Samþjöppunin hefur ekkert að gera með veiðigjöldin Sigurjón Þórðarson skrifar 4. júní 2025 07:12 Þeir sem berjast gegn leiðréttingu veiðigjalda halda því gjarnan fram að leiðréttingin leiði til aukinnar samþjöppunar þar sem hún kippi rekstrarforsendum undan minni útgerðum. Það er öfugsnúið að þessi rök eru gjarnan borin fram af þeim sem vilja hækka lögbundið kvótaþak og þar með greiða fyrir enn meiri samþjöppun í sjávarútvegi. Hvað sem því líður þá kemur frumvarp atvinnuvegráðherra einmitt til móts við minni útgerðir og verið er að skoða enn frekari tilhliðrun fyrir þá minni. Hátt verð á aflaheimildum Heimild til að veiða 1 kg. af þorski er seld fyrir 6.500 kr. á meðan það fást 500 kr. fyrir sama magn á markaði. Hvað skýrir að tilteknir aðilar eru tilbúnir að greiða vel ríflega tífalt hærra verð fyrir veiðiheimildina en fæst fyrir fiskinn. Þar með duga tekjur næsta áratugar ekki fyrir heimildinni einni. Hvers vegna eru menn tilbúnir að borga þetta verð? Þetta gengur ekki upp í neinni hefðbundinni viðskiptaáætlun. Vaxtakostnaðurinn sem er í 6 prósentum um þessar mundir er einn og sér 390 kr. á kíló. Að öllum líkindum er verið að kaupa heimild til að geta selt sjálfum sér fiskinn langt undir markaðsvirði þ.e. á Verðlagsstofuverði. Ef það er gert er jafnvel verið að búa svo um hnúta að hægt sé að losa hagnaðinn í erlendu sölufélagi í eigu stórútgerðarinnar. Mögulega má koma með hagnaðinn til baka úr aflandsfélögum og nota hann til að kaupa upp fyrirtæki á Íslandi, nú eða meiri kvóta. Kynslóðaskipti og nýliðun útilokuð Ekki er ólíklegt að meðalaldur útgerðarmanna hafi verið í kringum fimmtugt þegar kvótakerfið skall á fyrir rúmum 40 árum. Afkomendur þeirra sem nú eru við stjórnvölin í útgerðinni eru því margir orðnir eldri borgarar og því er rétt að spyrja hvort þriðja kynslóðin geti tekið við? Svarið er einfalt – Það er nær ómögulegt. Tökum dæmi af lítilli útgerð sem hefur nú yfir að ráða þrjúhundruð tonnum. Veiðiheimildirnar einar og sér eru um tveggja milljarðar króna virði. Ef viðkomandi útgerðarmaður á þrjú börn þar af eitt sem vill taka við rekstrinum, þyrfti viðkomandi að punga út 1,3 milljörðum til að greiða systkini sín út. Það er mjög ólíklegt að arftakinn fengi fyrirgreiðslu í banka til að taka við þar sem ársvelta þessarar útgerðar yrði um 150 milljónir króna og skuldir vel á annan milljarð króna. Með óbreyttu kerfi mun útgerðin öll á örfáum árum þjappast á stórfyrirtæki sem hafa framangreint forskot þ.e. að geta gert upp langt undir markaðsvirði. Það er mikilvægt að láta algerlega af tvöfaldri verðlagningu. Það er lykillinn að framþróun greinarinnar og eðlilegri nýliðun. En þá mun verðgildi kvótanna líka lækka mikið. Ef einhver telur mig fara með rangt mál þá bið ég viðkomandi um að útskýra hvaða útreikningur annar getur útskýrt 6.500 kr. fyrir eitt kíló af kvóta. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem berjast gegn leiðréttingu veiðigjalda halda því gjarnan fram að leiðréttingin leiði til aukinnar samþjöppunar þar sem hún kippi rekstrarforsendum undan minni útgerðum. Það er öfugsnúið að þessi rök eru gjarnan borin fram af þeim sem vilja hækka lögbundið kvótaþak og þar með greiða fyrir enn meiri samþjöppun í sjávarútvegi. Hvað sem því líður þá kemur frumvarp atvinnuvegráðherra einmitt til móts við minni útgerðir og verið er að skoða enn frekari tilhliðrun fyrir þá minni. Hátt verð á aflaheimildum Heimild til að veiða 1 kg. af þorski er seld fyrir 6.500 kr. á meðan það fást 500 kr. fyrir sama magn á markaði. Hvað skýrir að tilteknir aðilar eru tilbúnir að greiða vel ríflega tífalt hærra verð fyrir veiðiheimildina en fæst fyrir fiskinn. Þar með duga tekjur næsta áratugar ekki fyrir heimildinni einni. Hvers vegna eru menn tilbúnir að borga þetta verð? Þetta gengur ekki upp í neinni hefðbundinni viðskiptaáætlun. Vaxtakostnaðurinn sem er í 6 prósentum um þessar mundir er einn og sér 390 kr. á kíló. Að öllum líkindum er verið að kaupa heimild til að geta selt sjálfum sér fiskinn langt undir markaðsvirði þ.e. á Verðlagsstofuverði. Ef það er gert er jafnvel verið að búa svo um hnúta að hægt sé að losa hagnaðinn í erlendu sölufélagi í eigu stórútgerðarinnar. Mögulega má koma með hagnaðinn til baka úr aflandsfélögum og nota hann til að kaupa upp fyrirtæki á Íslandi, nú eða meiri kvóta. Kynslóðaskipti og nýliðun útilokuð Ekki er ólíklegt að meðalaldur útgerðarmanna hafi verið í kringum fimmtugt þegar kvótakerfið skall á fyrir rúmum 40 árum. Afkomendur þeirra sem nú eru við stjórnvölin í útgerðinni eru því margir orðnir eldri borgarar og því er rétt að spyrja hvort þriðja kynslóðin geti tekið við? Svarið er einfalt – Það er nær ómögulegt. Tökum dæmi af lítilli útgerð sem hefur nú yfir að ráða þrjúhundruð tonnum. Veiðiheimildirnar einar og sér eru um tveggja milljarðar króna virði. Ef viðkomandi útgerðarmaður á þrjú börn þar af eitt sem vill taka við rekstrinum, þyrfti viðkomandi að punga út 1,3 milljörðum til að greiða systkini sín út. Það er mjög ólíklegt að arftakinn fengi fyrirgreiðslu í banka til að taka við þar sem ársvelta þessarar útgerðar yrði um 150 milljónir króna og skuldir vel á annan milljarð króna. Með óbreyttu kerfi mun útgerðin öll á örfáum árum þjappast á stórfyrirtæki sem hafa framangreint forskot þ.e. að geta gert upp langt undir markaðsvirði. Það er mikilvægt að láta algerlega af tvöfaldri verðlagningu. Það er lykillinn að framþróun greinarinnar og eðlilegri nýliðun. En þá mun verðgildi kvótanna líka lækka mikið. Ef einhver telur mig fara með rangt mál þá bið ég viðkomandi um að útskýra hvaða útreikningur annar getur útskýrt 6.500 kr. fyrir eitt kíló af kvóta. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun