þúsund tonn árið 1984. Aflinn var undir ráðgjöf fyrstu tvö ár þessara þriggja ára, en nokkuð yfir á einu. Tímabilið 1985 – 1990 var veitt hressilega umfram ráðgjöf án þess að Hafrannsóknastofnun sæi ástæðu til að draga mismuninn frá ári síðar Fiskveiðiárin 2008/2009 og 2009/2010 var einnig veitt umfram ráðgjöf og þá var ekki að sjá að það hefði áhrif. Hún hækkaði á þeim árum og árin á eftir. Eins og grafið ber með sér hefur tekist að stemma heildarafla við ráðgjöfina. Þegar tekin eru sl. 10 ár munar aðeins þremur prósentum sem aflinn er umfram ráðgjöf. Aflaregla miðast í stórum dráttum við að heildarafli sé fimmtungur af stærð veiðistofns. Meðaltal hans á þessum árum er rúmlega 1,1 milljón tonn, þannig að 225 þús. tonn væri því leyfilegt heildaraflamagn ár hvert. Þrjú prósentin, eins og verið hefur, hækka hlutfallið um 0,6% af árlegum veiðistofni á yfirstandandi ári. Þegar greinarhöfundur horfir til þessara talna útfrá viðbrögðum sem fram koma í upphafi greinarinnar, er hann ósammála að frumvarpið ýti undir ósjálfbærar veiðar. Aflareglu getur ríkisstjórnin breytt með einu pennastriki. Frumvarpið mun ekki á nokkurn hátt hafa áhrif á áframhaldandi „uppbyggingu“ þorskstofnsins. Atvinnuvegaráðherra er á engan hátt að ýta undir ósjálfbærar veiðar með því að tryggja 48 daga til strandveiða. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar