Hringsund um Ísland skapi verðmæta þekkingu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. júní 2025 21:31 Ross Edgley og tækið sem er notað til að safna sýnum úr sjónum. Bjarni/aðsend Rannsóknastjóri hjá Hafró segir sund Ross Edgley í kringum landið hafa boðið íslenskum vísindamönnum upp á einstakt tækifæri. Hann bindur vonir við að nýjar uppgötvanir verði gerðar samhliða sundi kappans í kringum landið. Sundkappinn Ross Edgley sem lagði af stað í 1.600 kílómetra sundferð í kringum landið fyrir um þremur vikum síðan hefur nú þegar synt um 300 kílómetra af leið sinni og er nú staddur norðan við Vestfirði. Hann syndir 12 tíma á dag, sex tíma í senn og leggur sig þess á milli. Leiðangurinn stendur jafnframt að rannsókn í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun. Áhafnarmeðlimir safna sýnum úr sjó á meðan á sundinu stendur en rannsóknastjóri segir um einstakt tækifæri að ræða. „Hann hafði samband við okkur og spurði hvort við hefðum áhuga á að gera vísindarannsókn saman. Þannig hófst þetta. Við höfum mjög fá sýnishorn og gögn frá strandsvæðum og þetta er því einstakt tækifæri til að afla þeirra á löngu tímabili, þ.e. þriggja mánaða tímabili á þessu svæði,“ Safna sýnum til að kanna lífríkið Í raun er um þrjú verkefni að ræða. Stærsta verkefnið sem er jafnframt evrópskt samstarfsverkefni felst í því að safna sýnum með nýlegri aðferð til að kanna lífríkið. „eDNA stendur fyrir umhverfis-DNA og er nokkuð góð aðferð sem felst í því að í stað þess að veiða tilteknar tegundir til að sjá hvað er í sjónum tekur maður sjávarsýni, skoðar DNA-raðirnar sem eru í vatnssýnunum og reynir að tengja þær við tegundirnar. Þetta er ekki banvænt og veldur ekki truflun og maður fær mikið magn upplýsinga.“ Stefnumótun um verndarsvæði Annað verkefnið gengur út á að greina för hnúfubaka og háhyrninga með ljósmyndun. „Þegar hnúfubakar kafa rís sporðurinn upp og mynstur köfunarinnar er auðgreinanlegt og má líkja því við fingrafar. Þekkja má einstaklinga eftir þessu. Með því að fá myndir hvaðanæva að frá sundferð Ross getum við séð hvort hnúfubakar syndi frá suðursvæði til norðursvæðis.“ Christophe bindir vonir við að rannsóknin verði nýtt í stefnumótun fyrir verndarsvæði. „Við gerum okkur vonir um að við fáum hugmyndir sem leiða til þess að við uppgötvum sitthvað nýtt og það er afar spennandi.“ Sund Sjósund Hafið Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Heimsfrægur sundkappi segir fyrirhugaða ferð sína í kringum landið geta tekið allt að fimm mánuði. Hann segir stuðning og gleði Íslendinga vera honum ómetanlegt en hann var við æfingar á Álftanesi fyrr í dag. 13. maí 2025 20:32 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Sundkappinn Ross Edgley sem lagði af stað í 1.600 kílómetra sundferð í kringum landið fyrir um þremur vikum síðan hefur nú þegar synt um 300 kílómetra af leið sinni og er nú staddur norðan við Vestfirði. Hann syndir 12 tíma á dag, sex tíma í senn og leggur sig þess á milli. Leiðangurinn stendur jafnframt að rannsókn í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun. Áhafnarmeðlimir safna sýnum úr sjó á meðan á sundinu stendur en rannsóknastjóri segir um einstakt tækifæri að ræða. „Hann hafði samband við okkur og spurði hvort við hefðum áhuga á að gera vísindarannsókn saman. Þannig hófst þetta. Við höfum mjög fá sýnishorn og gögn frá strandsvæðum og þetta er því einstakt tækifæri til að afla þeirra á löngu tímabili, þ.e. þriggja mánaða tímabili á þessu svæði,“ Safna sýnum til að kanna lífríkið Í raun er um þrjú verkefni að ræða. Stærsta verkefnið sem er jafnframt evrópskt samstarfsverkefni felst í því að safna sýnum með nýlegri aðferð til að kanna lífríkið. „eDNA stendur fyrir umhverfis-DNA og er nokkuð góð aðferð sem felst í því að í stað þess að veiða tilteknar tegundir til að sjá hvað er í sjónum tekur maður sjávarsýni, skoðar DNA-raðirnar sem eru í vatnssýnunum og reynir að tengja þær við tegundirnar. Þetta er ekki banvænt og veldur ekki truflun og maður fær mikið magn upplýsinga.“ Stefnumótun um verndarsvæði Annað verkefnið gengur út á að greina för hnúfubaka og háhyrninga með ljósmyndun. „Þegar hnúfubakar kafa rís sporðurinn upp og mynstur köfunarinnar er auðgreinanlegt og má líkja því við fingrafar. Þekkja má einstaklinga eftir þessu. Með því að fá myndir hvaðanæva að frá sundferð Ross getum við séð hvort hnúfubakar syndi frá suðursvæði til norðursvæðis.“ Christophe bindir vonir við að rannsóknin verði nýtt í stefnumótun fyrir verndarsvæði. „Við gerum okkur vonir um að við fáum hugmyndir sem leiða til þess að við uppgötvum sitthvað nýtt og það er afar spennandi.“
Sund Sjósund Hafið Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Heimsfrægur sundkappi segir fyrirhugaða ferð sína í kringum landið geta tekið allt að fimm mánuði. Hann segir stuðning og gleði Íslendinga vera honum ómetanlegt en hann var við æfingar á Álftanesi fyrr í dag. 13. maí 2025 20:32 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Heimsfrægur sundkappi segir fyrirhugaða ferð sína í kringum landið geta tekið allt að fimm mánuði. Hann segir stuðning og gleði Íslendinga vera honum ómetanlegt en hann var við æfingar á Álftanesi fyrr í dag. 13. maí 2025 20:32