Lamine Yamal segir leikinn geta ráðið úrslitum í baráttunni um Gullknöttinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2025 22:01 Lamine Yamal með spænska meistarabikarinn sem hann vann með Barcelona á dögunum. Getty/ Florencia Tan Jun Hinn sautján ára gamli Lamine Yamal er óhræddur að setja aðeins meira á vogarskálarnar fyrir undanúrslitaleik Spánverjar og Frakka í Þjóðadeildinni í vikunni. Táningurinn segir að þessi leikur gæti ekki aðeins skilað landsliðinu sæti í úrslitaleiknum heldur gætu úrslitin einnig ráðið miklu í baráttunni um Gullknöttinn. Ousmane Dembélé leikur með franska landsliðinu en hann vann Meistaradeildina með Paris Saint Germain um síðustu helgi og var kosin besti leikmaður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Flestir eru á því að Dembélé og Yamal séu líklegastir til að fá Gullknöttinn sem besti knattspyrnumaður heims árið 2025. „Hvernig ætlar þú að kjósa? Besta leikmann tímabilsins eða þann sem vinnur leikinn á fimmtudaginn?,“ spurði Lamine Yamal til baka í viðtali við Cope þegar hann var spurður út í mögulegt einvígi hans og Dembélé um Gullknöttinn. „Að mínu mati ætti það að vera besti leikmaðurinn á öllu tímabilinu en allir sjá þetta með sínum augum. Ég er sannfærður um að við vinnum á fimmtudaginn en hvort sem við vinnum eða ekki þá myndi ég kjósa besta leikmanninn á öllu tímabilinu,“ sagði Yamal. „Ef leikurinn á fimmtudaginn fer ekki eins og ég eða Dembélé vonumst til, hvern ætlar þú þá að kjósa? Þann sem er að spila í úrslitaleiknum á sunnudaginn? Þetta ætti að vera spurning um allt tímabilið en ef fólk vill setja allt undir á fimmtudaginn, þá er ég klár í slaginn,“ sagði Yamal. Yamal hefur skorað átján mörk og lagt upp 25 til viðbótar í 55 leikjum með Barcelona í öllum keppnum á tímabilinu. Barcelona vann þrjá titla á tímabilinu. Yamal segir Gullknöttinn ekki vera efstan á óskalistanum sinum heldur hafi hann sett stefnuna að vinna Meistaradeildina með Barcelona og heimsmeistaratitilinn með Spáni á árinu 2026. „Ég er ekki að hugsa um Gullknöttinn eða hvort ég vinn hann eða vinn hann ekki. Ég held að það endi bara illa þegar þér finnst þú þurfa að vinna Gullknöttinn eða að þú verðir að vinna hann. Þetta á að snúast um að spila leikinn og vinna leiki. Takist það þá fylgir hitt bara í kjölfarið. Ef ég vinn Meistaradeildina eða heimsmeistaramótið á næsta ári með liðunum mínum þá kemur hitt,“ sagði Yamal. Spænski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Táningurinn segir að þessi leikur gæti ekki aðeins skilað landsliðinu sæti í úrslitaleiknum heldur gætu úrslitin einnig ráðið miklu í baráttunni um Gullknöttinn. Ousmane Dembélé leikur með franska landsliðinu en hann vann Meistaradeildina með Paris Saint Germain um síðustu helgi og var kosin besti leikmaður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Flestir eru á því að Dembélé og Yamal séu líklegastir til að fá Gullknöttinn sem besti knattspyrnumaður heims árið 2025. „Hvernig ætlar þú að kjósa? Besta leikmann tímabilsins eða þann sem vinnur leikinn á fimmtudaginn?,“ spurði Lamine Yamal til baka í viðtali við Cope þegar hann var spurður út í mögulegt einvígi hans og Dembélé um Gullknöttinn. „Að mínu mati ætti það að vera besti leikmaðurinn á öllu tímabilinu en allir sjá þetta með sínum augum. Ég er sannfærður um að við vinnum á fimmtudaginn en hvort sem við vinnum eða ekki þá myndi ég kjósa besta leikmanninn á öllu tímabilinu,“ sagði Yamal. „Ef leikurinn á fimmtudaginn fer ekki eins og ég eða Dembélé vonumst til, hvern ætlar þú þá að kjósa? Þann sem er að spila í úrslitaleiknum á sunnudaginn? Þetta ætti að vera spurning um allt tímabilið en ef fólk vill setja allt undir á fimmtudaginn, þá er ég klár í slaginn,“ sagði Yamal. Yamal hefur skorað átján mörk og lagt upp 25 til viðbótar í 55 leikjum með Barcelona í öllum keppnum á tímabilinu. Barcelona vann þrjá titla á tímabilinu. Yamal segir Gullknöttinn ekki vera efstan á óskalistanum sinum heldur hafi hann sett stefnuna að vinna Meistaradeildina með Barcelona og heimsmeistaratitilinn með Spáni á árinu 2026. „Ég er ekki að hugsa um Gullknöttinn eða hvort ég vinn hann eða vinn hann ekki. Ég held að það endi bara illa þegar þér finnst þú þurfa að vinna Gullknöttinn eða að þú verðir að vinna hann. Þetta á að snúast um að spila leikinn og vinna leiki. Takist það þá fylgir hitt bara í kjölfarið. Ef ég vinn Meistaradeildina eða heimsmeistaramótið á næsta ári með liðunum mínum þá kemur hitt,“ sagði Yamal.
Spænski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira